Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 6
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Ég tel mikilvægt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest í nýrri löggjöf. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra. 1. Hversu miklu fé hefur verið varið til dýpkunar Landeyjahafnar frá miðju ári 2010? 2. Hver vann launalaust að greiningu banaslysa í umferðinni frá upphafi bílaaldar? 3. Hverjir ætla að rannsaka norðurljós að Kárhóli í Reykjadal? SVÖR: 1. 1,1 milljarði króna. 2. Óli H. Þórðarson. 3. Kínverjar. BRUNCH UM HELGAR LAU & SUN FRÁ 11-16 A F M A T S E Ð L I V E G A M Ó T A Vegamótastíg 101 Reykjavík s. 511 3040 vegamot.is Lúxus brunch 2490 Hrærð egg, beikon, pastramiskinka, camembert, goudaostur, kartöflu r, ný bakað brauð, ferskir ávextir, tómat confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og pönnukaka með hlynsírópi. Sá breski 2390 Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og pönnukaka með hlynsýrópi. Klassískur Vegamótabrunch 2390 Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur, tómat confetti, grískt jógúrt og pönnu kaka með hlynsírópi. Léttur heilsubrunch 2090 Ristað speltbrauð, pastramiskinka, ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og grískt jógúrt. Pylsur, steikt egg, beikon, grískt jógúrt, brauð og pönnukaka. Íspinni fylgir barna brunch ALÞINGI Frumvarp til laga um lög- festingu notendastýrðrar pers- ónulegrar aðstoðar (NPA) fyrir fatlaða einstaklinga hefur ekki verið lagt fram. Þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt á síðasta kjörtíma- bili þar sem segir að ráðherra félagsmála skuli leggja fram frumvarp til laga á árinu 2014 þar sem NPA verði lögfest sem eitt meginform aðstoðar við fatlað fólk. Þetta kom fram í ræðu Bjart- ar Ólafsdóttur úr Bjartri fram- tíð í sérstakri umræðu á Alþingi í fyrradag um framtíðarfyrirkomulag aðstoðar við fatlað fólk. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði tilraunaverkefnið hafa gengið vel og þeir fötluðu einstaklingar sem hefðu fengið þjónustuna væru ánægðir með hana. „Ég tel mikilvægt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest í nýrri löggjöf,“ sagði Eygló. Rannsóknir benda til þess að þó stofnkostnað- ur við aðstoðina geti verið hár sé framtíðarábat- inn af verkefninu mikill þar sem hann ýtir undir atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og veitir þeim rétt til sjálfstæðs lífs. Fram kom í máli ráð- herra að tilraunaverkefn- ið hafi verið framlengt um tvö ár til loka ársins 2016. - sa Sérstök umræða á Alþingi um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða einstaklinga: Ráðherra vill lögfesta persónulega aðstoð BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR LÖGREGLA Skólastjóri Lögreglu- skóla ríkisins, Karl Gauti Hjalta- son, telur nauðsynlegt að auka þjálfun verðandi lögreglumanna í notkun skotvopna. „Það er af hinu góða að lögreglumenn hafi sem mesta færni í meðferð þeirra skotvopna sem lögreglan hefur yfir að ráða,“ segir hann. Samkvæmt frétt norsku frétta- veitunnar NTB í síðustu viku fengu nemar í norska lögregluhá- skólanum 54 kennslustundir í þjálfun skotvopna árið 2007. Í fyrra voru kennslustundirnar orðnar 102,5. „Ég tel að við séum ekki komin á þann stað sem Norð- menn eru á með skotvopnaþjálfun lögreglunema en skotvopnaþjálf- un lögreglunema í Lögregluskóla ríkisins hefur verið aukin á síð- ustu árum,“ segir skólastjórinn. Lögreglunemar í grunn- námi hafa fengið sömu fræðslu og þarf til að standast almennt skotvopna námskeið fyrir A-skot- vopnaréttindi. Þeir hafa fengið kennslu í öllum helstu gildandi lögum og reglum um skotvopn og veiðar. Því til viðbótar hafa þeir fengið fræðslu um þær skamm- byssur sem lögreglan hefur yfir að ráða auk verklegrar þjálfun- ar á þær. Samtals eru þetta um 15 kennslustundir, að sögn Karls Gauta. Hann greinir frá því að í fyrra hafi lögreglunemar í fyrsta skipti fengið grunnþjálfun á MP5- byssu. „Þeir sóttu tveggja daga námskeið í fyrra sem útkallslið lögreglu sótti á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og skólans. Á námskeiðinu fengu nemend- ur frekari verklega skot- þjálfun á skammbyssuna og MP5.“ MP5-hríðskotabyssa hefur verið hluti af þeim búnaði sem lögregla, það er sérsveitin, hefur haft yfir að ráða. Karl Gauti tekur það fram að þjálfunin á þessu námskeiði veiti ekki heim- ild til notkunar MP5-vopna. „Á námskeiðinu voru vopnin ein- göngu notuð sem hálfsjálfvirk vopn en ekki sem sjálfvirk vopn.“ Skólastjórinn segir að eitt af því sem hann muni leggja áherslu á næst þegar nemar verða teknir inn, að verkleg þjálfun í notkun skot- vopna verði aukin. „Ég tel nauðsynlegt að menn geti brugðist við ef þörf krefur.“ Það er skoðun hans að bæði skynsamlegt og nauðsynlegt sé að skot- vopn séu til taks í læst- um skáp í lögreglubílum þar sem langar vegalengdir eru á næstu lögreglustöð. „Það sama á ekki við á höfuðborgarsvæðinu. Hér er sérsveit,“ segir hann. ibs@frettabladid.is Þörf á meiri þjálfun í meðferð skotvopna Norskir lögreglunemar fá um 100 kennslustundir í meðferð skotvopna. Á Íslandi hafa kennslustundirnar verið 15 í grunnnámi lögreglunema. Skólastjóri Lögreglu- skóla ríkisins vill auka þjálfun verðandi lögreglumanna í notkun skotvopna. Í ÚTKALLI Sérsveit lögreglunnar að störfum á vettvangi. Lögreglunemar fengu í fyrra í fyrsta skipti grunnþjálfun á MP5-byssu. KARL GAUTI HJALTASON SAMFÉLAG Unglingar verja meiri tíma heima við en minni tíma í afþreyingu eins og lestur og minni tíma í hefðbundin félags- leg samskipti. Þetta eru meðal annars niðurstöður rannsókna á högum nemenda í þremur efstu bekkjum grunnskóla sem gefnar voru út í vikunni af fyrirtækinu Rannsóknir og greining. Margt forvitnilegt má greina í niðurstöðum rannsóknanna. Ungmennum sem stunda partí fækkar, en árið 1997 sögðust 11 prósent stelpna og stráka í 9. og 10. bekk fara í partí, en 3 pró- sent árið 2014. 45 prósent ung- linga stunda nær aldrei íþróttir og fjöldi þátttakenda í tónlistar- námi hefur dregist saman frá árinu 2006. Áfram dregur úr lestri bóka (4 klst. eða meira í hverri viku) meðal nemenda í 9. og 10. bekk (14 prósent), ef litið er til ársins 2012 (16 prósent). Þá segjast um 10 prósent nem- enda á höfuðborgarsvæðinu og tæp 11 prósent nemenda á lands- byggðinni horfa á myndbönd eða þætti í fjórar klukkustundir eða meira á dag. Rúm 14 prósent nemenda á höfuðborgar svæðinu og rúm 15 prósent nemenda á landsbyggð- inni verja fjórum klukkustund- um eða meira í samskiptamiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat á hverjum degi. Íslenskir nemendur telja hæg- læsi og aðra lestrarörðugleika hamla sér meira en nemendur á hinum Norðurlöndunum. - kbg Breytt hegðun unglinga sem verja fjórum tímum á dag á samskiptamiðlum: Partíin færri og drykkjan minni Unglingum í 9. og 10. bekk sem stunda partí fækkar 1997 11% 2014 3% Áfram dregur úr lestri bóka 2012 16% 2014 14% Nemendur í 9. og 10. bekk sem lesa 4 klst. eða meira í hverri viku. HEGÐUN OG LÍÐAN UNGLINGA VEISTU SVARIÐ? 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -3 0 C 8 1 7 E D -2 F 8 C 1 7 E D -2 E 5 0 1 7 E D -2 D 1 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.