Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 31
KYNNING − AUGLÝSING Allt fyrir heimilið30. JANÚAR 2015 FÖSTUDAGUR 3 Fólk sem er að flytja að heiman í fyrsta skipti eða hefja fyrstu sambúðina á yfirleitt eitthvað inn á nýja heimilið en annað þarf að kaupa. Það getur reynt vel á budduna að hefja heimilishald og þess vegna bjóðum við upp á hagkvæma valkosti. Falleg gæðahönnun á góðu verði „Við leggjum áherslu á að bjóða hent- ugan húsbúnað fyrir hvers kyns að- stæður. Fólk sem er að flytja að heim- an í fyrsta skipti eða hefja fyrstu sam- búðina á yfirleitt eitthvað inn á nýja heimilið en annað þarf að kaupa. Það getur reynt vel á budduna að hefja heimilishald og þess vegna bjóðum við upp á hagkvæma valkosti. Það ættu sem flestir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi“, segir Birna Magn- ea Bogadóttir, sölustjóri hjá IKEA. Dæmi um sívinsælar gæðavörur sem eru á sérstaklega góðu verði nefnir Birna KALLAX-hillurnar og MALM- kommóðurnar, enda vandfund- ið það heimili sem ekki skartar öðru hvoru. „Eins fást borðbúnaðarpakkar með öllu því nauðsynlegasta, potta- sett og eldhúsáhöld á frábæru verði, sem sinna grunnþörfum í hverju eld- húsi.“ Birna segir í raun hægt að fá allt það nauðsynlegasta í hvaða herbergi heimilisins sem er. „Hvort sem þarf að kaupa sængur, handklæði, lampa eða sjónvarpsbekk, þá er úrvalið og verðið alltaf þannig að það ætti að vera auð- velt að koma sér upp fallegu heimili á hagkvæman hátt.“ Verslunin veitir innblástur Flestir leggja metnað sinn í að gera heimilið sem notalegast og það felst ekki síst í að nota aukahluti og smá- vöru til að setja punktinn yfir i-ið og gera það persónulegt. Ef þörf er á inn- blæstri er heimsókn í IKEA tilvalin til að fá góðar hugmyndir. Þar eru raðir af uppsettum herbergjum, og jafn- vel heilum íbúðum, sem hæfileika- ríkir hönnuðir verslunarinnar hafa innréttað af sinni alkunnu snilld. „Á nokkrum stöðum í versluninni er búið að setja upp herbergi þar sem sýnt er hvernig hægt er að nota ýmsar hagkvæmar lausnir sem við bjóðum upp á, og þar er til dæmis búið að setja upp hagkvæmar eldhús- og baðinn- réttingarnar. Það kemur fólki iðulega á óvart hvað hægt er að gera mikið fyrir lítið, án þess að slá af kröfum um gæði og fallega hönnun“, segir Birna. „IKEA hefur lagt metnað sinn áratug- um saman í að finna lausnir á góðu verði þannig að sem flestir geti notið þeirra. Dæmi um slíkt er nýstárleg notkun á hráefni, snjallar pökkunar- aðferðir og hagkvæm framleiðsla. Það er þó ekkert slegið af öryggiskröfum og allar vörur þurfa að standast ströng gæðapróf.“ Vel nýttir fermetrar stækka heimilið Þróunin á heimsvísu hefur verið að byggð hefur orðið þéttari og fermetr- unum á meðalheimilinu fer því frek- ar fækkandi en fjölgandi. Hérlend- is tíðkast frekar stór heimili miðað við víða annars staðar, en þó er fólk farið að huga betur að góðu skipulagi og snjöllum lausnum sem nýta pláss- ið sem allra best. IKEA hefur skap- að sér nokkra sérstöðu á því sviði og að sögn Birnu er mikið lagt upp úr góðu skipulagi hjá IKEA og þar ættu viðskiptavinir að geta fundið góða lausn á flestum vandkvæðum tengd- um plássleysi. „Það þekkja það flest- ir að finnast plássið alltaf fara minnk- andi þannig að heimilið fyllist. Það er þó ótrúlegt hvað gott skipulag getur áorkað miklu og á litlu heimili gegn- ir það lykilhlutverki í að halda því snyrtilegu og stílhreinu þótt plássið sé af skornum skammti.“ Innbúið á einum stað Það er stórt skref að flytja í nýja íbúð, sérstaklega þegar flutt er að heiman í fyrsta skipti. Þótt eitthvað hafi verið hugað að því að safna í „búið“, þá er fljótt að tínast til á listann yfir húsgögn, heimilistæki og borðbúnað sem þarf á nýja heimilið. IKEA hefur nokkra sérstöðu að því leyti að þar er hægt að fá nánast allt fyrir heimilið í einni ferð, allt frá innréttingum og stærri húsgögnum niður í matinn í kæliskápinn. „IKEA hefur lagt metnað sinn áratugum saman í að finna lausnir á góðu verði þannig að sem flestir geti notið þeirra,” segja þær Auður Gunnarsdóttir, Aldís Axelsdóttir og Birna Magnea Bogadóttir, sölustjórar IKEA. MYND/GVA 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E C -6 6 5 8 1 7 E C -6 5 1 C 1 7 E C -6 3 E 0 1 7 E C -6 2 A 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.