Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 14
30. janúar 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Jón Gnarr og Júlíus Vífill Jón Júlíus Karlsson, sem er áhorfend- um frétta á Stöð 2 að góðu kunnur, hefur skrifað ritgerð um hvort Jón Gnarr hafi í raun verið borgarstjóri. Niðurstaðan er að svo hafi verið. Meðal viðmælenda Jóns Júlíusar í ritgerðinni er Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus segir meðal annars um Jón Gnarr: „Þarna var hann kominn á stað sem krafðist einbeitingar og að setja sig inn í störf sem snerust ekki beint um hann sjálfan heldur um hag annarra. Ég held að það hafi reynst honum of flókið að gera það,“ sagði Júlíus og Nútíminn greinir frá. Júlíus Vífill og Jón Gnarr Meira af því sem er hér að framan. Júlíus Vífill var ekki hrifinn af Jóni Gnarr sem borgarstjóra. Orðrétt: „Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir að hann gat ekki sinnt starfinu með sama hætti og aðrir höfðu gert fram til þessa. Þess vegna var stjórn- kerfinu breytt. Þannig stendur það enn þá. Það kemur svolítið á óvart að Dagur skuli ekki hafa breytt því aftur.“ Þá er það það, er stjórnkerfið betra eða verra eftir breytingarnar? Júlíus Vífill er viss: „Slík stjórnun, eins og var á síðasta kjörtímabili, gengur auðvitað ekki upp.“ Birgittu nóg boðið „Ég sat hérna rétt áðan og heyrði Árna Pál Árnason segja að hann væri hlynntur því að þetta yrði skoðað og svo kemur þingmaður úr Framsóknarflokknum og heldur því fram að þingmaðurinn hafi verið að segja eitthvað allt annað,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á Alþingi um Víglundarmálið. „Ég skil ekki svona þvælu. Ég skil ekki af hverju við þurfum að haga okkur eins og við séum á leikskóla. Getum við ekki farið að haga okkur eins og fólk? Ég bið ykkur um það, í það minnsta. Ástandið er alveg nógu ömurlegt í sumum nefndum,“ sagði Birgitta meðal annars. sme@frettabladid.is Árið 2000 komu þjóðarleiðtogar heims saman á vegum Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja Þúsaldarmarkmiðin svoköll- uðu. Markmiðin voru mótuð af fámenn- um hópi í kjallaraherbergi SÞ í New York, umhverfismarkmiði var skotið inn í á síð- ustu stundu. Þetta var í fyrsta skipti sem svo skýr markmið voru sett fram til að minnka fátækt í heiminum. Markmiðin eru átta og hefur þremur markmiðum verið náð á þessum 15 árum. Það hefur tekið tíma fyrir alþjóðasamfélagið að vinna eftir slíkum markmiðum og árangurinn hefði getað verið meiri, en þróunin er í áttina og enn eru ellefu mánuðir til stefnu. Árið 2015 koma leiðtogar frá aðildar- ríkjum SÞ saman á ný til að meta árangur markmiðanna og endurnýja. Ferlið hefur verið eitt það markverðasta í sögu samtak- anna og eflaust með flóknari stefnumót- unarferlum sem um getur, 193 aðildarríki og óteljandi hagsmunahópar. Markvisst hefur verið reynt að fá sem flesta að mótun þeirra, bæði almenning, stjórnvöld og félagasamtök. Allir eiga hagsmuna að gæta við þetta samningaborð og það hefur klár- lega flækt málin. Drög að markmiðunum voru birt í skýrslu framkvæmdastjóra SÞ í desem ber sl., um er að ræða 17 markmið með 169 undirmarkmiðum (sjá nánar á 2015.is). Samningaviðræður standa nú yfir með mánaðarlegum fundum í New York fram á sumar, síðan tekur Allsherjarþingið loka- ákvörðun í september. Þessi markmið munu gefa ríkjum heims þann möguleika að stefna á sjálfbærni að öllu leyti, ekki bara ríkisrekstri heldur fyrir alla vinkla sam- félagsins jafnt sem einstaklinga. Vinnuheiti markmiðanna hefur verið „sjálfbæru þró- unarmarkmiðin“ og verða þau líklega sett til 15 ára á ný. Þessi gríðarstóra markmiðasetning um þróun heims er ekki það eina stórtæka á árinu. Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 70 ára starfsafmæli sínu, sem gefur okkur tækifæri til að líta til baka á framlag sam- takanna til friðar, mannréttinda og þró- unar. Í tilefni þessara tímamóta hafa sam- tökin lýst því yfir að 2015 verði tileinkað ljósinu/ljóstækni og jarðveginum. Á þeim vettvangi verða ýmsir viðburðir hér á landi til að vekja athygli á þeim mála- flokkum. Það er kraftur í árinu, það eru sterkir hópar um allan heim með kröfur um aðgerðir, sérstaklega í kringum mótun nýrra markmiða en einnig í kringum lofts- lagsmálin. Í tilefni af ári ljóssins er ekk- ert annað í boði en að vera bjartsýn! Slík alheims markmiðasetning er söguleg og vonandi tekst með henni að skapa sann- gjarnari og sjálfbærari heim. 2015 sögulegt ár fyrir SÞ SÞ Berglind Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi M erkilega oft virðist hér umræða um gjaldmið- ilsmál fara í hringi án þess að þokast áfram. Þar hjálpar ekki til að fluttir eru inn hagfræðingar frá Danmörku til þess að vekja upp í henni gamla drauga. Einhverjir hafa nefnilega hent á lofti orð Lars Christensen, aðalhagfræðings Danske Bank, á fundi VÍB á miðvikudag, að Kanadadollar og norsk króna væru raunhæfari og betri valkostir í gjaldmiðilsmálum Íslands en upptaka evru. (Um leið virðist hann þeirrar skoðunar að krónan sé ekki málið.) Með öllu virðist gleymd viða- mikil skýrsla Seðlabanka Íslands sem út kom á haustdögum 2012 og nefndist „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“. Niðurstaða þeirrar skoðunar er að valkostirnir séu tveir, annars vegar endurbætt umgjörð krónu og afnám hafta, og hins vegar aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu. Í skýrslu Seðlabankans er einhliða upptaka annarrar myntar líka slegin út af borðinu með góðum rökum, svo sem vegna kostnaðar og skorts á baklandi fyrir fjármálafyrirtæki. Um leið er talið ólíklegt að önnur lönd yrðu til viðræðu um að heimila Íslandi afnot af gjaldmiðli eða vera hér lánveitandi til þrautavara án þess að fá um leið veruleg yfirráð yfir fjármálakerfinu. Seðlabankinn telur Kanadadollar raunar með sístu kostum, þrátt fyrir stöðugleika í stjórn peningamála þar. „Kanadíska myntsvæðið er lítið og engin önnur ríki tengjast því, viðskipti við Kanada eru nánast engin og tengsl kanadísku hagsveiflunnar og hinnar íslensku mjög takmörkuð,“ segir í skýrslu Seðlabankans. Niðurstaða Seðlabankans var nefnilega að utan krónu væri tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Evrusvæðið vegur langþyngst í utanríkisviðskiptum þjóðar- innar og erlendum skuldum hennar og er evran algengasta uppgjörsmynt erlendra viðskipta hennar ásamt Bandaríkjadal.“ Evrusvæðið væri jafnframt næststærsta myntsvæði heims. „Því fylgir tengingu við evruna viðbótarábati, vegna þess að fjöldi annarra ríkja gerir slíkt hið sama eða reynir að draga úr sveifl- um gagnvart henni.“ Og þótt tengsl innlendrar hagsveiflu við hagsveiflu evrusvæðisins væru takmörkuð þá bendi rannsóknir til þess að slík tengsl aukist jafnan við aðild að myntbandalagi. Í skýrslu Seðlabankans kemur líka fram að ætla megi að sveigjanlegt gengi krónu sé að jafnaði fremur til þess fallið að vera sjálfstæð uppspretta aukinna sveiflna í þjóðarbúskapnum en skilvirkt tæki til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Sá vandi einskorðist ekki við krónuna heldur sé eðlislægt einkenni mjög lítilla gjaldmiðla. Þótt Christensen og aðrir sérfræðingar Danske bank hafi í mars 2006 náð að benda á brotalamir í íslensku efnahagslífi sem hefðu átt að vera ráðamönnum hér augljósar þá fór yfir- vofandi alþjóðlega efnahagskrísan fram hjá þeim á sama tíma. Á sama hátt virðist stóra myndin utan seilingar í greiningu hans á kostum Íslands í peningamálum. Kostirnir eru tveir. Öðrum fylgir sjálfstæður sveiflu- og verðbólguvaldur og ávísun á gamalkunna hringekju efnahagsþró- unar, heldur skaðlegri, en ekki síður leiðinleg, en hringavitleysa í umræðu um efnahagsmál. Hvað þarf umræðan að fara í marga hringi? Gamlir draugar Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is www.snuran.is vefverslun S: 537-5101 Njóttu þess að versla heima í stofu og fáðu sent upp að dyrum 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -9 2 C 8 1 7 E C -9 1 8 C 1 7 E C -9 0 5 0 1 7 E C -8 F 1 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.