Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 20154 ÓLÍKIR GREFTRUNAR SIÐIR Þegar fólk hefur verið lagt til hinstu hvílu hefur það verið lagt í nokkrar mismunandi stellingar. Minjar um að fólk hafi verið lagt með hendur í kross ofan á brjósti ná til fornra menningarsamfélaga svo sem Kaldea þar sem „X“ táknaði skýjaguð þeirra. Einnig voru egypskir konungar og guðir sýndir með krosslagða arma, til dæmis guðinn Ósíris. Fólk er lagt með arma niður með síðum eða með krosslagðar hendur. Yfirleitt er fólk lagt á bakið og í einhverjum tilfellum á grúfu en í sumum samfélögum er það talið merki um vanvirð- ingu. Aðrir siðir segja að leggja eigi fólk með fæturna dregna upp að brjósti. Stríðsmenn í sumum fornum samfélögum voru grafnir í uppréttri stöðu. Í gegnum tíðina hafa grafir krist- inna manna snúið í austur-vestur og höfuðið látið liggja við vestari enda grafarinnar. Í íslam er fólk látið snúa höfðinu til hægri í átt til Mekka. Duftker geymd í fallegum og persónulegum hillum Hillurnar eru gjarnan skreyttar fallegum blómum. Víða um heim má finna svokölluð Columb- arium, sem eru byggingar með hillum eða jafnvel útihillum, þar sem hægt er að geyma duftker og ganga að þeim allan ársins hring. Slíkar byggingar eru ekki til hér á landi en fyrir nokkrum árum kom fram sú hugmynd að reisa eina slíka í duftreitnum Sóllandi við Fossvogskirkju í Reykjavík. Þær má hins vegar finna víða í Evrópu og Bandaríkjun- um þótt byggingar þeirra séu jafnt og þétt á undanhaldi. Hver hilla hýsir þá eitt duftker sem er geymt þar í mislangan tíma, allt frá fimm árum til tuttugu ára. Hillurnar eru tekn- ar á leigu af aðstandendum og þær gjarn- an skreyttar með myndum af þeim látna, blómum og jafnvel öðrum persónuleg- um munum. Þegar leigutíminn er liðinn er öskunni jafnan dreift yfir þar til gert svæði innan kirkjugarðsins. Byggingarnar eru stundum hluti af grafhýsum en geta líka staðið einar og sér. Fyrr á öldum voru marg- ar þeirra að öllu leyti neðanjarðar eða að minnsta kosti stór hluti þeirra. Meðal frægra Columbarium-bygginga má nefna Columb- arium of Pomponius Hylas í Róm á Ítalíu, Père Lachaise Cemeteryin í Paris og Golders Green Crematorium sem er í London. ELSTI SÁLMUR ÍSLANDS Heyr himna smiður er einn ástsæl- asti útfararsálmur Íslendinga. Hann er jafnframt elsti varðveitti sálmur Norðurlanda, en sálminn orti Kolbeinn Tumason, goðorðs- maður og skagfirskur höfðingi, árið 1208. Talið er að Kolbeinn hafi ort sálminn suttu áður en hann féll í Víðinesbardaga þar sem Kolbeinn fór ásamt liði að Guð- mundi Arasyni, biskupi á Hólum. Sálmurinn er sunginn við lag Sigvalda Kaldalóns. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -6 C 0 8 1 7 E D -6 A C C 1 7 E D -6 9 9 0 1 7 E D -6 8 5 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.