Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 4
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ FRUMSÝNING 29. JANÚAR Miðasala: Einnig í Gamla bíói frá kl 15-18 alla virka daga og 15-20 sýningardaga. Gamla bíó: 563 4000 • Hópasala: 786 3060 • eddan2015@gmail.com LANDBÚNAÐUR Lítið svigrúm er til þess að bæta rekstrarumhverfi garðyrkjubænda umfram það sem þegar hefur verið gert, en slíkum aðgerðum er settur þröngur rammi. Niðurgreiðslur til garðyrkjubænda hafa aukist um 19% frá 2003. Þetta segir meðal annars í skrif- legu svari Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, við fyrirspurn Fréttablaðsins er varðar óskir garðyrkjubænda um lægra raforkuverð. Tilefnið er fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylking- arinnar, í nóvember þar sem ráð- herra var inntur eftir fyrirheitum um lægra orkuverð til greinarinnar. Vildi Helgi horfa til þess að „hér fá aðrar stórar atvinnugreinar raforku úr framleiðslunni á miklu lægra verði en garðyrkjan“, eins og hann komst að orði í fyrirspurn sinni. Þá sagði Ragnheiður Elín að hún vænti þess „að innan skamms getum við kynnt hugmyndir til breytinga til samræmis við óskir garðyrkjubænda án þess að raska þeim grundvallarreglum sem raf- orkulög okkar byggja á og ítreka þann pólitíska vilja sem er í ríkis- stjórninni til að koma til móts við greinina.“ Í svari ráðherra til Fréttablaðsins segir að unnið sé að málinu innan ráðuneytisins og reglulegir fundir við garðyrkjubændur hafi skilað árangri. Að sama skapi hefur ráðu- neytið farið yfir þessi mál með þeim dreifiveitum raforku sem þjónusta garðyrkjubændur. „Að svo stöddu er erfitt að segja til um hvenær þeirri vinnu lýkur,“ segir Ragnheiður. Eins segir hún að niðurgreiðslu- hlutfallið í dag sé 87% í þéttbýli og 92% í dreifbýli. [Ríkið hefur greitt niður flutning og dreifingu raforku til garðyrkjubænda. Árið 2005 var gert ráð fyrir að niðurgreiðslan næmi 95% af flutnings- og dreifi- kostnaði raforku.] Hún segir að svigrúm dreifiveitna til að setja sérstaka gjaldskrá fyrir dreifingu raforku til garðyrkjubænda sé tak- markað þar sem samkvæmt raf- orkulögum beri þeim að haga gjald- skrám þannig að þær endurspegli eðlilegan tilkostnað í kerfinu. „Vegna tekjumarka sem dreifi- veitum eru sett þýðir lækkun á einn notanda hækkun á annan. Að auki þýðir lækkun til garðyrkjubænda lækkun til annarra sambærilegra stórra notenda, þar með talið fisk- vinnslu og annars iðnaðar. Til að viðkomandi dreifiveita geti haldið sig innan settra tekjumarka yrði hún því að hækka gjaldskrá til ann- arra viðskiptavina sinna, sem eru aðallega heimili og þjónusta.“ svavar@frettabladid.is Ráðherra segir snúið að bæta hag garðyrkjubænda Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir erfitt að bæta rekstrarumhverfi garðyrkjubænda meira en hefur verið gert. Í nóvember boðaði hún að hugmyndir stjórnvalda yrðu kynntar innan skamms. Í dag eru þær ekki í sjónmáli. Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku – samtaka orku- og veitufyrirtækja, segir að hvað raforkukostnað garðyrkjubænda varðar sé mikilvægt að halda til haga að þeir fá, einir atvinnugreina á Íslandi, raforkukostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. „Þetta er mjög myndarlegur stuðningur og skilar þeim flutnings- og dreifikostnaði undir einni krónu á kílóvattstund, á meðan dæmigerður viðskiptavinur sömu dreifiveitu í þéttbýli er að greiða yfir 9 krónur,“ segir Gústaf Adolf. Að hans sögn njóta garðyrkjubændur að öðru leyti ekki annarra kjara hjá íslenskum orkufyrirtækjum en önnur atvinnu- starfsemi. Samorka: Garðyrkjan nýtur sérkjara GRÆN STÓRIÐJA Garðyrkjan í heild sinni notar um 70 gígavattstundir á ári [70 milljón kílóvattstundir] og er því um að ræða orkusækna græna starfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL Félög Starfsgreina- sambandsins búa sig undir að vísa kjaradeilu sinni við Sam- tök atvinnulífsins (SA) til ríkis- sáttasemjara um leið og hafinn er undir búningur aðgerða. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins í gær. Vísað er til þess að launakröfur Starfsgreina- sambandsins hafi verið birtar SA síðasta mánudag og fulltrúar SA strax lýst því yfir að þær gætu ekki orðið grundvöllur viðræðna. Starfsgreinasambandið fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði. - óká Hefja undirbúning aðgerða: Deilu vísað til sáttasemjara VIÐSKIPTI Hagnaður Nýherja eftir skatta á síðasta ári nam 259 millj- ónum króna á síðasta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá árinu á undan þegar heildartap á árinu nam 1.608 milljónum króna. Vöru- og þjónustusala á árinu nam 11.572 milljónum króna, en var 10.940 milljónir króna árið á undan og 3.052 milljónir á fjórða ársfjórðungnum. Finnur Oddsson, forstjóri fyrir- tækisins, fagnar niðurstöðunni en segir að enn þurfi að stíga skref til að bæta afkomu. - jhh 259 milljóna hagnaður: Nýherji snýr tapi í hagnað FORSTJÓRI Finnur Oddsson segir þurfa að treysta eiginfjárhlutfall Nýherja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá NORÐANÁTT RÍKJANDI Í dag og næstu daga ríkja norðlægar áttir að mestu. Horfur á úrkomu N- og NA-til í dag en búast má við björtu veðri sunnan- og vestanlands. Á morgun dregur heldur fyrir sólina og á sunnudaginn kólnar enn frekar. -3° 4 m/s -3° 6 m/s -2° 3 m/s 0° 9 m/s Strekk- ingur SA- til, annars hægur vindur. Hæg N-læg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 2° 21° 0° 7° 15° 1° 3° 2° 2° 19° 4° 14° 22° 14° 9° 2° 2° 3° -5° 8 m/s 0° 14 m/s -2° 9 m/s -1° 8 m/s -3° 4 m/s -2° 5 m/s -10° 7 m/s -2° -2° -1° -2° -5° -2° -6° -9° -5° -6° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN 63 prósent samdráttur varð á veltu í skógrækt og skógarhöggi hérlendis milli áranna 2008 og 2013. Fyrra árið velti greinin 240,6 millj- ónum króna en það síðara aðeins 88,8 milljónum. Heimild: Hagstofa Íslands. FERÐAÞJÓNUSTA Ragn heiður Elín Árna dótt ir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyr- ir frum varpi um nátt úrupassa á Alþingi í gær. Útfærsla Ragnheiðar á gjald- tökunni hefur verið afar umdeild og voru skoðanaskiptin í umræðum um frumvarpið snörp. Ragnheiður sagði ekki hægt að horfa upp á náttúruna liggja undir skemmdum og sagðist sannfærð um að það væri meira í þessu máli sem sameinaði þing- heim en sundraði. Ragnheiður benti sérstaklega á í ræðu sinni að gjaldtökuheimildir væru til staðar í náttúruverndarlögum. Hún sagði það vera vegna þess að löggjafinn sjái að með tilliti til náttúruverndar sé möguleiki á að það þurfi að innheimta aðgangs- eyri til að tryggja fjármuni til uppbyggingar. Allir stjórnarandstöðuþing- menn sem stigu í pontu voru á móti útfærslu frumvarpsins. Helgi Hjörv ar, þingmaður Sam- fylk ing ar inn ar, taldi að með því væri verið að flækja skattkerfið og vildi heldur að gistináttagjaldi yrði breytt, líkt og Samtök ferða- þjónustunnar hafa lagt til. Kristján L. Möller, flokksbróð- ir Helga, sagði passann verstu leið sem ráðherra hefði getað valið. Hann furðaði sig einnig á því að frumvarpið væri lagt fram af ráðherra með skilaboðum um að hún vonaðist til að því yrði gjörbreytt af þinginu. - fbj Ráðherra ferðamála mælti fyrir frumvarpi um nýjan náttúrupassa fyrir ferðamannastaði á þingi í gær: Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum UMDEILT FRUMVARP Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra segir ekki hægt að horfa upp á náttúruna liggja undir skemmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vegna tekjumarka sem dreifi- veitum eru sett þýðir lækkun á einn notanda hækkun á annan. Að auki þýðir lækkun til garð- yrkjubænda lækkun til annarra sambærilegra stórra notenda, þar með talið fiskvinnslu og annars iðnaðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -B 5 5 8 1 7 E C -B 4 1 C 1 7 E C -B 2 E 0 1 7 E C -B 1 A 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.