Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 10
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 NOREGUR Norskur dómstóll mun í dag taka ákvörðun um það hvort Faraj Ahmad Najmuddin, yfirleitt þekktur undir nafninu Múllah Krekar, verði sendur til smábæjar- ins Kyrksæterøra í Noregi. Þar er ætlunin að hafa hann undir eftir- liti á heimili fyrir hælisleitendur. Sjálfur vill hann alls ekki fara þangað, heldur búa á heimili sínu í Ósló hjá fjölskyldu sinni. Hann var látinn laus úr fang- elsi á sunnudaginn. Þar hafði hann dvalið síðan 2012, dæmdur af hæstarétti fyrir ítrekaðar hót- anir gegn norskum stjórnmála- mönnum og fleiri einstaklingum í Noregi. Árið 2006 settu Sameinuðu þjóðirnar hann á lista yfir hryðju- verkamenn tengda Al Kaída-sam- tökunum. Á þeim lista er hann enn. Þegar hann gekk út úr fangels- inu í Kongsvinger, sem er skammt frá Ósló, talaði hann við fjölmiðla og þakkaði fangavörðunum fyrir almennilegheit en líkti jafnframt norska kerfinu við Norður-Kóreu. Hann hefur búið í Noregi síðan 1991, kom þangað flóttamaður frá Írak. Hann á eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa norskan ríkis- borgararétt, en sjálfur hefur hann aldrei fengið samþykkta umsókn sína um ríkisborgararétt. Strax árið 2003 vildu norsk stjórnvöld vísa honum úr landi. Árið 2007 staðfesti svo hæstirétt- ur Noregs að af honum stafaði hætta fyrir norska ríkið. Stjórnin hefur þó ekki getað vísað honum úr landi, vegna þess að ekki er til samningur við Írak sem tryggði að þar í landi yrði hann hvorki pynt- aður né tekinn af lífi. Krekar er frá Kúrdahéruðunum í norðanverðu Írak. Kúrdastjórnin þar hefur viljað fá hann framseld- an en ekkert hefur orðið af því af fyrrgreindri ástæðu. Hann var í Írak á árunum 2001 til 2003 þar sem hann stjórnaði Virðing RéttlætiVR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista uppstillinganefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 6. febrúar 2015. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 30. janúar 2015 Kjörstjórn VR STJÓRNMÁL Flestir, eða 38,6 pró- sent aðspurðra, telja Sjálfstæðis- flokkinn best til þess fallinn að leiða málaflokkinn „lög og regla almennt“, af þeim sem tóku þátt í könnun MMR um hvaða flokkar væru best til þess fallnir að leiða ýmsa málaflokka. Aðeins 7,8 prósent aðspurðra telja Framsóknarflokkinn best til þess fallinn að leiða þann mála- flokk. Nærri fjórir af hverjum tíu telja Vinstri græna best til þess fallna að stýra umhverfismálum. Einnig var fylgi flokkanna mælt í sömu könnun. Samkvæmt þeirri könnun er Framsóknarflokkurinn með minnst fylgi þeirra flokka sem eru á Alþingi. 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn nú samkvæmt könn- uninni. Sjálfstæðisflokkurinn er með um 27,3 prósenta fylgi. Björt framtíð og Samfylkingin mælast með 17 og 16 prósenta fylgi. Könnunin var gerð dagana 9. til 14. janúar meðal einstaklinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 993 einstak- lingar könnuninni. - sa Könnun um traust kjósenda á stjórnmálaflokkum: Vilja Sjálfstæðisflokk til að annast lagamál BJARNI BENEDIKTSSON Formaður Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Starfsmenn Fiski- stofu gagnrýna vinnubrögð Sig- urðar Inga Jóhannssonar sjávar- útvegsráðherra harðlega í bréfi til umboðsmanns Alþingis. Í bréf- inu eru athugasemdir við svör ráðherrans frá 12. desember um flutning Fiskistofu. Í svörum Sigurðar Inga til umboðsmanns lætur hann í veðri vaka að engin ákvörðun hafi verið tekin um flutning Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Starfs- menn benda á orð ráðherrans frá því í sumar um að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin. Telja þeir vinnubrögðin ráðuneytinu og ráðherranum til vansa, vera sið- ferðislega ámælisverð og til þess fallin að afvegaleiða eftirlitsstofn- un Alþingis. „Til að reyna að bjarga sér úr snöru löglausrar ákvörðunar eru nú búin til málsatvik með því að breyta ákvörðun í áform,“ segir í bréfinu. Bent er á að í lekamál- inu hafi umboðsmaður sagt rétt- ar upplýsingar forsendu þess að umboðsmaður geti lagt mat á lög- mæti ákvarðana og athafna stjórn- valds. Þann 27. júní síðastliðinn birtist fréttatilkynning á vef ráðuneyt- isins þar sem segir að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi kynnt ríkis- stjórn áform um að efla starfsemi Fiskistofu á Akureyri og flytja stofnunina þangað. Þar er ekki til- greint að um ákvörðun hafi verið að ræða, heldur aðeins um áform. Benedikt Sigurðsson, aðstoðar- maður ráðherra, sagði ekki rétt að verið væri að afvegaleiða umboðs- mann Alþingis. Inga Þóra Þórisdóttir, sviðs- stjóri hjá Fiskistofu, segir starfs- andann í stofnuninni ekki upp á marga fiska. Hið langvarandi álag sem fylgi fyrirhuguðum flutningi leggist þungt á starfsfólk. „Nú er svo komið að allir þeir starfs- menn hér í Hafnarfirði sem horfa upp á flutning starfs síns norður eru í virkri atvinnuleit,“ segir Inga Þóra. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson við vinnslu fréttar- innar. - sa Fiskistofustarfsmenn gagnrýna ráðherra harðlega: Segja umboðsmann afvegaleiddan af sjávarútvegsráðherra Hryðjuverkasamtökin Ansal al Islam voru stofnuð í Kúrdahéruðum Íraks árið 2001 og tengdust lauslega Al Kaída. Múllah Krekar var leiðtogi þeirra fyrstu árin, eða þar til hann hélt aftur til Noregs árið 2003. Kúrdastjórnin í norðanverðu Írak vill fá hann framseldan fyrir voðaverk liðsmanna samtakanna í þorpum, sem þau náðu á sitt vald. Í aðdraganda Íraksstríðs- ins árið 2003 héldu bandarísk stjórnvöld því fram að samtökin væru í samstarfi við Saddam Hussein, og reyndu þannig að sýna fram á tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Ansar al Islam SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON Starfsmenn Fiskistofu segja sjávarútvegsráðherra „reyna að bjarga sér úr snöru löglausrar ákvörðunar“. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vilja senda Múllah Krekar í einangrun Norsk stjórnvöld hafa árum saman verið í vandræðum með harðsvíraðan íslam- ista sem nú á að senda á heimili fyrir hælisleitendur í norskum smábæ. Sjálfur vill hann búa á heimili sínu í Ósló. Ekki hefur verið hægt að vísa honum úr landi. MÚLLAH KREKAR Krekar kraup til bænahalds í kuldanum á sunnudaginn var, nýkominn úr fangelsi í Kongsvinger, skammt frá Ósló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP hryðjuverkasamtökunum Ansar al Islam. Samtökin voru tengd Al Kaída og sjálfur segist Krek- ar hafa hitt Osama bin Laden í Pakistan á níunda áratug síðustu aldar, áður en hann flúði til Nor- egs. Sjálfur hefur hann aldrei farið dult með aðdáun sína á bin Laden: „Það leikur enginn vafi á því. Osama bin Laden er ærlegur og áreiðanlegur og hann ver tíma sínum til trúarbaráttu. Hann hefur afsalað sér veraldlegu lífi,“ sagði Krekar í norsku sjónvarpi. gudsteinn@frettabladid.is 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -8 9 A 8 1 7 E D -8 8 6 C 1 7 E D -8 7 3 0 1 7 E D -8 5 F 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.