Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2013, Blaðsíða 40
40 11.–13. október 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Fínpússaður gullmoli“ „Grípandi mynd um róttækan vísindamann“ FIFA 14 Tölvuleikur Framtíðin ástin mín Maja Borg F yrir hlutverk sitt þurfti Obba að læra að spila sannfærandi á gítar og oft var erfitt að að leika á strengina með krókloppnum fingrum. „Ragnar spurði mig hvort ég kynni á gítar þegar hann bað mig um að lesa handritið. Ég játti því og sagðist kunna vinnukonugripin. Meira þurfti til og ég þurfti að fá góða aðstoð. Hana fékk ég frá nokkrum að- ilum, meðal annars frá Pétri Ben sem sá um tónlistina í myndinni. Sumir dagar voru erfiðari en aðrir í tökum. Stundum var ég með dofna fingur af kulda að reyna flókin og hröð gítar- grip og er reynslunni ríkari.“ „Head-bang“ er kúnst Obba þurfti líka að „head-banga“, eða þeyta flösu, eins og það útleggst á íslensku. „Ég er lélegur dansari og þessi tegund hreyfingar hentaði mér vel,“ segir Obba og hlær. „Þetta er al- gjör draumur fyrir mig, mér finnst þetta geðveikur dans og ég fæ mikla útrás við að „head-banga“. Ég er al- veg húkt. Ég er ennþá að ná tökum á tækninni. Ég fékk oft mikinn hálsríg við tökur en var sagt að maður eigi að slaka á hálsvöðvunum í mestu sveifl- unum. Þetta er mikil kúnst og skyldi ekki vanmeta. Ég var með vinum mínum og kærasta á Dillon eitt kvöldið. Þá komu nokkur góð lög í röð og við tókum upp á því að „head-banga“ í miklu stuði og það var ótrúlega gam- an.“ Góðar viðtökur Málmhaus var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto í flokkn- um samtíma heimsmyndir eða „Contemporary World Cinema“. Myndin fékk afar góðar viðtökur og var sýnd fyrir fullum sal og eft- ir sýninguna uppskáru aðstandend- ur lófaklapp. Erlendir aðilar hafa eftir þetta sýnt mikinn áhuga á myndinni sem þykir frumleg og spennandi. En skyldi Obba vera orðin þekkt í heimi þungarokkara? „Nei, ég hugsa nú ekki,“ segir hún. „Reyndar eru nokkur ný andlit búin að senda mér vinabeiðnir á Facebook og af mynd- unum að dæma þá hafa þau mikinn áhuga á þessari tegund tónlistar.“ Full lotningar Obba segist full lotningar yfir að- dáendum þungarokks. „Fólk sem hlustar á þessa tónlist hefur margt hvert gert það árum saman og hefur á henni djúpstæða þekkingu. Ég ber mikla virðingu fyrir því og er svolítið upp með mér að fá að skyggnast inn í þennan skemmtilega heim með því að bregða mér í hlutverk Heru.“ Svartar gúmmíköngulær stóra bróður Hún hefur þó einhverja innsýn í heim þungarokks. Eldri bróðir henn- ar hafði mikinn áhuga á þungarokki og þegar Obba var lítil var hún afar forvitin um þennan dimma og drungalega heim. „Bróðir minn er átta árum eldri en ég, hann var dæmigerður stóri bróðir og átti það til að hóta að henda kan- ínunni minni út um gluggann og svo- leiðis ef ég fór í taugarnar á honum. Hann var þungarokkari og í til- heyrandi klæðnaði. Ef það voru krakkar að pirra mig á leikvellinum þá náði ég stundum í hann til að skelfa þá. Og herbergið hans var svo- lítið svipað herbergi Heru í myndinni. Alsett plakötum og ég man að það héngu svartar gúmmíköngulær úr loftinu. Þetta fannst mér ofboðslega spennandi en ég mátti aldrei fara inn í herbergið hans. Ég stóð og skoðaði í dyragættinni. Það var gaman að grípa í þessar minningar úr æsku við tökur í myndinni.“ Lærði lögfræði Obba útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum 2009 og fór beint í Borgarleik- húsið. Það kom mörgum á óvart þegar hún söðlaði algjörlega um. Hætti í leikhúsinu og skráði sig í lög- fræði við Háskóla Íslands. „Mig vantaði aukavinnu og fór að vinna sem ritari á lögfræðistofu niðri í bæ. Þar vann ég á milli verk- efna í leiklistinni og varð fyrir sterk- um áhrifum. Ég sá hvað ég gæti not- að lögfræðina í margt, til að aðstoða fólk að leysa vandamál en líka til þess að öðlast dýpri skilning á gangverki samfélagsins. Ég ákvað því að skrá mig í lögfræði. Ég hugsa að ég hafi líka þurft á því að halda að breyta svolítið um sjón- arhorn. Ég sá það hins vegar ekki fyrr en eftir fyrsta árið í lögfræðinni. Þá lét ég þetta gott heita og hellti mér aftur af krafti í leiklistina.“ Kasper, Jesper og Jónatan á Grænlandi Obba sleit barnsskónum á Græn- landi og í Svíþjóð. Störf föður henn- ar í byggingarverkfræði leiddu fjöl- skylduna til Nuuk á Grænlandi þar sem hún lék sér í frelsi og náttúrufeg- urð. „Pabbi vann við að byggja frysti- hús í Nuuk. Mér fannst það æðislegt og ég á góðar minningar þaðan. Upp- lifði mikið frelsi í leik og náttúruna í kring. Þarna bjó ég til sex ára aldurs og átti tvo danska vini, tvíburabræð- urna Kasper og Jesper. Við áttum öll eins kuldagalla og það lá auðvit- að beint við að kalla mig Jónatan í gamni. Það skipti engu máli að ég kunni ekki tungumálið, við börnin redd- uðum okkur einhvern veginn. En þegar ég flutti frá Nuuk til Svíþjóð- ar þá talaði ég skringilega blöndu af dönsku og íslensku,“ segir hún og hlær. Frá Nuuk til Svíþjóðar Í Svíþjóð bjó Obba til ellefu ára aldurs. Þá flutti hún loks heim til Ís- lands. „Það er auðvitað alltaf erfitt að skipta um umhverfi. En í minn- ingunni voru flutningarnir ekki sér- staklega erfiðir. Ég saknaði auðvitað vinanna í Svíþjóð og fannst erfitt að kveðja þá en mér leið vel á Íslandi.“ Hún segist stundum hugsa hvað hefði orðið ef hún hefði verið áfram í Svíþjóð. „Ég flutti á mótunarárum og æskuvinkona mín í Svíþjóð átti eftir að fara allt aðra leið en ég í lífinu. Hún gekk í gegnum Goth-tímabil og er núna mikill áhangandi Judas Priest. Eltir þá um allar trissur og fer á tónleika. Ef ég hefði verið enn- þá heima þá hefði ég farið í sömu fótspor og hún. Kannski væri ég að ferðast um heiminn með henni og elta Judas Priest. Í staðinn þá var ég bara ósköp venjuleg unglingsstúlka.“ Ronja ræningjadóttir og Hera Obba segist finna tengingu við Heru í sterkum kvenhetjum Astrid Lind- gren. Þá sérstaklega Ronju ræningja- dóttur. „Ég er náttúrulega alin upp í Svíþjóð og Ronja er í uppáhaldi. Hún er svona fýldur krakki sem fer út og öskrar af og til. Svolítið eins og Hera sjálf. Ég er svo þakklát fyrir það að fá að leika svona sterka kvenpersónu. Heru er alveg sama um álit annarra og hefur enga þörf fyrir að vera prúð og brosa. Hún gerir það sem henni sýnist. Ég held að við tengjum sterkt við svona persónur, það er ástæða fyrir því að þessar sterku persónur á borð við Ronju og Línu langsokk eru jafnvinsælar og raun ber vitni. Við fáum einhverja útrás í gegnum þær.“ n „Ég er algjörlega húkt“ Þorbjörg Helga Dýrfjörð, kölluð Obba, fer mik- inn í hlutverki aðalsöguhetju kvikmyndarinnar Málm- haus í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Málmhaus segir frá Heru Karlsdóttur, sem lifir áhyggjulaus í sveitinni þar til áfall dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um. Í lamandi sorg tekur hún upp áhugamál bróður síns – þungarokk. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Obbu um þungarokkið, stóra bróður og svartar gúmmí- köngulær og „head-bangið“ sem hún er húkt á. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Orkulosandi Obbu finnst frábært að þeyta flösu. „Þetta er algjör draumur fyrir mig, mér finnst þetta geðveikur dans og ég fæ mikla útrás við að „head- banga“. MyNd SIGtRyGGuR ARI „Kannski væri ég að ferðast um heim- inn með henni og elta Judas Priest Alvöru þunga- rokkari í sveit Andrea Marta Vigfúsdóttir er bóndakona á sveitabænum Bræðrabrekku við Stað í Húnaflóa og staðfastur þungarokks- aðdáandi. Hún byrjaði að hlusta á þungarokk aðeins sjö ára að aldri. „Ég byrjaði mjög snemma að hlusta á þungarokk. Ég var um sjö ára þegar ég heyrði lagið Number of the Beast með Iron Maiden, þá varð ekki aftur snúið.“ Þeir sem byrja, hætta ekki Andrea Marta er alin upp undir Eyjafjöllum og þar þótti tónlistaráhuginn ekki óvana- legur. „Bræður mínir voru leikfélagar mínir og við hlustuðum öll á þessa tónlist. Frændi minn var vinnumaður á bænum og kom með þessa plötu. Iron Maiden voru þeir helstu og fylgja manni. Þeir eru og verða alltaf sérstakir í mínum huga,“ segir Andrea Marta. Blóð og dauðarokk í Húnaflóa Andrea Marta er með fjárbúskap, rekur litla verslun og setur skemmtilegan svip á sveitalífið við Húnaflóann. Hún segir starf bóndans fara vel saman við þungarokkið. „Það er auðvitað svolítið um blóð í bú- skapnum, og svo biður mig enginn um að lækka hér,“ segir hún og skellir upp úr. Á Hellfest Andrea Marta með Chuck Billy, söngvara Testament.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.