Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 48
48 Afþreying 11.–13. október 2013 Helgarblað Þættir byggðir á Fargo í vinnslu n Martin Freeman og Billy Bob Thornton á meðal leikenda N ý þáttaröð byggð á hinni bráðskemmti- legu Fargo frá 1996 er væntanleg og verður sýnd vorið 2014. Coen-bræðurnir skrifuðu og leikstýrðu myndinni sem fékk óskarsverðlaun og hafa þeir nú gefið leyfi fyrir gerð þáttanna. Það verður Noah Hawley sem mun skrifa og leikstýra þáttun- um en hann leikstýrði þáttun- um Bones. Þættirnir munu ekki vera ná- kvæm eftirlíking myndarinnar. Lögreglukonan Marge Gunder- son, sem Frances McDormand lék eftirminnilega í myndinni, verður ekki á meðal persóna þáttanna. „Hún verður ekki í þáttunum. Við erum ekki að fara að segja sömu sögu og í myndinni, því það væri kjána- legt á svo margan hátt,“ sagði Roma Khanna, forstjóri MGM Television. Hún líkir Fargo- þáttunum við endurgerð á myndinni Teen Wolf. „Upphaf- lega myndin var skemmtileg og fyndin. Sjónvarpsþættirn- ir eru myrkir og kynþokkafullir og sumpart ögrandi,“ segir hún og gefur til kynna að Fargo- þættirnir verði því einungis að byggðir lauslega á myndinni. Hinn breski Martin Freeman, sem leikur dr. Watson í þáttunum um Sherlock Holmes hefur verið fenginn til að leika í þáttunum en auk hans má nefna Colin Hanks úr Dext- er og Billy Bob Thornton. Sá síðastnefndi mun leika Lorne Malvo, dularfullan mann sem kemur í bæinn. Freeman leikur Lester Nygaard, tryggingasölumann sem hefur mátt muna fífil sinn fegurri og er undir hæl eiginkonunnar. Líf hans tekur stakkaskiptum þegar hann kynnist Malvo. n Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 11. október Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Fregnir úr fílabeinsturni Víkingaklúbbnum spáð sigri Íslandsmót skákfélaga er framundan. Fyrri hlutinn í öllum deildunum fjórum verður tefldur um helgina og seinni hlutinn eftir áramót. Skáklandið hafði samband við liðsstjóra liðanna í fyrstu deild og birtir hér spá þeirra. Gefin eru 10 stig fyrir fyrsta sæti og niður í eitt stig fyrir tíunda og neðsta sætið. 1. Víkingaklúbburinn 98 af 100 2. Taflfélag Vestmannaeyja 79 3. Taflfélag Bolungarvíkur 74 4. Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 73 5. GM-Hellir a-sveit 70 6. Skákfélag Akureyrar 45 7. GM-Hellir b-sveit 39 8. Fjölnir 29 9. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 28 10. Vinaskákfélagið 15 Um þessa spá má um margt segja að hún sé nokkuð líkleg. Víkinga- klúbburinn er lang- sterkasta liðið með tvo pólska atvinnumenn sem eru mjög ofarlega á heimslistanum. Einnig tefla með þeim Hannes Hlífar, Hjörvar Steinn og Stefán Kristjánsson. Baráttan um Evrópu- sætin tvö mun standa milli Bolvíkinga, Eyjamanna, TR-inga og GM-Hellis. Mikil spenna ríkir um hvaða erlendu atvinnumenn munu tefla með þessum félögum. Sömuleiðs verður spennandi að sjá hvort að reyndir meistarar TR-inga á borð við Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson muni tefla. Eins og sést á spánni má ætla að deildin verði nokkuð tvískipt. Liðsmenn Vinaskákfélagsins eiga erfiðar viðureignir framundan en fá um leið góða og mikilvæga reynslu meðal þeirra bestu. Má ætla að það verði hörð barátta milli SA, Fjölnis, TR-b og GM-Hell- is-b að halda sér uppi. Þar má ætla að reynsla SA í neðru hluta deildarinnar síðustu ár komi sér vel og ekki má afskrifa Fjölni sem hefur marga af efni- legustu skákmönnum Íslands innanborðs. Fréttar af Íslandsmótinu má lesa á www.skak.is alla helgina. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 13.00 Olísdeildin í handbolta Endursýndur leikur sem var á RÚV - Íþróttir á fimmtudags- kvöldi. 14.30 Íslenski boltinn 15.10 Fagur fiskur (6:8) (Heimilis- matur) Matreiðslumaðurinn Sveinn Kjartansson eldar góm- sætt sjávarfang. Framleiðandi er Saga film. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 17.20 Unnar og vinur (26:26) (Fan- boy & Chum Chum) 17.45 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir og veður 18.30 Landsleikur í fótbolta (Ísland - Kýpur) 20.55 Útsvar (Grindavíkurbær - Vest- mannaeyjar) Spurningakeppni sveitarfélaga. Að þessu sinni eigast við lið Grindavíkurbæjar og Vestmannaeyja. Umsjónar- menn eru Sigmar Guðmunds- son og Þóra Arnórsdóttir og spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. 22.05 Endeavour – Stúlka 7,6 (Endeavour: Girl) Bresk saka- málamynd úr flokki um Morse lögreglufulltrúa í Oxford á yngri árum. Hann ræður strembnar morðgátur, kynnist mönnum sem hann á eftir að starfa með næstu áratugina og þróar með sér eftirtektarverð skapgerðar- einkenni sem hann á eftir að fínpússa á löngum og gifturík- um ferli. Í helstu hlutverkum eru Shaun Evans, Roger Allam, Anton Lesser og Sean Rigby. 23.40 Um veröld alla 7,3 (Across the Universe) Tónlist Bítlanna og Víetnamstríðið eru í bakgrunni þessarar ástarsögu bandarískrar yfirstéttarstúlku og fátæks listamanns frá Liverpool. Leikstjóri er Julie Taymor og meðal leikenda eru Evan Rachel Wood, Jim Sturgess og Joe Anderson. Bandarísk bíó- mynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:45 Geimkeppni Jóga björns 08:10 Malcolm in the Middle (5:25) 08:30 Ellen (101:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (66:175) 10:15 Fairly Legal (7:13) 11:00 Drop Dead Diva (13:13) 11:50 The Mentalist (21:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Extreme Makeover: Home Edition (23:25) 13:40 The Mummy Returns 15:45 Waybuloo 16:05 Skógardýrið Húgó 16:25 Ellen (102:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 8,9 (13:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Popp og kók 19:45 Logi í beinni 20:35 Hello Ladies (2:8) Frábærir gamanþættir með Steve Merchant í hlutverki fremur klaufalegs Breta sem flytur til Los Angeles með það að markmiði að finna drauma- kærustuna þar. Það er hægt að gefa sér að það muni ekki ganga stórslysalaust fyrir sig, allavega ekki til að byrja með. 21:05 Wallander 7,7 (Man Who Smiled) Spennandi sakamála- mynd þar sem Kenneth Branagh fer með hlutverk rannsóknarlög- reglumannsins Kurt Wallander sem er landsmönnum vel kunnur úr glæpasögum Henning Mankell. 22:35 A Dangerous Method 6,4 Dramatísk mynd frá 2011 með Keira Knightley, Viggo Mortensen, Michael Fassbender og Vincent Cassel í aðalhlut- verkum en leikstjóri er David Cronenberg. Myndin er byggð á sannri sögu um vísindamennina Carl Jung og Sigmund Freud, sem voru í fararbroddi á sviði sál- og geðrænna rannsókna á sínum tíma, og konuna sem kom upp á milli þeirra. 00:15 Sanctum Hörkuspennandi ævintýramynd sem fjallar um hóp kafara sem lenda lífshættulegum aðstæðum þegar þau leggja upp í skoðunarleiðangur um flóknasta hellakerfi í heimi. Myndin er fram- leidd af James Cameron höfundi Titanic og Avatar. 02:00 War, Inc. 03:45 Cleaner 05:10 Other Side of the Tracks 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr.Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:05 Once Upon A Time (2:22) 16:55 Secret Street Crew (5:6) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dans- rútínur með ólíklegasta fólki. 17:45 Dr.Phil 18:25 Happy Endings 7,4 (7:22) Bandarískir gamanþættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf að koma sér í kland- ur. Það er erfitt að eiga afmæli á jóladegi 25. desember en það er kannski þess vegna sem Jane er illa við jólin. 18:50 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Þrautirnar verða hámóðins þegar tískufyrirsæta og dóttir hennar keppa til leiks. 19:35 America’s Funniest Home Videos (44:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:00 The Biggest Loser (16:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 21:30 The Voice 6,4 (3:13) Spennandi söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans. Heimsþekktar poppstjörnur skipa sem fyrr dómnefndina en Christina Aguilera og Cee Lo Green snúa nú aftur eftir hlé. 00:00 Flashpoint (17:18) Spennandi þáttaröð um sérsveit lög- reglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 00:50 Excused Nýstárlegur stefnumótaþáttur . 01:15 Bachelor Pad (4:7) 03:15 Pepsi MAX tónlist 15:05 Landsleikur í fótbolta 16:50 Liðið mitt 17:20 Dominos deildin 18:50 Landsleikur í fótbolta (England - Svartfjallaland) 20:55 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 21:25 Sportspjallið 22:10 Meistaradeild Evrópu (Man. City - Bayern Munchen) 23:55 Landsleikur í fótbolta (England - Svartfjallaland) 01:55 Formúla 1 2013 - Æfingar 04:50 Formúla 1 2013 - Tímataka 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (3:24) 18:45 Seinfeld (19:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (22:24) 20:00 Það var lagið 21:05 It’s Always Sunny In Philadelphia (9:10) 21:30 Twenty Four (5:24) 22:15 A Touch of Frost 00:00 Hotel Babylon (1:8) 00:55 Footballers Wives (1:8) 01:50 Það var lagið 02:55 It’s Always Sunny In Philadelphia (9:10) 03:20 Twenty Four (5:24) 04:05 A Touch of Frost 05:50 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 Eurosport 07:45 Frys.com Open 2013 (1:4) 10:45 Golfing World 11:35 Frys.com Open 2013 (1:4) 14:35 PGA Tour - Highlights (38:45) 15:30 Frys.com Open 2013 (1:4) 17:35 Inside the PGA Tour (41:47) 18:00 Frys.com Open 2013 (1:4) 21:00 Frys.com Open 2013 (2:4) 00:00 Frys.com Open 2013 (2:4) 03:00 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Kraftasport Íþróttir og líkams- rækt, Hjalti Úrsus 3:8 21:30 Eldað með Holta Fiðurfé Holta í matreiðslu Úlfars. ÍNN 10:50 Joyful Noise 12:45 How To Make An American Quilt 14:40 Friends With Kids 16:25 Joyful Noise 18:20 How To Make An American Quilt 20:15 Friends With Kids 22:00 Killer Elite 23:55 This Means War 01:30 The Killer Inside Me 03:20 Killer Elite Stöð 2 Bíó 15:30 Cardiff - Newcastle 17:10 Liverpool - Crystal Palace 18:50 Landsleikur í fótbolta (England - Svartfjallaland) 20:55 Premier League World 21:25 Ensku mörkin - neðri deild 21:55 Fulham - Stoke 23:35 Messan 00:45 Man. City - Everton Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Gull 16:50 Jamie’s American Road Trip (4:6) 17:40 Raising Hope (4:22) 18:05 Don’t Trust the B*** in Apt 23 (4:7) 18:30 Funny or Die (5:12) 19:00 The Great Escape (5:10) 19:40 Smash (5:17) 20:25 Super Fun Night (2:13) 20:50 The X-Factor US (10:26) 21:35 Hunted (4:10) 22:35 Strike back (5:10) 23:20 Cougar Town (4:15) 23:45 The Great Escape (5:10) 00:25 Smash (5:17) 01:10 Super Fun Night (2:13) 01:35 The X-Factor US (10:26) 02:20 Hunted (4:10) 03:20 Strike back (5:10) 04:05 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví Stöð 3 Þættir byggðir á Fargo Persón- an Marge Gunderson mun ekki birtast í Fargo-þáttunum. M yndin What to Expect When You´re Expect- ing verður á dag- skrá Stöðvar 2 á laugar- dagskvöld. Myndin fjallar um fimm pör og hvernig líf þeirra fer á hvolf þegar þau eiga von á barni. Sem dæmi má nefna hvernig Gary kynnist nýrri hlið á eiginkon- unni Wendy þegar hormónarn- ir flæða um líkamann þegar hún verður ólétt. Hann rembist við að vera ekki eftirbátur föður síns, sem einnig á von á barni, eða tvíburum öllu heldur, með ungri eiginkonu sinni, Skyler. Meðal leikenda eru Cameron Diaz, Jennifer Lopez og Matthew Morrison. Myndin er á dagskrá klukkan 20.40. n Grínmynd um barneignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.