Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 20
Vikublað 3.–5. desember 2013 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Erum að fara á leynifund í LÍÚ, segi þér síðar Ég þarf að sætta mig við það að þurfa að gjalda þess að vera dóttir föður míns Þú ert óþverri Nýtt vikublað DV Gunnar Bragi Sveinsson í sms-skeyti til Vigdísar Hauksdóttur. – DV.is Edda Sif Pálsdóttir um uppsögn sína á RÚV. – Facebook Páll Magnússon við Helga Seljan. – Vísir V ikublað DV sem kemur fyrir augu lesenda í dag er sam- einað blað þeirra tveggja sem áður komu út á mánudög- um og miðvikudögum. Í stað tveggja 24 síðna blaða fær lesandinn eitt stórt blað. Á sama tíma er stórauk- in þjónusta á DV.is og meðal annars settur upp sérstakur vefur sem þjón- ar Suðurnesjum. Árangur af rekstri hans ræður því hve hratt verður farið í að koma upp sérhæfðri fréttaþjón- ustu í öðrum landshlutum. Sú að- gerð að sameina tvö blöð nú er í hag- ræðingarskyni. Aðgerðin felur ekki í sér samdrátt á ritstjórn. Framleiðsla verður aukin og munu þess sjást merki í blaðinu og á vefnum. Útgefendur DV gripu til þess ráðs fyrir fjórum árum að fækka tölu- blöðum úr fimm á viku í þrjú. Sam- hliða var lögð áhersla á að halda úti öflugri fréttaþjónustu á DV.is. Tap- rekstur hefur plagað félagið. Með auknu hlutafé og gríðarlegu átaki í hagræðingu í rekstri hefur tekist að snúa við rekstrinum. Vonir standa til að jafnvægi sé þar að nást. Útgáfa DV, Dagblaðsins og Vísis, er sú elsta á landinu. Árið 1910 stofn- aði Einar Gunnarsson dagblaðið Vísi í Reykjavík. Á 113 árum hefur útgáf- an haldið velli í mismunandi formi. Árið 1981 sameinuðust Vísir og Dag- blaðið undir merkinu DV. Þá hófst mikill blómatími í rekstrinum. Yfir 60 prósent þjóðarinnar lásu hið nýja DV þegar best lét. Um aldamótin tók að halla undan fæti. Síðustu árin hefur fjölmiðillinn þurft að heyja harða baráttu fyrir lífi sínu. Í dag geta velunnarar DV fagnað því að lesendur miðilsins hafa aldrei verið fleiri. Um 340 þúsund notend- ur heimsóttu vefinn í þar síðustu viku þegar enn eitt metið var slegið. Aðeins mbl.is er stærri ef litið er til lesturs frétta. Á aðeins fjórum árum hefur tekist að snúa gæfuhjóli DV í þessa veru. Það er engin leið að átta sig á því hve mörg ár þessi þróun sem felur í sér undanhald hefðbundinna dag- blaða á pappír mun taka. Það er þó alveg ljóst að teningunum er kastað. Dagblöðin verða aldrei eins og áður. Þeirra hlutverk hefur breyst í það að bjóða upp á efni sem liggur nær því sem tímarit hafa fjallað um. Morgunblaðið á pappír verður aldrei aftur inni á nánast hverju heimili. DV á pappír mun ekki ná til 60 pró- senta þjóðarinnar. Þess í stað náum við til enn fleiri í gegnum vefinn. Þeir fjölmiðlar sem skynja takt tímans munu fóta sig á nýjum tím- um. Þeir þurfa að umbreytast og að- lagast þeim veruleika að fréttaþjón- usta á pappír fellur ekki að hraða nútímans. Snjallsímarnir og spjald- tölvurnar sjá um að skúbba fréttum sem áður voru sagðar sem nýmæli daginn eftir. Prentuð orð á pappír lifa áfram en undir allt öðrum for- merkjum. Fréttamiðlar á borð við DV þurfa að finna hið gullna jafn- vægi milli vefútgáfunnar og þess sem gefið er út á pappír. Hefð- bundnar sjónvarpsstöðvar glíma við sama vanda. Netið er að ýta til hlið- ar tímasettu sjónvarpsefni. Fólk sest ekki lengur fyrir framan sjónvarpið til þess að horfa á fréttir klukkan 19. Fréttirnar streyma jafnóðum í sím- ana og tölvurnar. Og þeir sem vilja horfa á sjónvarpsþætti og bíómynd- ir geta gert það án milligöngu sjón- varpsstöðva. Komandi ár verða umbrotatímar fyrir alla fjölmiðla. Þróunin er hröð og óljóst er hvar jafnvægið er að finna. Kyrrstaða er ekki í boði. n Páll valtur Staða Páls Magnússonar útvarps- stjóra er afar veik eftir að hann náðist á myndband, trylltur af reiði, þar sem hann kallaði Helga Seljan óþverra. Helgi tók árás yfir manns sín af rósemi en nefndi að hann væri barnalegur. Páll baðst síðan afsökunar í hálfkær- ingi og mætti í Kastljós þar sem annar undirmaður hans, Sigmar Guðmundsson, spurði spurn- inga. Leynifundur og náttúra Upplýsingaleki Vodafone kem- ur hvað verst við Gunnar Braga Sveinsson, núver- andi utanríkisráð- herra, sem sýn- ir ákveðna takta í skilaboðum sínum til þing- flokks síns. Meðal annars vill hann „alls ekki að náttúruverndin komist að“. Þá upplýsti hann í öðrum skilaboðum að hann væri á leið á leynifund til LÍÚ. Nú segir ráðherrann það hafa verið grín. Framhjáhald sms Alvarlegri hlið á leka Vodafone snýr að einkamálum fólks sem sumt hvert hefur eitthvað að fela gagnvart maka eða fjölskyldu. Fjölmiðlar hafa lítt snert á þeim málum en að baki hinum upp- ljóstruðu sms-skilaboðum hafa þegar orðið fjölskylduharm leikir þar sem fólk hefur komist að ótryggð maka sinna í gegnum leit í skilaboðum. Aðsvif Bubba Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var í stórviðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi. Tilefnið var það helst að hann hafði fengið aðsvif heima hjá sér við Meðalfellsvatn og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Allt fór þó vel að lokum. Greining lækna leiddi í ljós að í lagi væri með kónginn sem er með jólaplötu á markaðnum. Bæjarstjóradraumur Lítið hefur farið fyrir Svavari Hall- dórssyni, fyrrverandi fréttamanni Ríkisútvarpsins, síðan hann hætti til að styðja konu sína, Þóru Arn- órsdóttur, í for- setaslagnum. Svavar dundaði sér við að skrifa hamborgarabók á skrifstofu sinni í Hafnarfirði. Þóra sneri aftur í Kast- ljósið eftir að hafa lotið í gras fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni í kosn- ingunum. Vefurinn eirikurjons- son.is segir frá því að Svavar stefni nú í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar undir merki Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfsagt vill hann verða bæjarstjóri. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Kyrr- staða er ekki í boði Mynd SiGTRyGGuR ARi Ríkisútvarpið á betra skilið A lmenningur hefur brugðist hart við fréttum af fjöldaupp- sögnum á Ríkisútvarpinu og ljóst að fólki er ekki sama um þessa stofnun sem hefur gríðarmikil- vægu hlutverki að gegna fyrir samfé- lagið allt. Almannaútvarp er grund- vallarstoð í lýðræðislegu samfélagi, til að tryggja upplýsta umræðu, til að tryggja að öll sjónarmið heyrist, til að sinna menningu og mannlífi um landið allt og tryggja fréttaflutning á öllum tímum. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarps- ins. Ætlunin var enn fremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinn- ar þannig að valnefnd, tilnefnd af Al- þingi, samtökum listamanna og há- skólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til takmark- anir á þátttöku Ríkisútvarpsins á aug- lýsingamarkaði en í staðinn rynni út- varpsgjaldið, sem allir greiða, óskert til útvarpsins. „Ekki maklegt“ hjá útvarpsstjóra Sú hugsun var ekki ný af nálinni. Þegar útvarpsgjaldið var tekið upp með lögum frá 2007 var það mark- aður tekjustofn og átti að renna óskert til Ríkisútvarpsins. Því var svo kippt úr sambandi í hruninu haustið 2008. Það var metnaðarmál mitt þegar ég lagði fram frumvarp um Ríkisútvarpið að þessari mörkun yrði að nýju komið á þannig að tekj- ur útvarpsins yrðu fyrirsjáanlegar og fyrirkomulagið væri gagnsætt. Því miður hefur nýr stjórnar- meirihluti hlutað þessi nýju lög í sundur. Meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að hlaupa til baka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um mörkun útvarpsgjaldsins verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Útvarpsstjóri talar í þessu sam- hengi um verk síðustu þriggja ríkis- stjórna. Það er ekki maklegt þegar haft er í huga að stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar jók eigið fé Ríkisútvarpsins um meira en hálf- an milljarð til að styrkja stöðu þess og vann að þeim nýju lögum sem gerðu ráð fyrir mörkuðum tekju- stofni Ríkis útvarpsins og naut þar stuðnings hluta stjórnarandstöð- unnar, meðal annars þingmanna úr Framsóknarflokki. Áform síðustu ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir að nettó- tekjur RÚV árið 2014 myndu aukast um 524 milljónir króna á verðlagi nóv. 2013 en þess í stað munu þær lækka um 314 milljónir. Það þýð- ir að niðurstaðan fyrir RÚV er 838 milljónum verri en áform fyrri ríkis- stjórnar gerðu ráð fyrir. „Afleiðingarnar blasa við“ Það er hins vegar val þeirrar ríkis- stjórnar sem nú situr að draga al- mennt úr tekjuöflun ríkisins en keyra í staðinn harða niðurskurðarpólitík. Afleiðingarnar blasa nú við – fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins þar sem til að mynda er sagt upp helmingi fastráðinna starfsmanna Rásar 1 sem er þó að flestra dómi hryggsúlan í almanna- þjónustu Ríkisútvarpsins. Erfitt er að sjá Ríkisútvarpið sinna lögbundnu hlutverki sínu – hvort sem það er á Rás 1, Rás 2, sem hefur gert íslenskri tónlist gríðarlegt gagn, eða Sjónvarp- inu þar sem hefur mátt sjá aukningu í íslensku efni á sviði umræðu, fróð- leiks og menningar. Það er dapurlegt að sjá þetta nokkrum dögum eftir að dagskrárgerðarkonan Jórunn Sig- urðardóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Kastljósið hlaut verðlaun Barnaheilla fyrir umræðu sína um ofbeldi gegn börnum. Það er þó hægt að breyta þessari stefnu ef raunverulegur vilji er til að efla almannaútvarpið. Það er hægt að ákveða að útvarpsgjaldið renni óskert til stofnunarinnar. Það er hægt að endurskoða þessar ráðstaf- anir og tryggja að allar ráðstafanir í fjárhagsáætlun rími sem best við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Eins og annað snýst þetta um for- gangsröðun. n „Það er hægt að ákveða að útvarpsgjaldið renni óskert til stofnunarinnar Katrín Jakobsdóttir þingmaður Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.