Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 27
ÚTFARIR FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Kynningarblað Útfararstofa kirkjugarðanna, Fylgd, Ljónshjarta, Ný dögun, Andlát.is og Litlir englar. Tilgangur kirkjugarðanna með stofnun útfararstofu á árinu 1949 var „að lækka kostnað við útfarir og minnka allt prjál“. Þau orð voru í tíma töluð og eiga sjálfsagt að einhverju leyti enn við. Nútímaþjóð- félag hefur nýjar þarfir sem eru veg- vísar til framtíðar,“ segir Elín Sig- rún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfarar stofu kirkjugarðanna, stærstu útfararþjónustu á landinu. „Útfararstofa kirkjugarðanna hefur sterka stöðu en við sjáum um 47% af útförum á þjónustusvæði Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma og erum leiðandi fyrirtæki á þessu sviði. Fyrirtækið er þekkt fyrir fagmennsku og góða þjónustu,“ segir Elín. „Hluti okkar starfsfólks hefur þjónað við útfarir í meira en tuttugu ár og aðrir hafa fjölþætta reynslu sem nýtist vel í starfi. Starfsmenn okkar eru þekktir fyrir fagmennsku og fágun.“ Útfararstofa kirkjugarð- anna annast um það bil 600 útfarir á ári ásamt því að flytja 40 til 50 lík til og frá landinu. „Þar er um töluverða aukningu að ræða sem rekja má til fjölgunar er- lendra ferðamanna til Íslands og bú- setu og ferðalaga Íslendinga erlend- is,“ útskýrir Elín. Arður af rekstri útfararstofunnar rennur til eigand- ans sem er Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastsdæma og er notaður til samfélagslegra verkefna við rekstur kirkjugarðanna. Norræn samvinna „Útfararstofa kirkjugarðanna er fulltrúi Íslands í Nordisk Forum, samtökum útfararstofa á Norður- löndum. Það samstarf hefur gefið útfararstofunni mikið. Við höldum áfram að innleiða það besta sem út- fararþjónusturnar á Norðurlönd- um eru að gera í dag og heimsóttum nýverið framsæknar útfararstofur í Stokkhólmi og í Gautaborg. Segja má að á Norðurlöndunum sé nú lögð rík áhersla á að útfararþjónustan verði persónulegri, ódýrari og netvædd- ari.“ Val og neytendavernd ÚK leggur ríka áherslu á neytenda- vernd og afburðaþjónustu við við- skiptavini. Ætla má að hver maður eigi að meðaltali tvisvar viðskipti við útfararstofu á ævi sinni. Þau viðskipti fara fram þegar fólk er viðkvæmt og í sorg og segir Elín neytendavernd því mikilvæga á sviði útfararþjónustu. Útfararstofan leggur til að mynda áherslu á að útfararkostnaður sé þekktur áður en til útfarar kemur. „Við birtum verðskrá okkar á net- inu og stefnt er að því að viðskipta- vinum verði opnaðir fleiri valmögu- leikar varðandi einstaka þætti út- fararinnar svo þeir geti betur tekið upplýstar ákvarðanir um kostnað við útfarir,“ útskýrir Elín. „Þá mun fólk brátt geta fyllt út eyðublöð ÚK á netinu og pantað þjónustu rafrænt. Ástvinir eru oft erlendis þegar dauðs- föll verða og vilja gjarnan leysa mál og undirbúa ýmsa útfararþætti raf- rænt.“ Sálgæsla og lögfræðiþjónusta Á Norðurlöndunum er aukin áhersla lögð á sálgæslu og að undirbúningur útfara sé ekki einungis skráning upp- lýsinga um fyrirkomulag útfarar. Elín segir meðal annars stefnt að því að gefa fólki kost á samtölum varðandi undirbúning eigin dauða og útfarar. „Við munum auka þjónustu okkar á þessum sviðum og með sérmennt- uðu fagfólki. Við munum bjóða fólki að koma í viðtal til að ræða hinsta vilja og þá mun fólk geta bókað óskir sínar á heimasíðu okkar innan skamms.“ „Með þessari þjónustu er komið til móts við breyttar þarfir í samfé- laginu. Með ráðningu fagfólks vill útfararstofan dýpka og styrkja þjón- ustu við syrgjendur. Sú þjónusta kemur ekki í staðinn fyrir heldur er tengd sálgæsluþjónustu presta og allra þeirra sem sinna syrgjendum,“ útskýrir Elín og leggur áherslu á að útfararmál þurfi að vinna af þekk- ingu. „ÚK þjónar stórum hluta fjöl- skyldna erlendra ferðamanna sem látast á Íslandi og tengjast engum öðrum fagaðilum og því þarf starfs- fólk útfararstofunnar að sinna stuðn- ingi við fólk í djúpri sorg. Því er þörf á haldgóðri sálgæsluþekkingu.“ „Útfararstofan mun einnig bjóða upp á lögfræðiþjónustu við gerð erfðaskráa og kaupmála og jafn- framt þjónustu við frágang erfða- fjárskýrslu, að norrænni fyrirmynd. Þetta er nýung í starfi ÚK,“ segir Elín. Hún segir einnig tímann sem aðstandendur njóti þjónustu út- fararstofunnar lengjast með nýju áherslum. „Nú þjónar útfararstofan fjöl- skyldum frá andláti til útfarar. Aukin þjónusta lengir tímabil þjónustunn- ar við fjölskyldurnar. Fólk sem er að undirbúa eigin útför og vill vanda sig í frágangi allra mála vill að sama stofa eða stofnun, sem það treyst- ir, sjái um lagamálin og einnig út- fararmálin. ÚK virðir þessar þarf- ir og beiðnir og mun hefja þjónustu við fólk varðandi þennan málaflokk til samræmis við það sem gert er hjá systurstofnunum erlendis.“ „Það er von og stefna stjórnenda fyrirtækisins að breytingarnar muni styrkja starfsemi ÚK og einnig þróa útfararþjónustu almennt í þágu og til styrkingar fólki í sorg.“ Framúrskarandi fyrirtæki „Það er okkar sýn að útfararstofan eigi ávallt að vera framúrskarandi fyrirtæki. Við höfum nýlega feng- ið vottun frá Credit Info sem fram- úrskarandi fyrirtæki 2014 og einnig árið 2013. Útfararstofan er eina út- fararstofa landsins sem hefur feng- ið þessa vottun. Við fáum jákvæð viðbrögð við því sem vel er gert en við viljum jafnframt fá ábendingar um það sem betur má fara, þannig þróum við og bætum starfsemina.“ Nýjar áherslur og aukin þjónusta Á liðnu ári fagnaði Útfararstofa kirkjugarðanna því að 65 ár voru liðin síðan KGRP stofnuðu útfararstofu og jafnframt að liðin voru 20 ár frá því að ÚK varð sjálfstætt fyrirtæki. Stjórnendur Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. vinna nú að nýjum áherslum í rekstri fyrirtækisins til þess að koma sem best til móts við þarfir fólks í glímunni við dauða, sinn eigin eða ástvina. Hluti starfsfólks Útfararstofu Kirkjugarðanna hefur þjónað við útfarir í meira en 20 ár. „Starfsmenn okkar eru þekktir fyrir fag- mennsku og fágun.“ MYND/PJETUR önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -6 C 0 8 1 7 E D -6 A C C 1 7 E D -6 9 9 0 1 7 E D -6 8 5 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.