Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 62
30. janúar 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Ég hef safnað öllu síðan Rocky Horror var sýnt árið 1991 og hef ég ekki hent neinu síðan þá. Ég einfaldlega afhendi þeim bara allt góssið og nú sitja þeir með sveittan skallann að fara í gegnum þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tón- listarmaður. Laugardaginn 14. mars verður opnuð í Rokksafni Íslands í Hljóma- höllinni í Reykjanesbæ sýning- in „Páll Óskar – Einkasafn popp- stjörnu“, en Palli fagnar 45 ára afmæli sínu tveimur dögum síðar. „Ég ætlaði fyrst að geyma þetta heima hjá mér en þegar þau hjá Rokksafninu spurðu hvort ég ætti ekki eitthvað dót, þá gaf ég þeim þetta allt. Loksins fær þetta að njóta sín í fallegu rými,“ segir Palli. Sýningin verður nokkurs konar yfirlitssýning um líf Palla. Henni verður skipt niður eftir tímabilum og þar verða til sýnis flestir bún- ingar sem hann hefur klæðst á ferlinum, gömul tímarit og viðtöl, teikningar og listaverk, skart, aug- lýsingar, vinnudagbækur, dagatöl og forláta Nokia 6110 síminn sem Palli átti í fjórtán ár. „Hvert tímabil fær sinn stall og á hverjum þeirra verða munir sem tengjast þeim tíma,“ segir hann. Á sýningunni verður einnig hægt að tylla sér niður og hlusta á gaml- ar og sjaldgæfar upptökur, bæði af tónlist hans og útvarpsþáttunum sem Palli stýrði eitt sinn, „Sætt og sóðalegt“ og „Dr. Love“. „Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín upp á nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóðver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. Vonandi hefur fólk gaman af því og lærir jafnframt að einfalt popplag er samsett úr ótrú- lega mörgum flóknum hlutum. Við ætlum að gera þessa sýningu eins skemmtilega og fjölbreytta og frek- ast er unnt,“ segir Palli. Aðspurður hvort það sé einhver einn hlutur á sýningunni sem hann haldi sérstaklega upp á, segist hann eiga erfitt með að gera upp á milli. „Rocky Horror-búningurinn skipt- ir mig þó gríðarlega miklu máli, því það var þá sem lætin byrjuðu.“ Laugardagskvöldið 14. mars verður alvöru Pallaball í Stapanum í Kefla- vík með tilheyrandi stuði langt fram á nótt. adda@frettabladid.is Opinberar einkasafn sitt í Hljómahöllinni Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson opnar sýningu í Rokksafninu í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ þann 14. mars sem spannar allt hans líf og feril. STANS- LAUST STUÐ Palli er í óðaönn að setja upp sýninguna sem verður opnuð þann 14. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Þarna geta gestir líka fiktað í fullt af tökkum og hljóðblandað lögin mín uppá nýtt. Það verður líka hægt að fara í lítið hljóð- ver þar sem þú velur þitt uppáhaldslag með mér, velur tóntegund, syngur það og færð upptökuna senda í tölvupósti, með myndbandi. „Það er mikill heiður að fá svona snilling til landsins,“ segir dansar- inn Brynja Pétursdóttir sem stend- ur fyrir heimsókn finnska dansar- ans Anneli Ninja hingað til lands. Anneli hefur getið sér gott orð sem Vogue-dansari en dansstíllinn Vogue hefur aldrei verið kenndur á Íslandi fyrr en núna. Hún er í stærsta alþjóðlega Vogue-hópi heims, The House of Ninja. „Þessi danshópur skartar Vogue-dönsurum sem eru á meðal þeirra bestu í heimi,“ segir Brynja. Dansstíllinn hefur þrjár greinar, Vogue Old Way, Vogue New Way og Vogue Fem sem hafa allar ratað í tónlistarmyndbönd hjá Madonnu, Beyoncé, Lady Gaga og fleirum. Stíllinn hefur verið að þróast í núverandi form síðan á 8. og 9. ára- tugnum á klúbbum og götum New York-borgar. „Það var ekki fyrr en upp úr aldamótum að dansarar um allan heim fóru að kveikja á þessum explósíva dansstíl sem var búinn að vera að þróast í afskekktum klúbbum nokkurn veginn utan sviðsljóssins. Madonna varpaði ljósi á stílinn með lagi sínu Vogue og í því birtist einn máttarstólpi stílsins, José Extravaganza, ásamt lærlingi sínum,“ segir Brynja. Anneli verður með námskeið í dag og á morgun. Meira má lesa um námskeiðin á brynjapeturs.is. - glp Vogue-dans kenndur í fyrsta sinn á Íslandi Finnski dansarinn Anneli Ninja ætlar að miðla þekkingu sinni á tveimur námskeiðum. HÉR Á LANDI Finnski dansarinn Anneli Ninja hefur unnið fjölda alþjóðlegra keppna. „Mesta stuðlag sem ég veit um er Lúftgítar með Sykurmolunum. Það er eina lagið sem myndi mögulega geta dregið mig út á dansgólfið.“ Guðríður Haraldsdóttir, aðstoðarritstjóri Vikunnar „Þetta er fyrsta opinbera plötuútgáf- an síðan árið 2008, ég gaf reyndar út eitt lag fyrir tveimur árum en ekki plötu,“ segir Barði Jóhannsson, sem er oftast kenndur við hljómsveitina sína, Bang Gang. Fyrsta smáskífulagið, Out of Horizon, af væntanlegri plötu Bang Gang kemur út á mánudaginn. Barði segir að platan komi út í mars og þá um allan heim á sama tíma. „Platan verður jafn góð og hinar en allavega ekki betri,“ segir Barði léttur í lundu spurður út í nýju plötuna. „Ég tel að besta platan mín hingað til sé Best of Bang Gang platan.“ Hann nýtur liðsinnis nokkurra góðra gesta á plötunni. „Ég samdi eitt lag með Jófríði Ákadóttur úr Samaris, Helen Marnie úr Ladytron syngur eitt lag og svo vann ég eitt lag með Bloodgroup. Svo er ég með alls konar fólk með mér sem kemur að plötunni,“ útskýrir Barði, sem er farinn að huga að útgáfutónleikum hér á landi. Bang Gang hefur lítið komið fram á undanförnum árum. „Við fórum tvisvar til Kína á síðasta ári, það er mikil eftirspurn þar og mér fannst fínt að fara þangað og spila gömlu plöturnar.“ - glp Bang Gang vaknar af dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eft ir helgi. BARÐI JÓHANNSSON Forsprakki Bang Gang sendir frá sér nýja plötu í mars. M YN D /X I S IN SO N G 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E C -9 2 C 8 1 7 E C -9 1 8 C 1 7 E C -9 0 5 0 1 7 E C -8 F 1 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.