Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Blaðsíða 49
Búnaðarskýrslur 1954
47*
ær munu aðallega keyptar og seldar að vori. Þetta skiptir hins vegar ekki miklu,
þar sem ærkaup gerast að mestu leyti innan sýslu hverrar. — Auk fram talinna
keyptra lamba er í töflu XII andvirði 1 200 lamba, er keypt voru til Hvamms-
og Dyrhólahreppa í Vestur-Skaftafellssýslu samkvæmt skýrslu Sauðfjársjúkdóma-
nefndar, og andvirði 600 lamba keyptra til Reykjavíkur samkvæmt sömu lieimild.
Þrátt fyrir þetta vantar enn nærri 1 000 keypt lömb, sem talin eru fram sem seld.
„Annar rekstrarkostnaður“ hefur liækkað úr 11 859 þús. kr. 1951 í
18 836 þús. kr. 1954. Þessi hækkun stafar að mestu leyti af betra framtali þessa
kostnaðarliðar.
11. Kaupgreiðslur við landbúnaðarstörf 1954.
Farm ivages 1954.
Tafla XIII á bls. 54 sýnir fram taldar kaupgreiðslur við landbúnaðarstörf
árið 1954. Eru í töflunni sundurliðaðar kaupgreiðslur hænda einna, en einnig eru
sýndar samtölur af kaupgreiðslum allra framleiðenda landbúnaðarafurða. Tafla um
kaupgreiðslur var fyrst birt í Búnaðarskýrslum Hagstofunnar 1946, henni var
breytt 1947, en síðan hélzt hún í líku formi, þar til henni er enn breytt nú.
í töflunni er greint milli kaupgreiðslu til nánustu vandamanna (foreldra og
barna) og til allra annarra (þar með systkina og fjarskyldari vandamanna). Hvorum
þessara flokka er skipt í þrennt: Karlar á vinnualdri, konur á vinnualdri og unglingar
og gamalmenni. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve mikið kaup hefur verið greitt af
öllum framleiðendum samkvæmt framtölum í hverjum þessum flokki 1950, 1951
og 1954, talið í þús. kr. (fæði og önnur greiðsla í fríðu meðtalin):
I Börn og foreldrar 1950 1951 1954
Karlar á vinnualdri 13 132 17 088 19 161
Konur á vinnualdri 8 057 9 958 11 414
Unglingar og gamalmenni 992 1 375 980
Samtals 22 181 28 421 31 555
II Aðrir
Karlar á vinnualdri 12 146 14 975 16 257
Konur á vinnualdri 7 543 8 523 8 756
Unglingar og gamalmenni 2 863 4 522 5 934
Samtals 22 552 28 020 30 947
Ósundurliðað 356 - -
Alls I + II 45 089 56 441 62 502
Innumagn þessi sömu ár, talið í dögum, var:
Börn og foreldrar 1950 1951 1954
Karlar á vinnualdri 596 808 619 491 490 104
Konur á vinnualdri 515 596 507 865 433 901
Unglingar og gamalmenni 81 855 94 777 45 924
Aðrir
Karlar á vinnualdri 358 949 365 454 280 255
Konur á vinnualdri 376 371 321 806 261 697
Unglingar og gamalmenni 198 126 245 935 256 655
Ósundurliðað 17 806 -
Hér á aðeins að vera talin vinna við landbúnaðarframleiðsluna. Vinna við
fjárfestingu í landbúnaði á með öðrum orðum ekki að reiknast hér með, en hætt