Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 23
föstudagur 25. júlí 2008 23Umræða Við vorum skírðar saman frænk- urnar, hún Vigdís Einars en ég Gríms. Við fengum nafn sívinsællar föður- ömmunnar og vorum stoltar af því. Við áttum báðar heima við sömu göt- una um tíma, áttum saman leyndar- mál; falleg, léttvæg en gjörsamlega ódauðleg. Við lékum okkur líka sam- an, vorum í sama skóla, hjá sömu kennurum, lásum sömu bækurn- ar, hlustuðum saman á Jean Birk- in syngja Je t´ aime – en Viddu (hún var alltaf kölluð Vidda) hafði tek- ist að næla sér í þessa harðbönnuðu voðaplötu – og þarna lágum við stöll- urnar heima hjá henni, hlustuðum, héldumst í hendur og lofuðum hvor annarri endalausri vináttu. Nema hvað, tíminn leið og við hittumst æ sjaldnar. En þegar það gerðist – sem var ævinlega við at- hafnir einsog jarðarfarir – var gam- an jafnvel þótt tilefnið væri ónota- legt; enda fáum eins létt að líða vel með og Viddu sem var með allra skemmtilegustu manneskjum. Við kvöddumst svo alltaf með sömu orð- unum – að við þyrftum endilega að hittast oftar og við öðruvísi tækifæri, bara hittast og kjafta, bara hittast og vera almennilegar frænkur. En einhvern veginn gerðist það ekki; við hittumst ekki þegar við fund- um ástina, ekki þegar við eignuðumst krakkana, ekki þegar þegar stórir hlut- ir gerðust í lífi okkar og ekki litlir. En þegar amma dó, sú sem við elskuð- um báðar uppúr skónum, ákváðum við að drífa í málunum – þetta gengi ekki lengur. En við gerðum það sem sé ekki; asnar sem við vorum. Ég veit að við hugsuðum samt allt- af hvor til annarrar; ég hugsaði um Sólveigu og hetjuskap hennar, hún var dóttir Viddu og veiktist mikið og mamma hennar vakti með henni dag og nótt; ég hugsaði til Huldu elstu dóttur hennar sem var svo falleg og skemmtileg og alveg hreint ótrúleg einsog Vidda sagði; ég hugsaði og ég lét mér það nægja og það gerðum við reyndar báðar. Stundum bjuggum við nálægt hvor annarri, það var ekki vegalengdin sem tafði samskiptin, það voru heldur ekki orðin og ekki löngunin. Allt þetta var til staðar og við áttum báðar tímann; tímann til að hittast seinna, tímann til að hlæja saman seinna, tímann til að drekka kaffið seinna. En við áttum auðvitað ekki tím- ann. Hann stakk af og gaf okkur langt nef. Vidda dó fyrir tæpum tveim- ur árum og við hittumst aldrei til að spjalla um þetta lítilfjörlega og skemmtilega og mikilvæga. Eftir sit ég og sakna augnanna hennar, orð- heppninnar, húmorsins og gáfnanna. Ég sakna líka þessara stunda sem aldrei urðu. Og það er vont. Ég skrifa um þetta ef ske kynni að einhver sem les sé í sömu sporum. Ef svo er ætti sá hinn sami að hitta sína Viddu og deila með henni tíma. Það er nefnilega ekkert sjálfsagt og allra síst tíminn. Að lokum legg ég til að samið verði sem fyrst við ljósmæður. Sandkassinn Býflugu er Boðið í nokkur brúð- kaup í sumar en það er ein uppá- haldsafþreying hennar. Undir- búningurinn með vinkonunum er þó eiginlega skemmtilegri og hér mælir býfluga með brúð- kaupsvænum bókum og bíó- myndum: The Worst- Case Scenario Survival Hand- book: Wedd- ings. Fyndin bók sem lumar á nytsamlegum bjargráðum í vandræðaleg- um brúðkaupum, eins og hvað skuli taka til bragðs ef hljóm- sveitin mætir ekki í veisluna. It‘s Her Wedding but I‘ll Cry If I Want to. Þetta er Bókin fyrir mæður brúðanna. Höfundurinn, Leslie Milk, veit að allar mæður verðandi brúða haga sér eins og orðulagðir herforingjar. Pabb- ar, og aðrir undirmenn, geta líka skemmt sér yfir lesningunni. My Big fat greek Wedding Litla myndin sem sló óvænt í gegn og mokaði inn peningum. Stúlka af grískum ættum fellur fyrir manni sem er ekki þóknanlegur stjórn- sömum föður hennar – því eigin- mannsefnið á ekki rætur að rekja til Grikklands. Muriel‘s Wedding Hin ástralska Toni Colette fer á kostum í þessari perlu kvikmyndanna sem brúðkaupssjúka unga konan Muriel Heslop. Hún er feitlaginn og freknóttur nörd og eina gleði hennar í lífinu er að hlusta á Abba og láta sig dreyma um bjútífúl brúð- kaup. Líf hennar er vægast sagt kostulegt og tekur óvænta stefnu þegar hún grennist og stæltur sundkappi biður hennar. four Weddings and a funeral Klaufski hjartaknúsarinn Hugh Grant og Andie MacDowell fara með aðalhlutverkin í þessari meinfyndnu mynd. Þar segir frá Charles og vinum hans sem velta því fyrir sér hvort þeir finni nokk- urn tíma hina sönnu ást og gangi í hnapphelduna. Charles telur sig hafa fundið draumaprinsessuna sína, Carrie, en er hún sú rétta? Býflugan er í brúðkaupsskapi Eigum öll okkar Viddu Evrópa siglir Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa heimsækir ísland á ári hverju. Þeirra á meðal er Europa sem siglir undir fána Bahamaeyja og lá við reykjavíkurhöfn í gær. skipið er rúm 78 þúsund tonn og rúmar um 450 farþega. DV-MYND Ásgeirmyndin P lús eð a m ínu s Spurningin „Nei, eiginlega ekki, við gerðum það oft í gamla daga en við erum orðnir svo ólíkir nú á seinni árum,“ segir arnar gunnlaugsson. Þeir bræðurnir eru nýbúnir að taka við starfi þjálfara skagamanna í fótbolta. Þykist Þið bræður vera hvor annar? Tónlistarmaðurinn Mugison fær plúsinn en hann lét allt flakka nýlega í viðtali við tónlistarvefsíðuna Backstage Pass. Þar sagðist hann hljóma eins og fíll þegar hann fær fullnægingu og er vonandi að þessi Íslandskynning Mugison verði öllum til góða. vigdís grímsdóttir rithöfundur skrifar „Ég sakna líka þessara stunda sem aldrei urðu. Og það er vont.“ Býflugan -hvað er að frétta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.