Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Page 14
12*
Búnaðarskýrslur 1954
Framteljendur: 1951 1952 1953 1954
nautgripa........................... 7 773 7 648 7 580 7 473
sauðfjár .......................... 10 252 11 132 11 930 12 565
hrossa.............................. 8 878 8 735 8 586 8 596
alifugla............................ 4 154 4 060 3 849 3 561
heyfengs............................ 7 974 8 580 8 576 8 156
garðávaxta ......................... 9 782 8 943 9 095 8 104
Framteljendum sauðfjár hefur stórum fjölgað síðustu árin. Það má fyrst
og fremst rekja til þess, að fjárskiptunum hefur verið að ljúka, og voru engin
fjárskiptasvæði fjárlaus 1953 og 1954, en fjárflutningum vegna fjárskiptanna lauk
þó fyrst haustið 1954. Sauðfénu hefur einnig fjölgað stórlega og þá um leið sauð-
fjáreigendum, víðast aðallega meðal „búlausra“ manna. Framteljendum naut-
gripa hefur fækkað nokkuð. Sú fækkun er aðallega í kaupstöðum og kauptúnum,
og má rekja hana jöfnum liöndum til aukinnar verkaskiptingar og bættrar dreif-
ingar mjólkur. Framteljendum lirossa hefur einnig fækkað, enda fækkar hross-
unum. Framteljendur heyfengs eru fleiri 1952 og 1953 en árin fyrir og eftir.
Ástæðan er sú, að þau ár gáfu skattanefndir upp tölu framteljenda heyfengs, en
1951 og 1954 taldi Hagstofan þá eftir búnaðarskýrslum, og á búnaðarskýrslum
hreppanna er þess eigi ætíð gætt að telja heyfeng lijá þeim, er minnstan liafa.
Og í kauptúnum er þau ár víða gefinn upp búfjárfjöldi og heyfengur lijá mörgum
saman, án þess að fram sé talið, hversu margir hafi aflað heyjanna, og hefur Hag-
stofan þá áætlað tölu þeirra framteljenda, en að því er virðist í lægsta lagi. —
Tala framteljenda alifugla og garðávaxta er ónákvæm og líklega of lág.
Síðustu þrjú árin, 1952—54, hefur Hagstofan talið sérstaklega framtelj-
endur úr liópi bænda. Þeir hafa talizt vera:
Framteljendur: 1952 !953 1954
nautgripa.......................... 6 147 6 127 6 059
sauðfjár .......................... 5 787 6 120 6 173
hrossa............................. 5 719 5 682 5 688
alifugla........................... 3 041 2 881 2 627
heyfengs........................... 6 341 6 281 6 233
garðávaxta ........................ 4 518 5 097 4 677
Af tölunum fyrir 1954 sést, að af 6 517 aðilum, sem telja fram sem bændur,
telja 458 eigi fram nautgripi, 344 telja eigi fram sauðfé og 284 telja eigi fram hey-
feng. í hópi þessara manna eru fáeinir gróðurhúsa- og garðyrkjubændur, en flestir
þeir, er ekki telja fram heyfeng sérstaklega, eru aðeins þátttakendur í félagsbúi,
en þeir telja þá ekki heldur fram nautgripi og sjaldan sauðfé sérstaklega.
Það, að eigi er alls staðar sami háttur liafður á um framtal félagsbúa, veldur
mestu um það, hve örðugt er að ákveða tölu bænda nákvæmlega. Verður það ekki
gert, nema með nánu samstarfi við sveitaryfirvöld í hverjum hreppi. Jafnvel á
þann hátt er þetta annmörkum liáð, því að mörkin milli bænda og annarra fram-
teljenda eru oft óglögg, og kemur eitt til á þessum stað og annað á hinum. Hitt
er óhætt að segja, þó að mál þetta sé ekki kannað sem skyldi, að tala raunveru-
legra bænda hér á landi 1954 hafi verið einhvers staðar milli 6 100 og 6 300.
3. Árferði 1952—54.
Weather conditions 1952—54.
Bæði jarðargróði og fénaðarhöld fara svo mjög eftir árferði, að rétt þykir
að gera hér nokkra grein fyrir því árin 1952—1954. í eftirfarandi greinargerð um