Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 15
DV Helgarblað Föstudagur 25. júlí 2008 15 „Þar sem þenslan er mest verður skellurinn auðvitað harðastur,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, og líkir samdrætti efnahagslífsins á höfuð- borgarsvæðinu við fall fram af Horn- bjargi. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur verkalýðsfélagsins á Húsavík, tek- ur í sama streng: „Kreppan hefur lít- il áhrif á okkar svæði því hún virðist mest vera bundin við höfuðborg- ina. Við skynjum ekki mikinn sam- drátt en það er alltaf sú hætta fyr- ir hendi að bylgjan sé bara lengur á leiðinni hingað,“ segir hann og skil- ur ekki hægagang ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálunum. „Ég bíð eftir því að ríkisstjórnin taki ástandið al- varlega því það á bara eftir að versna þegar líður á veturinn. Fyrirtækin taka fyrsta skellinn en á endanum verða það heimilin sem fara verst út úr þessu því þau eru ekkert annað en smáfyrirtæki sem reiða sig á lán bankanna,“ segir Aðalsteinn og vill sjá aðgerðir sem fyrst. Bylgjan er farin af stað Talsmaður Eflingar í Reykjavík, hagfræðingurinn Harpa Ólafsdóttir, staðfesti þessa staðbundnu kreppu: „Við stöndum í ströngu við að sinna þeim málum sem koma upp á borð- ið. Yfirleitt er þetta rólegur tími en það er eitthvað allt annað uppi á ten- ingnum núna,“ segir hún en það er erfitt að segja til um hve mikil raun- verulega aukningin er því það hefur orðið veruleg fjölgun í félaginu á síð- ustu mánuðum, og þá sérstaklega í byggingariðnaðinum. Árið 2000 voru þúsund manns starfandi í byggingar- geiranum hjá stéttarfélaginu Eflingu en nú er talan nærri 3.500 manns. „Það er alveg ljóst að það er ákveð- in bylgja farin af stað sem við sjáum ekki alveg fyrir endann á. Þetta hófst í byrjun árs og eykst smám saman eftir því sem líður á árið. Við megum því búast við aukningu á hvers kyns vanskilum á næstunni,“ segir hún. Þyrfti að kafa ofan í þessi mál Útlendingar skipa stóran sess innan byggingargeirans og eru rúm 60 prósent í dag. Þeir eiga erfið- ara með að leita réttar síns og liggja því betur við höggi: „Það er erfitt að segja til um hvort hlutfall útlendinga sem fá ekki launagreiðslur sé meira en annarra, en þó finnst mér það lík- legt. Það þyrfti virkilega að kafa ofan í þessi mál og skoða þá þróun sem er að verða á þessum markaði. Ég sé líka ákveðna fjölgun í tilkynningum um vanskil í hótel- og veitingageir- anum en hann er alltaf drjúgur. Þar er mikið hringl á kennitölum og þó nokkuð um kvartanir,“ segir Harpa. Jákvæð áhrif á landsbyggðina Talsmenn verkalýðsfélaganna eru sammála um að það megi búast við auknum gjaldþrotum með haustinu því fyrirtæki geti ekki lengur reitt sig á lán frá bönkunum. Aðalsteinn tel- ur að þessi áhrif kreppunnar geti haft áhrif á búsetu á landsbygðinni: „Ég gæti alveg trúað að það verði fjölgun á landsbyggðinni í kjölfar kreppunn- ar, sem er svo sem bara jákvætt. Það geta ekki allir staðið undir því að búa í Reykjavík eins og ástandið er í dag,“ segir hann. Formenn verkalýðsfélaganna á landsbyggð- inni eru sammála um að áhrif kreppunnar séu lítil fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Talsmaður Eflingar í Reykjavík segir útlit- ið svart og spáir aukningu á vanskilum fyr- irtækja á næstu mánuðum. LiLJa Guðmundsdóttir blaðamaður skrifar liljag@dv.is ,,Fyrirtækin taka fyrsta skellinn en á endanum verða það heimilin sem fara verst út úr þessu því þau eru ekkert ann- að en smáfyrirtæki sem reiða sig á lán bank- anna.“ óttast kreppuna Erfiðleikar í byggingariðn- aðinum Mikið um kennitölu- hringl og vanskil. VH ehf · Heiðarbraut 3 · 250 Garður · Sími 864-2400 Vel valið fyrir húsið þitt NÝ GESTAHÚS OG GARÐHÚS Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Okkar vinsælu barnahús eru komin aftur. Öll gestahús og garðhús eru til á lager. Ei nb ýl is hú s Su m ar hú s Pa rh ús Ra ðh ús G ar ðh ýs i 08 -0 10 7 H en na r h át ig n 45 mm bjálki 45 mm bjálki 34 mm bjálki 28 mm bjálki www.volundarhus.is GESTAHÚS 10 m² BARNAHÚS 2,1m² GESTAHÚS 21m² GARÐHÚS 4,7-9,7m²
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.