Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 39
LÍFIÐ 30. JANÚAR 2015 • 7
MYNDAALBÚMIÐ
Hlalla er fjögurra barna móðir þeirra Þórdísar Emilíu, Eggerts, Evu og Björneyjar Önnu. Hér sjáum við Hlöllu við Eiffelturninn í París og á strönd á Ítalíu.
Hlalla hafði heillast af ljósmynd-
un á sínum tíma og hefur numið
hana. Því hefði hún getað farið
lengra eftir þeirri braut en það var
myndlistin og málverkið sem kall-
aði í hana og togaði hana til sín.
Þó málar hún eftir ljósmyndum
svo enn er einhver tenging þarna
á milli. Ég tek eftir því að mynd-
irnar eru af börnum en ekki hvít-
voðungum. En það er tímabil sem
margar mæður verða svo heill-
aðar af börnum sínum. Þegar við
ræðum þetta nánar þá segir Hlalla
að hún máli frekar aðeins eldri
börn sem eru orðin ögn sjálfstæð,
með sinn eigin persónuleika sem
skín sterkar í gegn. Hún tekur að
staðaldri ekki við pöntunum frá
öðru fólki um að mála portrett af
ókunnugum börnum. Hlalla segir
það vera vegna þess að hún vilji
stjórna og láti illa að stjórn. Litir,
fatnaður, aðstæður og áferð; það sé
hennar að ráða því hvernig myndin
birtist öðrum. Það sé svo áhorfand-
ans að túlka og lesa í myndirnar en
þeim fylgir enginn texti. Hver og
ein mynd fær sitt eigið líf í augum
þess sem hennar nýtur. Þannig er
hún sögumaður sem segir mynd-
rænar sögur sem áhorfandinn þarf
að skrifa sjálfur.
Hljóðbækur eru gersemi
Á meðan hún vinnur hlustar hún
gjarnan á hljóðbækur. Hún hefur
gaman af sögum og þegar tím-
inn til að lesa er knappur þá tvinn-
ar hún saman vinnu og afþreyingu
og hlustar á hljóðbækur á meðan
hún málar. Henni finnst hún halda
enn betri einbeitningu þegar hún
hlustar á sögurnar og það sé kjörin
stund að nýta tímann. Ekki drepa
tímann heldur nýta hann. Lista-
konan er nýtin og það skilar sér
í heimilisrekstri auk tíma til að
sinna listinni. Hlöllu þykja hljóð-
bækur vera vannýtt gersemi sem
ætti að vera aðgengileg sem flest-
um. Sterkar kvenhetjur eru oft
í forgrunni sagnanna og ræðum
við dreymnar um Karítas hennar
Kristínar Marju Baldursdóttur og
Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur.
Sterkar og litríkar konur sem eru
fylgnar sér og því ef til vill um-
deildar og misskildar af samferða-
mönnum. Hlalla finnur að fólk-
ið hennar skilur tengingu henn-
ar við listina og sýnir því virðingu
og umburðarlyndi. Hún syndir því
ekki jafn mikið á móti straumnum
og söguhetjur bókanna þótt skort-
ur á hefðbundinni afþreyingu á
heimilinu stingi suma sem votta
börnum hennar samúð sína.
Tilvera eftir dauðann
Við ræðum málefni sem eru fyrir
mörgum tabú, allt frá fjármálum
til ástamála, afbrýðisemi, eignar-
halds, og lífs eftir dauðann. Við
komumst að því að viðhorf okkar
eru mjög svipuð á mörgum málefn-
um og þykir ekkert tiltökumál að
tala um að það sé huggun í harmi
að vita að eitthvað tekur við ást-
kærum fjölskyldumeðlimum að
loknum dögum þeirra á jörðinni.
Það er ágætt að láta staðar numið
hér og þakka Hlöllu fyrir höfðing-
legar móttökur og innihaldsríkt
spjall. Hér er á ferðinni einn af
okkar færustu listamönnum sem
vert er að fylgjast grannt með í
framtíðinni.
Þetta er hark en ég
á alltaf nóg fyrir mig
og fjölskylduna. Það
eru forréttindi að geta
unnið við ástríðuna
sína. Maður ber sig
eftir björginni og
fer að nýta hluti á
annan hátt, maður sér
mikilvægi hlutanna allt
öðruvísi.
VIRKAR
fyrir mig
Snjólaug Ólafsdóttir
*Ritrýndar rannsóknir.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó.
„Ég byrjaði að nota
þegar ég var í krefjandi doktorsnámi.
Ég fann strax að orkan jókst og varð
síðdegis hvarf og þar með jukust
afköstin og úthaldið.
Þrátt fyrir aukna orku kom það hvorki
því haldið áfram að taka Lifestream
.“
Álag og streita
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
E
D
-B
6
1
8
1
7
E
D
-B
4
D
C
1
7
E
D
-B
3
A
0
1
7
E
D
-B
2
6
4
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K