Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 40
8 • LÍFIÐ 30. JANÚAR 2015 Sykurneysla okkar Íslendinga hefur náð nýjum hæðum síðustu ár og erum við nú að nálgast topp heimslistans með ekki ómerkari löndum en Bandaríkjunum. Meðalsykurneysla hvers Íslend- ings nemur yfir 50 kílóum á ári – um einu kílói á viku og til að setja þetta í samhengi eru þetta 200 te- skeiðar af sykri á viku sem við erum að neyta. Neyslan er auð- vitað dreifð, eldra fólk borðar minna af sykri og yngra fólk borð- ar meira. Það sem er sláandi er þó magnið af sykri sem yngsta kyn- slóðin neytir en samkvæmt upplýs- ingum frá Neytendasamtökunum borðar leikskólabarn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag. Það gera um 19 kíló af sykri á ári sem er meðalþyngd fjögurra ára drengja. Svona mikil sykurneysla er meira en lifrin ræður við. Þegar það ger- ist breytir lifrin sykrinum í fitu. Algengustu afleiðingar offitu eru áunnin sykursýki, hár blóð- þrýstingur auk hjarta- og æðasjúk- dóma. Í heimildarmyndinni Fed Up kemur fram að árið 1980 voru engin þekkt tilfelli áunninnar sykur sýki meðal barna og ung- linga í Bandaríkjunum. Árið 2010 voru tilfellin 57.638. Samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í Læknablaðinu 2009 hefur áunn- in sykursýki tvöfaldast hjá íslensk- um körlum og aukist um 50% hjá konum frá 1967-2007. Í dag eru um fimm þúsund manns með sykur- sýki á Íslandi og 90% af þeim eru með áunna sykursýki. Síðan er það kostnaðurinn, en samkvæmt rannsóknum sem voru unnar við Háskóla Íslands og Há- skólann á Bifröst nemur kostnað- ur íslensks samfélags vegna of- fitu 5-10 milljörðum króna á ári. Ef Íslendingar færu í þjóðarátak og minnkuðu sykurneysluna og þar með ofþyngd sína þýddi það hrein- an krónusparnað upp á hundruð milljóna. Hvað getum við gert? Mataræði er stærsti einstaki áhættuþáttur í heilsu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir nú með að enn verði skorið á dag- lega sykurneyslu og það um helm- ing. Að minnka neysluviðmið um helming segir ansi mikið um al- varleika málsins. Stofnunin hefur nú einnig farið að telja með sykur í safa, þykkni og síróp sem hingað til hefur ekki verið gert, en mjög hefur verið hvatt til þess síðustu ár því þessar vörur eru ríkar af frúkt ósasykri. Mín skoðun er sú að við verðum sem þjóð að viðurkenna þetta risa- vaxna vandamál, við verðum að hefja forvarnir strax. Börn og ung- lingar borða hvað mest af sykri og liggur því beint við að byrja þar. „Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin mælir nú með að enn verði skorið á daglega sykurneyslu og það um helming. Gunnar Már Kamban einkaþjálfari og bókahöfundur Það þarf ekki að eyða miklum fjármunum í hreinsi- vörur fyrir heimilið heldur er hægt að nota margt sem leynist uppi í skáp. Það er bæði hagkvæmt, heilsusamlegt og umhverfisvænt. Prófaðu þessi ráð við næstu þrif og ef þig langar að bæta við smá ilmi þá getur þú sett nokkra dropa af blómadropum, ilm- kjarnaolíu eða sítrónusafa útí löginn. Edik Edik er kjörið til notkunar við þrif í baðherberginu, á gler- hurðir, flísar og í eldhúsinu því það leysir upp fitu og skán. Gott er að blanda um þriðjung ediks á móti vatninu. Ef óhrein- indin eru mikil má nota óþynnt edik. Einnig er mælt með að setja edikslausn í gegnum kaffi- vél til að hreinsa hana. Gott er að láta vélina hella tvisvar upp á með vatni áður hún er svo notuð. Ekki hafa áhyggjur af lyktinni sem fylgir ediki, hún er fljót að hverfa. Matarsódi Matarsódi eyðir lykt en einnig óhreinindum. Þú getur sáldrað matarsóda yfir bletti og nudd- að yfir með blautri tusku og svo skolað og þurrk- að með þurrum klút. Hægt er að nota matar- sóda til að þrífa bakar- ofninn og ná kaffi- blettum úr kaffikönnu eða boll- um. Ef bletturinn er erfiður þá getur verið gott að blanda grófu matarsalti saman við skrúbbinn. Ef þú ert með teppi sem er farið að lykta þá getur verið gott að strá matarsóda yfir teppið og ryksuga svo. Sítrónusafi Sítrónusafi getur bæði drep- ið bakteríur og fært góða lykt við þrifin. Það má bæta nokkr- um dropum af sítrónusafa út í hvaða náttúrulega hreinsilög sem er til að auka virkni hans og bæta ilminn. Það má svo að sjálfsögðu blanda ediki, matarsóda og sítrónusafa saman í lög og geyma í spreybrúsa og þá ertu komin með allsherjar- hreinsilög sem dugar á flestalla bletti á heimilinu. siggadogg@365.is ÞJÓÐARÁTAK GEGN SYKURNEYSLU Íslendingar eru að verða ein af feitari þjóðum heims en hvernig í ósköpunum komum við okkur í þessa stöðu? Það er hægt að gera matvör- ur heilsu- samlegri og draga úr magni syk- urs í þeim. Auka verður fræðslu um skað- semi sykurs og hvar hann er að finna. Þetta væri til dæmis hægt að gera með því að birta sykurinni- hald matvara svo auðveldara sé að sneiða fram hjá sykruðum vörum og velja aðrar sykurminni í stað- inn. Sykur er í einhverju formi í yfir 50% allra matvara svo verk- ið er ærið en ég trúi því að ef farið verður í samstillt átak til þess að minnka sykurneyslu þá er það hægt. Sjáið bara hvernig komið er fyrir sígarettunum. Við berum ábyrgð á okkar eigin heilsu og erum fyrirmyndir barna okkar. Það sem við setjum ofan í okkur hefur gríðarleg áhrif á heilsu okkar, sennilega mun meira en þig grunar. NÁTTÚRULEGAR HREINSIVÖRUR FYRIR HEIMILIÐ 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -C 9 D 8 1 7 E D -C 8 9 C 1 7 E D -C 7 6 0 1 7 E D -C 6 2 4 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.