Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGAllt fyrir heimilið FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 20156
Hann er frekar blandaður, gamall og nýr, lit-ríkur en líka einfaldur og stundum svolít-ið kitch,“ segir Selma Rut Þorsteinsdóttir,
hönnunarstjóri á auglýsingastofunni PIPAR/TBVA,
um stílinn heima hjá sér. „Ég elska fallega gamla
hluti, ekki er verra ef þeir eru með sögu eða sál og
svo er hönnunarhjartað alltaf veikt fyrir góðri hönn-
un. Annars er maðurinn minn frekar minímalískur,
á meðan ég er mikill safnari. Ég virðist óvart safna
að mér vösum og alls kyns bleikum aukahlutum. Ég
elska líka pínkulitla hluti; styttur, skrípla o.þ.h. og
lauma þeim hér og þar um íbúðina.“
Áttu þér uppáhaldshönnuð eða
uppáhaldstímabil í hönnunarsögunni?
Ég uni mér ágætlega í sixtís-tímanum í bland við
nútímann og slægi ekki hendinni á móti gömlu,
jafnvel smá sjúskuðu Eggi úr leðri frá herra A. Jac-
obsen. Hins vegar þykir mér líka voðlega vænt um
nýjasta húsgagnið, sófaborð úr hnotu, sem mágur
minn, Magni Kristjánsson, er að hanna og smíða
undir nafninu Skegg. Ég hef mikla trú á honum
í húsgagnasmíðinni í framtíðinni.“ Selma býr í
bjartri íbúð og segist strax hafa fallið fyrir frönsku
gluggunum. Stóri stofuglugginn setur mikinn svip
á íbúðina. „Það er alltaf jafn gaman að horfa út um
stóra gluggann í stofunni og ekki verra að það er
hægt að setjast í gluggakistuna. Það er líka lúmskt
kósý uppi hjá sonum mínum í risinu, sérstaklega í
rigningunni,“ segir Selma.
Hvað gerir heimili að heimili
í þínum huga?
„Fyrir utan það að allir þurfa að geta búið þar
og notið sín þá eru það litlu hlutirnir sem hafa
merkingu fyrir íbúana. Hekluðu dúkarnir henn-
ar mömmu, myndir barnanna, heimasmíðuðu
hlutirnir og í raun samsafn stíla. Ég held að það
sé varasamt að kaupa sér heilt innbú á of stutt-
um tíma, það verður hugsanlega ekki nógu pers-
ónulegur stíll. Það hefur a.m.k. hentað mér best að
bæta í hægt og rólega og frekar skipta út öðru við
og við. Fara með poka í Sorpu, koma svo við í Góða
hirðinum á leiðinni heim og bæta í safnið.“
Kitch með sögu og sál
Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri hjá PIPAR, býr í bjartri íbúð ásamt
fjölskyldunni. Hún er safnari og fellur fyrir hlutum með sál og litlum styttum
sem hún laumar um íbúðina. Hún segir litla hluti með merkingu fyrir íbúana
sé það sem geri hús að heimili.
Stóri franski
stofuglugg-
inn setur
mikinn svip á
stofuna. Selma
hefur raðað
litlum smá-
hlutum í einn
gluggann.
M
Y
N
D
/S
TE
FÁ
N
Teikningar og myndir prýða stigaganginn.
„Tekkstólinn keypti ég á net-
sölunni Normu á slikk og tekk-
skápinn keypti ég á netsölunni
Mublum og lét flytja með
Landflutningum frá Akureyri
og fannst afar fullorðinslegt.“
Sófaborðið er eftir
Magna Kristjáns-
son, mág Selmu,
en hann hannar
og smíðar undir
heitinu Skegg.
Björt og hlýleg borð-
stofan skartar bleikum
blómum og bleikum
kertum en Selma safnar
bleikum aukahlutum.
Teikningarnar eftir
krakkana hanga á
vegg á leið upp í risið.
Selma er safnari í sér og segist óvart
hafa farið að safna vösum.
Fjölskyldumyndirnar í svörtum
römmum setja svip á stofuna.
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
C
-6
6
5
8
1
7
E
C
-6
5
1
C
1
7
E
C
-6
3
E
0
1
7
E
C
-6
2
A
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K