Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGAllt fyrir heimilið FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 20152 Arndís S. Árnadóttir, innanhússhönnuður og hönnunarsagnfræðingur, segir íslenska hönnun hafa farið vel af stað eftir seinni heimsstyrjöld. MYND/GVA Íslensk hönnunarsaga hefst á tutt-ugustu öld en lítill gangur var í henni fyrr en eftir seinna stríð. Þó var kominn vísir að ullariðnaði áður þar sem fram fór einhver frumstæð hönnun. Einnig var einhver hönn- un í kringum auglýsingagerð fyrir miðja öldina. Svona lýsir Arndís S. Árnadóttir, innanhússhönnuður og hönnunarsagnfræðingur og höf- undur bókarinnar Nútímaheimilið í mótun – fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900-1970, upphafi íslenskrar hönn- unarsögu. „Það má segja að fyrstu íslensku hönnuðirnir hafi verið aug- lýsingateiknarar sem fóru utan og lærðu á fjórða áratugnum en eftir seinna stríð jókst áhuginn á hönn- un og á sjötta áratugnum fóru marg- ir að læra húsgagnaarkitektúr, flestir þeirra voru þó lærðir húsgagnasmið- ir fyrir. Nokkrar konur lærðu þá hí- býlafræði sem var eins konar undan- fari innanhússhönnunar. Þó var nú yfirleitt erfitt fyrir þetta fólk að koma verkum sínum á framfæri,“ útskýr- ir Arndís. Sveinn Kjarval var afkastamikill Helstu verkefni húsgagnaarkitekta þessa tíma voru innréttingar. Lítill hluti þeirrar miklu framleiðslu á hús- gögnum sem fram fór hér á landi á árunum milli 1950 og 1970 var teikn- aður af húsgagnaarkitektum. Arndís segir að það sem þó hafi verið teikn- að hafi verið vel heppnað og greini- lega vandað til verka. „Sveinn Kjarval er sá hönnuð- ur sem skilur hvað mest eftir sig, að minnsta kosti ef miðað er við það sem hefur varðveist og er varðveitt í Hönnunarsafni Íslands. Íslensk hönnun frá árunum 1950 til 1980 ber mikinn keim af norrænni hönn- un. Það kemur ekki á óvart þar sem flestir hönnuðanna lærðu á Norður- löndum og langflestir í Danmörku. Þeir hafa borið með sér það sem þeir lærðu í skólanum hingað heim og sá stíll hefur óhjákvæmilega síast yfir í íslenska framleiðslu.“ Stálhúsgögnin vinsæl Stálhúsgagnagerð var hér áber- andi á fjórða og fimmta áratugnum en sú framleiðsla var undir áhrif- um frá Bauhaus-skólanum í Þýska- landi. „Bauhaus-skólinn starfaði á þriðja til fjórða áratugnum og fljót- lega var farið að framleiða húsgögn úr stálrörum um alla Evrópu og hófst snemma hér á landi. Þá þurfti ekki húsgagnasmiði eða arkitekta til að teikna húsgögnin því þetta var meira á sviði vélsmiða og járnsmiða. Þannig tóku þeir líka þátt í að móta smekk fólks og nútímalega hönnun fyrir heimilin.“ Miklu hent á haugana Arndís hefur sjálf haldið til haga hús- gögnum sem tilheyrðu foreldrum hennar sem settu saman bú á fjórða áratugnum. „Uppáhaldshúsgagn- ið mitt er stálstóll sem ég hef átt frá því ég var í menntaskóla. Stóllinn er íslensk smíði frá fjórða áratugnum og hefur verið bólstraður aftur með leðri. Ég hef gaman af því að safna hlutum sem tengjast stálhús- gagnagerðinni. Húsgögn- in hafa elst vel, þau eru sterk, krómuð og láta varla á sjá. Það er hins vegar alveg ljóst að miklu af þeim hefur verið hent þó margir hafi lagt sig fram við að safna þessu,“ segir Arndís. Afturhvarf til fortíðar Hún segir að henni og öðrum sem grúski í íslenskri hönnunarsögu ber- ist oft beiðni um að greina gripi. Það sé ekki alltaf hægt því íslensk hönn- un sé svo oft lík danskri og jafn- vel norskri. „Það er mikið af erlend- um áhrifum í gangi og stundum erf- itt að segja til um uppruna hluta og oft vantar merkingar á smíðisgrip- Íslensk hönnun bar keim af norrænni Íslensk innanhússhönnun á sér ekki mjög langa sögu og var varla farið að hanna húsgögn að neinu marki hér á landi fyrr en eftir seinna stríð. Húsgagnahönnuðir fyrri ára voru undir sterkum áhrifum af norrænni hönnun enda flestir menntaðir á Norðurlöndunum. Uppáhaldshúsgagn Arndísar er þessi stálstóll en mikið var framleitt af stálhús- gögnum á fjórða og fimmta áratugnum hér á landi. Þau eru notuð enn í dag og finnast víða. ina. Einnig var mikið um að verk- stæði fóru að framleiða eitthvað í svipuðum dúr og það sem var í tísku og því erfitt að greina hvort eitthvað sé teiknað af hönnuði eða stæling af framleiðslu sem var í gangi.“ Almennur áhugi á hönnun hefur aukist hér á landi síðastliðin tíu til fimmtán ár að sögn Arndísar. „Mér finnst ánægjulegt að ungt fólk vilji gjarnan nota þessi gömlu íslensku húsgögn frá fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Það er líka gaman að sjá að framleiðsla í dag tekur mið af þessari eldri fram- leiðslu, húsgögnin eru aftur að verða nettari og það er greinilegt afturhvarf í hönnuninni,“ segir Arndís. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Gunnhildur Geira, geira@365.is, s. 512-5036 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR. Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET. DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI. ÚTSALA og nú öll gólfefni án vörugjalda Verðdæmi: Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Filtteppi kr. 598.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur Skipadreglar kr. 1485.- m2 Gegnheilir Tarkett vinyldúkar frá kr. 2675.- m2 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -C E 0 8 1 7 E C -C C C C 1 7 E C -C B 9 0 1 7 E C -C A 5 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.