Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Side 22
20*
Búnaóarskýrslur 1954
Vothey, 1 % Vothey, í %
1000 hcstor nllri töðu 1000 hcstor nllri tððu
1945 80 5,6 1950 217 12,7
1946 77 5,1 1951 209 14,1
1947 120 7,8 1952 208 13,5
1948 131 8,4 1953 272 12,5
1949 150 9,9 1954 280 11,7
Eftir þeim tölum, er fram koma í búnaðarskýrslum hreppanna, mætti ætla,
að hafragrass liefði gætt minna í töðufengnum síðustu árin en var um nokkurt
skeið. Óvíst er, að þetta sé svo í raun og veru. Þess gætir í vaxandi mæli, að liafra-
gras sé verkað sem vothey, og er það þá talið með votheyinu.
Eins og skýrslan í byrjun þessa kafla um heyfeng frá aldamótum ber með
sér, fór útheysfengur vaxandi tvo fyrstu áratugi aldarinnar. Þetta má rekja
til þess, að á þeim tíma var lögð stund á að bæta engjar með áveitum. Árangur
þeirrar viðleitni er því miður ekki unnt að sjá til hlítar af búnaðarskýrslum, því
að lieyfengur af áveituengjum var ekki talinn sérstaklega fyrr en 1919, og það
ár fór það framtal nokkuð í mola. En frá 1920 til 1950 var það í góðu lagi. Eftir
skýrslum að dæma var ekkert slægnaland jafn öruggt um sprettu og áveituengjar.
Árin 1920—1944 var heyfengur af áveituengjum oftast 270—300 þús. hestar, í sex
skipti minni en það, minnstur 1922, aðeins 225 þús. hestar, þrisvar meiri, 1928 (343
þús.), 1939 (329 þús.) og 1941 (321 þús.).
Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var minni rækt lögð við engjarnar og engja-
heyskapinn en áður. Víða var hætt að veita á engjar, ef þær þóttu ekki spretta
sérstaklega vel, langt var á þær að sækja eða erfitt var að koma að vélum við vinnslu
þeirra. Árin 1945—50 var heyfengur af áveituengjum aðeins 210 þús. hestar að
meðaltali, en eigi mjög breytilegur frá ári til árs, mestur 243 þús. hestar (1946),
mmnstur 181 þús. hestar (1947). Annar útlieysfengur var þau ár, eins og áður
hafði verið, brevtilegri, mestur 508 þús. hestar (1946), minnstur 371 þús. hestar
(1947).
Árin 1951 og 1952 varð útheysfengur nokkru meiri en verið hafði næsta ár á
undan. En það stafaði af því einu, að menn nytjuðu engjarnar betur, þar sem saman
fór lítil grasspretta á túnum og hagstæð heyskapartíð, svo að túnin hirtust á stuttum
tíma, en menn vildu ógjarna skerða bústofn sinn. Sumarið 1953 var grasspretta
á túnum ágæt, en meiri erfiðleikar að fá vinnuafl til heyöflunar en árin á undan.
Því varð heyfengur af engjum minni það sumar en tvö árin áður, og spruttu þó
engjarnar ágætlega um allt land. Sumarið 1954 varð heyfengur af engjum þó enn
minni, enda spruttu engjar þá verr, og veðrátta til heyskapar óhagstæð um tals-
verðan hluta landsins eftir að lieyskapur á engjum hófst.
Misjafnt er það eftir landshlutum, hvernig heyfengur hefur breytzt á síðustu
árum. í 1. yfirliti er sýndur heyfengurinn eftir landshlutum árin 1951—54,
og eru meðaltöl um heyfenginn 1941—45 og 1946—50 til samanburðar.
í fyrri búnaðarskýrslum hefur verið upplýst, hve mikill heyfengur hefur
komið á hvern framteljanda, og verður það enn gert hér:
Tnðn, Úthey, Snmtnlfi,
hcstnr hestnr hestnr
1948 198 82 280
1949 198 81 279
1950 236 78 314
1951 186 99 285
1952 180 89 269
1953 253 80 333
1954 295 68 363