Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 52
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 ● Illugi Gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, setur þingið. ● Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ● Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri ● Anna María Urb- ancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfs- menn safnsins ● Andri Snær Magna- son rithöfundur Pallborðsumræður Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönn- unarsafns Íslands, er fundarstjóri Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir Frummælendur á málþinginu á laugardag, 31. janúar frá 11 til 14 „Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safn- stjóri Listasafns Íslands, um mál- þing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á hús- fylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorf- ur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Lista- safn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimt- aðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“ - gun Safngestum fj ölgar ört Listasafn Íslands í fortíð, nútíð og framtíð er yfi rskrift málþings sem efnt er til á laugardaginn í Listasafninu við Fríkirkjuveg. Halldór Björn á von á húsfylli. SAFNSTJÓRINN „Því meira framboð af menningu og listum því meira eykst eftir- spurnin,“ segir Halldór Björn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR Tónleikar 12.10 Hádegistónleikar Íslenska flautu- kórsins, Andrými í litum og tónum, í Listasafni Íslands í dag. 21.00 Trompetleikarinn og tónskáldið Tomasz Dabrowski spilar á tónleikum í Mengi í kvöld. Miðaverð 2.000 krónur. 22.00 Hljómsveitirnar Q4U og Börn spila á Dillon í kvöld. 22.30 Leoncie verður á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. Miðaverð 2.000 krónur og húsið opnað klukkan 21.00. Opnanir 11.00 Sýningin Nála opnuð á Torgi Þjóðminjasafnsins í dag. 17.00 Finnur Arnar Arnarsson opnar videovegginn í verslun Erlings gullsmiðs í Aðalstræti 10. Síðustu forvöð 20.00 Síðasta sýningin á Síðbúinni rann- sókn í Tjarnarbíói í kvöld. Miðaverð 2.500 krónur. Uppákomur 17.00 Íslensku vefverð- launin verða veitt í Gamla bíói. Húsið opnað 16.30. 20.30 Ljóðaslamm Q-félagsins í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þema slammsins er hinsegin og þátttökugjald er ekkert. Uppistand 20.00 Uppistandskvöld á Húrra í kvöld. Hugleikur Dagsson, Ugla Egilsdóttir, Ragnar Hansson og Katrín Erlings trylla lýðinn. Frítt inn. Tónlist 20.00 DJ Steindór Grétar þeytir skífum á BarAnanas í kvöld. 21.00 Intro Beats þeytir skífum á Kaffi- barnum í kvöld. 21.00 DJ Kocoon þeytir skífum á Prikinu í kvöld. 22.00 DJ KGB þeytir skífum á Bravó í kvöld. 23.00 Roland Hartwell leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Ókeypis inn. 23.30 DJ Nóri Nightelf þeytir skífum á Gamla Kaupfélaginu, Akranesi í kvöld. 23.30 Suðurnesjasystkinin Kolla og Atli Baldur halda uppi stemningu á Ránni í Keflavík í kvöld. Fyrirlestrar 12.00 Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, flytur erindið Tvær afasystur. Hulda Jakobsdóttir og Katrín Thoroddsen í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. 20.00 Þóra Halldórsdóttir heldur fyrir- lesturinn Orkan og ég. Á Quigong við mig? í húsi Lífspeki- félags Íslands í kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@fretta- bladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is FÖSTUDAGUR „Við reynum oft að vinna í sam- hengi við sýninguna sem er í saln- um og eitt málverkanna hans Jóns Óskars heitir Saanctuary – Griða- staður, mjög fallegt málverk,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleik- ari. Hún kemur fram á hádegistón- leikum í Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg í dag ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Yfirskrift tónleikanna er Griða- staður, því þeir eru griðastaður áheyrendanna,“ segir Emilía Rós. „Við spilum ofsalega falleg verk þannig að fólk getur komið og virkilega notið. Það eru Poulenc- sónata, Rómansa eftir Saint Saëns og tvö lítil verk eftir Fauré sem margir þekkja. Yndisleg tónlist og alger klassík.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12.10. - gun Falleg verk sem fólk getur virkilega notið Emilía Rós og Ástríður Alda leika saman á fl autu og píanó í Listasafni Íslands í hádeginu í dag. TÓNLISTARKONURNAR Emilía Rós og Ástríður Alda hafa átt gjöfult samstarf síðustu ár, meðal annars á geisladiskinum Portrait. Landið sem var lokað svo lengi hefur nú opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóða- væðingin ekki enn náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 336.950 kr. á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. HIN FAGRA OG FORNA ALBAN ÍA Páskaferð 28. mars - 8. apríl MENNING 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E C -B 5 5 8 1 7 E C -B 4 1 C 1 7 E C -B 2 E 0 1 7 E C -B 1 A 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.