Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 16
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Í tengslum við kjarasamn- inga Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands undirrituðu ráð- herrar í ríkisstjórn vilja- yfirlýsingu um mikilvægi heilbrigðiskerfisins og vilja til að styrkja frekar heilbrigðisþjónustu í land- inu. Ráðherrar og læknar hafa frá stofnun heilbrigð- isráðuneytisins 1970 öðrum fremur mótað heilbrigðis- kerfi landsmanna í núver- andi mynd. Það er því rík ástæða til að fylgjast með framvindu þessarar yfir- lýsingar. Markmið heilbrigðiskerfisins er að tryggja landsmönnum „aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ og „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigð- isþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði“. Rannsóknir á þróun kerfis- ins sýna að svo virðist sem íslensk- ir stjórnmálamenn séu ófærir um að veita þessum markmiðum for- ystu og tryggja að skipulag, inn- viðir og gangverk kerfisins fylgi þeirri stefnu sem þar er mörkuð. Markmið sem miða að því að hækka útgjöld til heilbrigðis- mála á Íslandi til samræmis við nágrannalöndin eru t.d. varhuga- verð. Slík markmið geta virkað sem útboð fyrir fyrirtæki í leit að við- skiptatækifærum, m.ö.o. ávísun á einkavæðingu að hætti ríkisstjórn- ar Blairs í Bretlandi. Gera verður ráð fyrir að kjörnir fulltrúar sem semja fyrir hönd landsmanna við lækna um heilbrigðiskerfið taki mið af hugmyndum almennings um kerfið. Til er skoðanakönnun sem sýndi að um 80% aðspurðra vildu að heilbrigðisþjónustan væri fyrst og fremst á hendi hins opin- bera og að 94% vildu að meira fjár- magni yrði veitt í heilbrigðisþjón- ustu úr opinberum sjóðum. Hvergi er að finna í viljayfirlýsingu ráð- herranna og læknanna staðfestingu sem með óyggjandi hætti tekur mið af þessum skoðunum landsmanna. Skammgóður vermir Ef jöfnuður í heilbrigðisþjónustu er markmið, þá er aukinn einkarekst- ur ekki svarið. Jöfnuður í þessu samhengi er viðfangsefni stjórnmálanna; ekki mark- aðarins. Þá er einkarekstur skammgóður vermir fyrir þá sem vilja ná markmið- inu um skilvirkari þjónustu og hagkvæmari nýtingu fjármagns og þekkingar. Reynsla og rannsóknir sýna að þegar fram í sækir hafa stjórnvöld minni stjórn á útgjöldum til heil- brigðismála eftir því sem hlutur einkarekstrar er meiri innan kerfisins. Á Íslandi hafa læknar ítrekað komið í veg fyrir þjónustu- stýringu innan kerfisins; síðast í harðvítugri deilu sjúkrahús- og sérgreinalækna annars vegar og heilsugæslulækna hins vegar árið 1995 þegar tilraun var gerð til að koma á tilvísanakerfi í anda þess sem þekkist í nágrannalöndunum. Læknar sem fagstétt eiga ekki aðeins faglegra hagsmuna að gæta innan heilbrigðiskerfisins, heldur ríkra viðskiptahagsmuna. Fjárfest- ingar einkaaðila í lækningatækjum og búnaði þurfa tekjur til að standa straum af slíkum fjárfestingum. Þessar tekjur koma úr opinberum sjóðum og úr vösum sjúklinga. Í læknisþjónustu á Íslandi er fram- boð á þjónustu ekki óháð eftirspurn þar sem sömu læknar sjúkdóms- greina, meta þörfina fyrir þjónustu og ákvarða þar með eftirspurnina. Margir læknar sem starfa hjá hinu opinbera starfa einnig á einkastof- um. Bæði læknar og sjúklingar geta farið á milli þessara þjónustu- kerfa að vild. Hættan á árekstrum þar sem takast á viðskiptahags- munir lækna og hagsmunir hins opinbera sem gætir almannahags- muna er augljós. Hin ósýnilega hönd stjórnmálanna Ákvarðanir stjórnvalda hafa lagt grunninn að því tvískipta kerfi sem einkennir íslenska heilbrigð- iskerfið í dag. Árið 1981 afgreiddu stjórnvöld launakröfur sjúkrahús- lækna með því að hvetja lækna til að vinna meira á einkastofum. Þá, eins og nú, þóttu launakröfur læknanna háar og líklegar til að hleypa upp þeim samningum sem þegar höfðu náðst í almennum kjarasamningum. Á einkastofum gátu læknar innheimt fyrir unnin verk, sent Tryggingastofnun (TR) reikninginn og þannig hækkað tekjur sínar án þess að hækkunin kæmi fram í vísitölunni, sem var undirrót óðaverðbólgunnar sem þá var efnahagslegt viðfangsefni stjórnvalda. Þarna var í tíð ráð- herra Alþýðubandalagsins tekin afdrifarík ákvörðun við mótun heil- brigðiskerfisins. Í apríl 2011 voru samningar sér- greinalækna lausir. Ólíkt því sem gerðist í lok árs 1997, þegar TR greiddi ekki fyrir þjónustu sér- greinalækna eftir að samning- ar þeirra runnu út og sjúklingar þurftu að greiða þjónustu þeirra úr eigin vasa, þá heimilaði ráðherra Samfylkingarinnar sérgreinalækn- um að starfa áfram á samningun- um án þess að greiðslur ríkisins hækkuðu. Þetta gaf sérgreina- læknum svigrúm til að hækka sína gjaldskrá og sækja þannig launa- hækkun sína í vasa sjúklinga. Það var svo ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins sem með samningum í lok árs 2013 lét ríkið taka þá hækkun yfir, þegjandi og hljóðalaust. Stórtækar sameiningar á lykil- stofnunum heilbrigðisþjónustunn- ar á höfuðborgarsvæðinu marka skref í átt til einkarekstrar. Sam- einingarnar hafa skapað fábrotn- ari og ósveigjanlegri vinnumarkað fyrir sérmenntað heilbrigðisstarfs- fólk. Stærð stofnananna hefur gert rekstur þeirra sýnilegri á fjárlög- um ríkisins og veikt stöðu þeirra gagnvart fjárveitingarvaldinu, sem með reglulegu millibili hefur hert á kröfunni um hagkvæmni og skilvirkni í rekstri. Stofnanirnar eru því nú varnarlausari gagnvart rökum sem vilja „báknið burt“. Þannig hafa sameiningar ráðherra Framsóknarflokksins búið í hag- inn fyrir þá sem vilja réttlæta enn frekari einkavæðingu innan kerf- isins. Samið um heilbrigðiskerfi ð Gísli Sigurðsson íslensku- fræðingur ritar grein í Fréttablaðið 28. janúar þar sem hann vænir undirrit- aðan m.a. um að fara með „margtuggin ósannindi“ í grein um rammaáætlun tveimur dögum fyrr. Þá hefur hann m.a. uppi stór orð um meint áform Lands- virkjunar um alþjóðlegt brautryðjendastarf með seiðaveitum og um það sem hann kallar ráðgjöf færustu alþjóðlegra sérfræðinga í áhrifum virkjana á göngu- fiska. Þeir sérfræðingar hafa raun- ar aldrei verið nafngreindir en á vegum sama aðila og vísaði upphaf- lega til þeirra kom hingað erlendur þörungafræðingur og fjallaði um reynslu úr tiltekinni á erlendis. Í kjölfar þessara athugasemda var skipaður sérstakur hópur sérfræð- inga á vegum rammaáætlunar til að fjalla um möguleg áhrif virkj- ana á laxfiska í Þjórsá, og erlendir sérfræðingar fengnir til að leggja mat á þá vinnu. Niðurstaða allrar þessarar yfirferðar er í raun sú að ekkert nýtt hafi komið fram frá því að Veiðimálastofnun fjallaði um málið í tengslum við umhverfismat framkvæmda árið 2002, þar sem umræddar virkjanir í Þjórsá voru samþykktar með skilyrðum. Sáttin var rofin Megintilgangur Gísla virðist vera sá að andmæla skrifum undirrit- aðs þess efnis að á vettvangi stjórn- málanna hafi verið rofin sátt um rammaáætlun, þegar horfið var frá faglegum niðurstöðum verkefnis- stjórnar 2. áfanga. Hér verður sú lýsing ekki endurtekin, á hinu tvö- falda pólitíska ferli sem færði fyrst tólf og síðar sex orkukosti í átt frá nýtingu til verndar. Athyglisvert er að Gísli segir einmitt tímabundinn meirihluta á Alþingi ekki hafa heimild til að taka pólitískar ákvarð- anir sem gangi þvert á rök- studd fagleg sjónarmið. Þar fer hann raunar rangt með, endan- legt ákvörðunarvald er einmitt á hendi Alþingis, þótt sáttin grund- vallist á að farið sé að hinum fag- legu niðurstöðum. Gísli einbeitir sér síðan að skrifum um fyrrnefnda virkjanakosti í neðri hluta Þjórsár, þ.e. þrjá af þeim átján orkukost- um sem færðir voru til á vettvangi stjórnmálanna. Vandséð er hins vegar hvernig laxfiskarnir í Þjórsá ættu að geta valdið því að t.d. Skrok- kölduvirkjun var færð úr nýtingar- flokki í biðflokk. Seiðaveitur eru vel þekkt tækni erlendis. Í tilviki fyrirhugaðra virkj- ana í neðri hluta Þjórsár er gert ráð fyrir að gripið verði til slíkra mót- vægisaðgerða strax frá upphafi, en gjarnan er gripið til slíkra aðgerða eftir á. Hitt er svo annað mál, að það á alls ekkert að vera hlutverk verk- efnisstjórnar um rammaáætlun að fjalla um hvort skilyrði mats á umhverfisáhrifum framkvæmda séu uppfyllt. Verkefnisstjórnin á að vinna sína vinnu á grundvelli laga um umhverfismat áætlana. Það er svo hlutverk framkvæmdaleyfis- gjafans að taka afstöðu til þess hvort mætt hafi verið skilyrðum umhverfismats framkvæmda. Af laxfi skum í Þjórsá o.fl . Fyrir skemmstu var for- stjóri fangelsismálastofn- unar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auð vitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norð- menn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldu- tengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erf- iðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsis- málastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ást- vinum og ættingjum.“ Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbún- ingur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dóm- þoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistun- aráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þess- ari nálgun sinni hefur Norðurlönd- unum tekist að lækka endurkomu- tíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsis- svipta fólk. En meðan horft er fram hjá aðal- atriðunum er áfram haldið fram- kvæmdum við byggingu „kjöt- geymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hag- kvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fang- elsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli! Hvar á að vista fanga? HEILBRIGÐIS- MÁL Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands FANGELSISMÁL Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi ORKUMÁL Gústaf Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrir- tækja Veit á vandaða lausn FA S TU S _H _0 9 .0 1 .1 5 MEÐ MÁLIN Á HREINU Allt fyrir rannsóknarstofuna Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 ➜ Stórtækar sameiningar á lykilstofnunum heilbrigðis- þjónustunnar á höfuð- borgarsvæðinu marka skref í átt til einkarekstrar. Sam- einingarnar hafa skapað fábrotnari og ósveigjanlegri vinnumarkað fyrir sér- menntað heilbrigðisstarfs- fólk. ➜ Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunveru- lega máli! ➜ Vandséð er hins vegar hvernig laxfi sk- arnir í Þjórsá ættu að geta valdið því að t.d. Skrokkölduvirkjun var færð úr nýtingar- fl okki í biðfl okk. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E B -E 5 F 8 1 7 E B -E 4 B C 1 7 E B -E 3 8 0 1 7 E B -E 2 4 4 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.