Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 56
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 28 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar Sex listamenn taka þátt í samsýn- ingunni #KOMASVO sem verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugar- dag. Á sýningunni er samband myndlistar, íþrótta og markaðar- ins skoðað. „Staða listamannsins úti á mark- aðinum gagnvart efniviðnum núna er allt önnur en hún var í gamla daga. Það er ekki verið að vinna skúlptúra úr steini eða blanda málningu sjálfur. Núna er verið að nota mikið af tækjum og tólum sem tengjast nútímaheiminum,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, og bætir við: „Það eru vörumerki á þessum hlutum, þannig að mynd- listarmaðurinn er alltaf hluti af markaðinum en reynir oft að fjar- lægja sig frá honum. Það sem þeir eru að gera í þessari sýningu er að taka markaðinn fram og sýna hann.“ Íris segir íþróttir og myndlist í raun eiga vel saman þótt grein- arnar séu oft á tíðum álitnar ótengdar. „Listamennirnir hafa tileinkað sér mjög íþróttamanns- leg vinnubrögð þegar þeir nálgast sýninguna. Það smitast inn í sýn- inguna bæði inn í vinnuferli og í afraksturinn.“ Liðsmennirnir hafa einnig tekið saman bylgjur álíkar þeim sem stuðningsmenn íþróttaliða gera oft. „Við höfum tileinkað okkur ákveðinn talsmáta eins og: Koma svo, strákar! Þetta verður algjör negla!“ segir Íris. Hópurinn hefur einnig stað- ið fyrir ljósmyndasamkeppni á Facebook og er hún hluti af sýn- ingunni. Sú mynd sem fær flest „like“ vinnur, verður prentuð út og gefin Listasafni ASÍ á Safna- nótt þann 6. febrúar. Unnið hefur verið með fyrir- tækjum á borð við Becks, Litróf og Kaffitár. „Það er oft verið að fela styrktaraðila í listum en ekki í íþróttum og við erum að reyna að tala bara mjög opinskátt um það hverjir koma að og hvernig,“ segir Íris, en einnig standa þau fyrir dósasöfnun til þess að styrkja sýninguna og eru gestir hvattir til þess að mæta með tómar dósir og flöskur á opnunina. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Ásgeir Skúlason, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Nikulás Stefán Nikulásson, Sigurður Atli Sigurðsson, Sindri Snær Leifsson og Sæmundur Þór Helgason. Sýn- ingin verður opnuð í Listasafni ASÍ á laugardaginn klukkan þrjú. gydaloa@frettabladid.is Við höfum tileinkað okkur ákveðinn talsmáta eins og: Koma svo, strákar! Þetta verður algjör negla. Samband myndlistar, íþrótta og markaðsins Sýningin #KOMASVO hefst á laugardaginn, sex listamenn koma að sýningunni auk framkvæmdastjóra. Gestir eru hvattir til þess að koma með tómar dósir. #KOMASVO Klósettpappír- inn er hluti af einu verki sýn- ingarinnar en einnig verður hægt að kaupa klósettpappír til styrktar sýningunni á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL m.a. BESTA MYND ÁRSINS Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI “AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING” “THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR” “EXCEPTIONAL” “FASCINATING & THRILLING” TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA INSPIRING BENEDICT CUMBERBATCH KEIRA KNIGHTLEY T H E I M I TAT I O N G A M E B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y O F A L A N T U R I N G TIME m.a. Besta myndin - Besti leikari í aðalhlutverki Besta leikkona í aukahlutverki - Besti leikstjóri Á sunnudaginn munu Bandaríkjamenn borða og borða og svo borða aðeins meira. Meira en á jólunum, meira en á gamlárskvöld og meira en á þjóðhátíðar- daginn sjálfan, 4. júlí. Raunar eru margir vestanhafs sem líta á fyrsta sunnudag í febrúar sem hinn eina sanna þjóðhátíð- ardag. Dömur mínar og herrar, það er komið að Superbowl Sunday. SEM FYRRVERANDI tengdasonur Bandaríkjanna bíð ég spenntur eftir sunnudeginum og ekki spillir fyrir að strákarnir mínir í Seattle Seahawks, sem eru ríkjandi meistarar, verða í eldlín- unni í Phoenix. Seahawks komst ein- mitt í úrslit Superbowl í fyrsta sinn árið 2006, fyrsta árið sem ég bjó í Seattle, og var magnað að upp- lifa þá stemningu sem myndaðist í borginni vikurnar á undan þegar liðið náði hverjum áfanganum á fætur öðrum. ÓLÍKT flestum öðrum íþróttavið- burðum í sjónvarpi mæta allir í partí óháð íþróttaáhuga. Fjórir tímar af fótbolta, kræsingum, félagsskap og auglýsingum. Auglýsingar brjóta nefnilega upp amerískar íþróttir, og reyndar annað sjónvarpsefni í tíma og ótíma, sem skemmtir fæstum. Nema í til- felli Superbowl. Barist er um auglýsinga- pláss og fyrir vikið leggja fyrirtæki mikið á sig að gera sem flottastar auglýsingar sem yfirleitt eru um leið þrælskemmtilegar. SJÁLFUR mun ég eðlilega klæða mig í Sea- hawks-treyjuna, henda í kjúklingavængi með alls konar sósum, sötra úrvalsbjór og troða í mig Skittles til heiðurs Marshawn Lynch, einni af hetjum Seahawks í skraut- legri kantinum. Sá svaraði öllum spurn- ingum á opnum fundi með blaðamönnum í vikunni á sama veg: „Ég er bara hérna svo ég verði ekki sektaður.“ NFL-deildin krefst þess að leikmenn hitti blaðamenn í aðdraganda leiksins. Það eru ekki síst hetjusögurnar sem gera amerískar íþróttir svo skemmtilegar. Mennirnir sem aldrei þóttu sérstaklega líklegir en ná svo hæstu hæðum. Það verður tilfellið hvort sem Tim Brady eða Russell Wilson, sem báðir komu bakdyramegin inn í leiðtogahlutverk sín á sínum tíma, leiða sveit sína til sigurs á sunnudaginn. Engin Bermúdaskál SVAMPUR SVEINSSON 2D 3:50 SVAMPUR SVEINSSON 3D 3:50 MORTDECAI 8, 10:15 PADDINGTON ISL TAL 3:50, 6 PADDINGTON ENS TAL 6 BLACKHAT 8 TAKEN 3 10:35 HOBBIT 3 3D (48R) 6, 9 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Miðasala og nánari upplýsingar FJÖLSKYLDUPAKKINN Barnafjölskyldur fá alla miða á barnaverði Miðasala á: MINNST 4 MIÐAR, A.M.K. 2 BÖRN Á ALDRINUM 2-12 ÁRA 5% 5% MR. TURNER KL. 5.45 - 9 WEDDING RINGER KL. 8 PADDINGTON - ÍSL TAL KL. 5.30 TAKEN 3 KL. 10.20 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 6 - 8 ÍSL . TEXTI BÉLIER FJÖLSKYLDAN KL. 8 - 10 ENSKUR TEXTI LYKTIN AF OKKUR KL. 10 ENSKUR TEXTI LULU NAKIN KL 6 ENSKUR TEXTI SVAMPUR SVEINSSON 2D KL3.30 - 5.45 - ÍSL TAL SVAMPUR SVEINSSON 3D KL 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL MORTDECAI KL. 8 - 11 MORTDECAI LÚXUS KL. 10 .25 THE WEDDING RINGER KL. 8 – 10.25 BLACKHAT KL. 10.25 TAKEN 3 KL. 8 - 10.25 TAKEN 3 LÚXUS KL. 8 PADDINGTON - ÍSL TAL KL. 3.30 - 5.45 THE HOBBIT 3 3D KL. 8 THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL 5 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.45 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.30 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -A C 3 8 1 7 E D -A A F C 1 7 E D -A 9 C 0 1 7 E D -A 8 8 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.