Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 9
Formáli.
Preface.
Búnaðarskýrslur þær, er liér birtast fyrir hvert áranna 1952—54, eru ekki í
sama formi þessi þrjú ár. Fyrir árin 1952 og 1953 eru aðeins birtar upplýsingar
um bústofn og jarðargróða í árslok, en töflurnar fyrir árið 1954 eru með víðtækum
upplýsingum samkvæmt framtölum bænda og annarra framleiðenda landbúnaðar-
afurða á þar til gerðu framtalseyðublaði, og raunar líka samkvæmt aðalframtals-
skýrslu til skatts. Þær upplýsingar fær Hagstofan frá skattanefndum og skatt-
stjórum á búnaðarskýrslueyðublaði, þar sem talin eru öll bú á landinu ásamt allri
þeirri vitneskju, sem framtölin liafa að geyma um þau, livert um sig, auk upplýs-
inga um búfjáreign, búsafurðir og jarðargróða í kauptúnum og kaupstöðum. Niður-
staða þeirra gagna eru aðeins birtar fyrir árið 1954, ekki fyrir 1953 og 1952. Þá var
látið nægja að fá frá skattyfirvöldum stuttar yfirlitsskýrslur um bústofn og jarðar-
gróða, annars vegar fyrir bændur og liins vegar fyrir búlausa í sveitum og þéttbýli.
— Það skal tekið fram, að jarðabótaskýrslur í þessu hefti cru eins fyrir öll þrjú árin.
Töflurnar fyrir 1954 í þessu hefti Búnaðarskýrslna eru í líku formi og töflurnar
í Búnaðarskýrslum 1951, en hafa þó verið endurbættar nokkuð. Aðalbreytingin er
sú, að auk heildartalna fyrir bændur og búlausa í einu lagi, eru nú í sérstökum
töflum samsvarandi tölur fyrir bændur sérstaklega. Ætti þetta að auka notagildi
skýrslnanna verulega frá því, sem verið hefur.
Aftan við töflurnar, sem byggðar eru á framtölum, er viðbætir með yfirlitum
um verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar 1952—54. Er þar um að ræða framhald
á sams konar yfirbti fyrir árin 1935—51, er birt var í Búnaðarskýrslum 1951.
Hagstofa íslands, í febrúar 1957.
Klemens Tryggvason.