Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 26
6 • LÍFIÐ 30. JANÚAR 2015 H laðgerður Íris Björns- dóttir er kölluð Hlalla og hún er listamaður, nú eða listakona. Saga listarinn- ar á Íslandi er slík að það gæti verið mikilvægt að taka annað hvort fram, eða bæði þar sem karl- ar máluðu en konur föndruðu. Hún var ein af fáum mæðrum í námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á sínum tíma. Hún þurfti fljótt að sanna og sýna að hún væri ekki að dunda sér við föndur held- ur væri hér á ferð listamaður sem gæti lifað af og sinnt listinni, sam- hliða uppeldinu. Það hefur hún svo sannarlega gert með listsýningum í virtum galleríum á Íslandi og víða erlendis samhliða því að ala upp fjögur börn. Hlalla tekur vel á móti mér með heimabökuðum kræsing- um sem eru lagðar fallega á borð. Hún er svo natin að hún meira að segja flóar mjólkina út í kaffið og rúllar upp pönnukökurnar. Við spjöllum um heima og geima og finnum fljótlega að við erum ansi líkar, bæði hvað varðar viðhorf til lífsins og ástríðunnar sem á það til að gleypa mann, sumir kalla það vinnu, aðrir lífsstíl, en fyrir okkur er það kjarninn. Hinn innri lífs- þráður. Ástríðan krefst rútínu Það er kúnst að sinna ástríðu sam- hliða heimilislífi. Hlalla legg- ur áherslu á rútínu og skipulag. Hún er með vinnustofu heima hjá sér og því getur skipt sköpum að vera skipulögð og ekki að pirra sig á smávægilegum heimilisþrif- um eða freistingunni að henda sér upp í sófa með góða bók. Vinnu- dagurinn byrjar þegar börnin fara í skóla og honum lýkur þegar þau koma heim. Þannig nýtir hún tím- ann frá skólalokum fram að hátta- tíma til að gera eitthvað með börn- um sínum. Ekkert sjónvarp er á heimilinu svo sköpunargáfan sem börnin hafa fengið í vöggugjöf frá foreldrum sínum fær að njóta sín í listaverkum barnanna sem prýða veggi eldhússins. Hlalla legg- ur mikla áherslu á samveru með börnunum þegar þau eru heima og þá skiptir ekki endilega máli hvað er verið að gera, bara að þau séu saman og athyglin sé á hvert öðru. Þegar mikið liggur við og stór sýn- ing er í vændum þá virkjar Hlalla tengslanetið sitt og börnin njóta góðs af samveru og gæðastundum með fjölskyldumeðlimum á meðan listin fær Hlöllu. Suðrænt slen Við tengjumst á margan hátt og erum líkar að miklu leyti. Við eigum hvorug sjónvarp, gerum allt til þess að lifa af ástríðunni okkar og eigum það til að gleyma stað og stund þegar við leyfum vinnunni að flæða yfir okkur. Stundum eru til peningar og stundum ekki. Áður en ættingjar farga mublum hringja þeir í Hlöllu. Líkt og munaðar- lausum börnum vill Hlalla helst bjarga þeim öllum og leyfa þeim að prýða enn eitt heimilið en því verður ekki alltaf komið við. Hér inni finnst lítil og dýrmæt saga í hverju einasta horni. Á heimilinu ríkir góður andi og greinilegt að hér er gott að vera, allt á sínum stað og börnin setja svip sinn á heimilið. Heimili Hlöllu er því hlý- legt, og það bókstaflega því hér er vel kynt sem er sérlega notalegt þegar úti blæs og snjókorn feykjast um á víð og dreif. Þessi mikli hiti gæti verið leifar af suðræna blóð- inu sem heillaði Höllu þegar hún var við nám í Ítalíu. Hlalla talar bæði ítölsku og sækir landið reglu- lega heim. Þó ílengdist hún ekki á suðrænum slóðum. Íslenska við- horfið togaði hana heim til ætt- jarðarinnar þar sem fólk lætur sér ekki nægja að hugsa bara um hlut- ina heldur lætur hendur standa fram úr ermum og framkvæm- ir. Hér verða hugmyndir að veru- leika. Hér fá konur að vera konur og eru stoltar af sjálfstæði sínu. Við státum líka af því að hér er aukið umburðarlyndi fyrir því að vera „öðruvísi“. Hér má synda á móti straumnum, ráða ferðinni, vinna við ástríðuna sína og afneita lífsgæðakapphlaupinu. Hér getur kona með mörg börn farið í nám, unnið sjálfstætt og séð fyrir fjöl- skyldu, þótt í því felist ekki sjón- varp, dýr bíll eða tískufatnaður. Hlalla ræður ferðinni Hún byrjaði ung að teikna og það hefur fylgt henni alla tíð. Hlalla málar myndir af börnum, aðal- lega sínum eigin eða í sínu nærum- hverfi og þá eftir eigin háttsemi. Hún velur fötin og aðstæðurnar, myndar börnin og málar þau svo. Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is FORRÉTTINDI AÐ FÁ AÐ MÁLA HLAÐGERÐUR ÍRIS BJÖRNSDÓTTIR er myndlistar- kona sem er margt til lista lagt. Hlalla, eins og hún er kölluð, málar áhrifaríkar portrettmyndir af börnum, gjarnan sínum eigin eða þeim sem eru í kringum hana. Hún er móðir fjögurra barna og málar í stofunni heima hjá sér. Hlalla prjónar mikið, föndrar með börnunum og bakar ýmsar kræsingar. Hlalla málar í stofunni heima hjá sér og kann mjög vel við það að vinna heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -B 6 1 8 1 7 E D -B 4 D C 1 7 E D -B 3 A 0 1 7 E D -B 2 6 4 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.