Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Page 42
Ættfræði DVFöstudagur 25. júlí 200842 Þórarinn fæddist í Sætúni í Vestmannaeyjum en ólst upp í Pétursey í Mýrdal. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1943. Þórarinn var á vertíð í Vestmannaeyjum1946 og 1947. Hann og uppeldisbróðir hans, Þórhallur Frið- riksson, ráku landbúnaðarvéla- og bílaverkstæði í Pét- ursey á árunum 1946-52. Þá flutti Þórarinn að Laug- ardælum þar sem hann var bústjóri við tilraunabú Búnaðarsambands Suðurlands 1952-80. Hann var al- þingismaður 1974-87, sat á alþjóðaþingmannaþing- um 1978-87, var átta ár formaður Þingvallanefndar, sat í stjórn Byggðastofnunar um skeið, var formaður Ungmennafélagsins Kára Sölmundarsonar í Dyrhóla- hreppi, sat í jarðarnefnd Árnessýslu um skeið, í sýslu- nefnd Árnessýslu 1959-85, sat í stjórn Kaupfélags Ár- nesinga 1962-92 og var formaður stjórnar 1966-92, sat í stjórn Meitilsins um árabil, var formaður Fram- sóknarfélags Árnessýslu um nokkurra ára skeið, var formaður Verkstjórafélags Suðurlands í átján ár, sat í stjórn Verkstjórasambands Íslands um árabil. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 4.6. 1952 Ólöfu Ingibjörgu Har- aldsdóttur, f. 8.7. 1931, húsfreyju. Hún er dóttir Har- alds Jóhannessonar, vélstjóra í Reykjavík, og k.h., Kristínar Sveinsdóttur húsmóður. Börn Þórarins og Ólafar eru Sigríður, f. 10.6. 1953, sjúkraþjálfi í Ólafsvík, gift Óla Sverri Sigurjónssyni apótekara og eiga þau tvö börn; Haraldur, f. 22.12. 1954, íþróttak. og bóndi í Laugardælum, kvæntur Þóreyju Axelsdóttur húsfreyju og eiga þau þrjú börn; Kristín, f. 8.11. 1956, hjúkrunarfræðingur við Borgar- spítalann, búsett í Reykjavík, gift Garðari Sverrissyni, blaðamanni og fyrrv. formanni Öryrkjabandalagsins og eiga þau eina dóttur; Ólafur Þór, f. 3.1. 1965, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, búsettur í Laugardælum en kona hans er Malen Viðarson hús- móðir og eiga þau fjögur börn. Alsystkini Þórarins eru Elín, f. 12.1. 1922, húsfreyja að Steinum undir Eyjafjöllum; Árni, f. 21.3. 1926, bíl- stjóri og trésmiður í Vík í Mýrdal. Hálfbræður Þórarins, samfeðra, eru Eyjólfur, bóndi í Pétursey; Sigurður, nú látinn, var vörubílstjóri í Reykjavík. Foreldrar Þórarins voru Sigurjón Árnason, f. 17.4. 1891, d. 29.7. 1986, bóndi og smiður í Pétursey, og k.h., Sigríður Kristjánsdóttir, f. 13.5. 1884, d. 16.2. 1941, húsfreyja. Seinni kona Sigurjóns var Steinunn Eyjólfsdótt- ir frá Hvoli í Mýrdal, f. 1.5. 1910, d. 21.11. 1979, hús- freyja. Ætt Sigurjón var sonur Árna, b. í Pétursey, bróður Högna, föður Sveinbjörns alþm., föður Sváfnis próf- asts. Árni var sonur Jóns, b. í Pétursey Ólafssonar, b. í Eyjahólum Högnasonar, b. á Svaðbæli undir Eyja- fjöllum Sigurðssonar, pr. í Ásum, Presta-Högnasonar. Móðir Sigurjóns var Þórunn, systir Ragnhildar, móð- ur Sveinbjörns Högnasonar alþm. Þórunn var dóttir Sigurðar, b. í Pétursey Eyjólfssonar. Móðir Þórunnar var Þórunn, systir Þorsteins, langafa Karitasar, móð- ur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Þór- unn var dóttir Þorsteins, b. í Úthlíð Þorsteinssonar, b. á Hvoli, hálfbróður Bjarna Thorsteinssonar amt- manns, föður Steingríms skálds. Þorsteinn var son- ur Þorsteins, b. í Kerlingadal, Steingrímssonar, bróð- ur Jóns „eldklerks“. Sigríður var dóttir Kristjáns, b. á Hvoli í Mýrdal, Þorsteinssonar, b. á Hvoli, Magnús- sonar. Móðir Þorsteins var Sigríður, systir Þorsteins á Hvoli og Bjarna amtmanns. Móðir Sigríðar var Elín Jónsdóttir, b. í Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar og Ingibjargar, systur Ísleifs, langafa Einars Ágústssonar ráðherra. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, hreppstjóra á Kanastöðum, bróður Þorsteins, afa Eggerts, alþm. í Laugardælum, afa alþm. Eggerts Haukdal og Bene- dikts Bogasonar og langafa Þórhildar Þorleifsdóttur 85 ára á laugardag Þórarinn SigurjónSSon fyrrv. alþingismaður og bústjóri í laugardælum Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sváfnir Sveinbjarnarson fyrrv. prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð Jóna Birna Ragnarsdóttir hljómtækjafræðingur í Reykjanesbæ Jóna Birna fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún var í Myllubakkaskóla og Holtaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1998. Hún stundaði síðan nám í hljóm- tækjafræðum við Högskolen í Bus- kerud í Noregi og lauk þaðan M.Sc.- prófi í hljómtækjafræðum 2005. Jóna Birna vann í fiski í Keflavík á unglingsárunum og starfaði mik- ið við bakarí foreldra sinna. Hún hóf síðan störf hjá Optical Studioi í Kefla- vík meðan hún var í háskólanámi og starfar þar enn. Fjölskylda Eiginmaður Jónu Birnu er Unnar Stefán Sigurðsson, f. 8.4. 1975, kenn- ari, þjálfari og kennaranemi. Börn Jónu Birnu og Unnars Stef- áns er Eiður Snær, f. 25.1. 1997; Rakel Rán, f. 26.5. 2006. Systkini Jónu Birnu eru Helga, f. 22.4. 1961, fótaaðgerðafræðingur í Keflavík; Steina Þórey, f. 29.11. 1964, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur í Keflavík; Anna, f. 22.7. 1966, næring- arfræðingur í Arizona í Bandaríkj- unum, Eðvald, f. 9.2. 1977, flugvirki í Keflavík. Foreldrar Jónu Birnu eru Ragn- ar Eðvaldsson, f. 26.11. 1940, bakara- meistari í Keflavík, og Ásdís Þorsteins- dóttir, f. 12.3. 1942, bakari. Sváfnir fæddist á Breiðabólstað í Fljóts- hlíð og ólst þar upp. Hann lauk guðfræði- prófi frá HÍ 1952 og stundaði framhalds- nám í Þýskalandi 1965-66. Sváfnir vígðist að- stoðarprestur til föð- ur síns að Breiða- bólstað 1952, var sóknarprestur í Kálfa- fellsstaðarprestakalli 1952-63 og prófastur í Austur-Skaftárfells- prófastsdæmi 1954-63, var sóknarprestur í Breiðaból- staðarprestakalli 1963-98 og prófastur í Rangárvallapróf- astsdæmi frá 1973-98. Sváfnir sat í stjórn Próf- astafélags Íslands 1982-98, sat um árabil í stjórn kirkju- byggingasjóðs og kirkjugarða- sjóðs, var varaþingmaður um skeið og sat á Alþingi 1979, sat í sveitarstjórn Fljótshlíð- arhrepps 1966-86, er félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga frá 1976 og var umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Ís- landi 1998-99, auk þess sem hann hefur gegnt fjölda ann- arra félags- og trúnaðarstarfa um lengri eða skemmri tíma. Fjölskylda Sváfnir kvæntist 10.9. 1950, fyrri konu sinni, Önnu Elínu Gísladóttur, f. 29.4. 1930, d. 20.2. 1974, húsmóður. Hún var dóttir Gísla Sigurjóns- sonar, útvegsb. og oddvita í Bakkagerði í Reyðarfirði, og k.h., Guðnýjar Rakel Huldu Jónsdóttur húsfreyju. Sváfnir kvæntist 18.3. 1983 seinni konu sinni, Ingibjörgu Þórunni Halldórsdóttur, f. 26.1. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Halldórs Jónsson- ar, bifreiðastjóra frá Ey, síðar birgðavarðar á Hótel Sögu, og k.h., Guðríðar Jónsdóttur frá Eyrarbakka. Börn Sváfnis og Önnu Elín- ar eru Þórhildur, f. 25.9. 1949, var gift John Björkskov og er dóttir þeirra Kristina, f. 24.8. 1969; Gísli, f. 21.12. 1952, kvæntur Guðrúnu Björgu Guðmundsdóttur og eru börn þeirra Sváfnir, f. 8.11. 1978 og Emilía Benedikta, f. 3.6. 1985; Hulda, f. 3.8. 1954, gift Jasoni Ívarssyni og eru þeirra börn Anna Elín, f. 15.5. 1975, Inga, f. 25.10. 1979, Sigríður, f. 12.4. 1988, Linda, f. 26.5. 1990 og Ívar Kristinn, f. 20.11. 1992; Elínborg, f. 3.9. 1956, gift Kjartani Grétari Magnús- syni og eru börn þeirra Anna Elín, f. 28.8. 1975, Elsa Dórót- hea, f. 13.3. 1979, Kristín Rós, f. 29.11. 1980, Sigurlinn, f. 6.1. 1990 og Magnús Grétar, f. 28.7. 1992; Sveinbjörn, f. 12.2. 1958, kvæntur Birgitte Thrane Winkler en stjúpdætur hans eru Iden og Louise; Vigdís, f. 23.4. 1959, var gift Juan N. Jen- sen sem er látinn og er stjúpdóttir henn- ar Anja; Sigurlinn, f. 16.10. 1960; Sigurjón, f. 3.7. 1965, kvænt- ur Guðlaugu Einars- dóttur og eru börn þeirra Elín Björk, f. 23.1. 1994, Vignir Þór, f. 14.9. 1996 og Einar Þór, f. 4.4. 2003. Stjúpsynir Sváfn- is og synir Ingibjarg- ar Þórunnar eru Guðbjartur Ingv- ar Torfason, f. 2.8. 1957, kvæntur Þóreyju Björgu Gunnarsdóttur og eru börn þeirra Guðný Ingibjörg, f. 20.2. 1983, Sólrún, f. 6.1. 1985, Torfi Már, f. 10.12. 1986 og Trausti Rúnar, f. 21.3. 1992; Ásbjörn Elías Torfason, f. 20.8. 1962, kvæntur Rósu Ingvarsdótt- ur og eru börn þeirra Ingvar, f. 18.2. 1991, Sverrir, f. 30.11. 1992, Ingibjörg, f. 14.7. 1994 og Viktor, f. 25.10. 1999. Barnabörn Sváfnis eru sex- tán talsins en langafabörnin eru nú átta. Systur Sváfnis: Ragnhild- ur, f. 25.3. 1927, d. 19.4. 2008, húsfreyja í Lambey í Fljóts- hlíð, gift Jóni Kristinssyni, bónda og listmálara; Elín- borg, f. 10.6. 1931, húsmóð- ir í Reykjavík og lengi starfs- maður Hjartaverndar, var gift Guðmundi Sæmundssyni tæknifræðingi sem er látinn; Ásta, f. 9.7. 1939, húsmóðir á Seltjarnarnesi og fyrrv. banka- starfsmaður, var gift Garðari Steinarssyni flugstjóra sem er látinn. Foreldrar Sváfnis: Svein- björn Högnason, f. 6.4. 1898, d. 21.4. 1966, prófastur og alþm. á Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, og k.h., Þórhildur Þor- steinsdóttir, f. 20.1. 1903, d. 21.12. 2003, húsfreyja. Ætt Sveinbjörn var sonur Högna, b. á Eystri-Sólheim- um Jónssonar, b. í Pétursey Ólafssonar, b. í Eyjahólum Högnasonar, b. að Ytri-Sól- heimum Sigurðssonar, pr. að Ásum, bróður Ögmundar, pr. á Krossi, afa séra Tómasar Sæ- mundssonar, Fjölnismanns og prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Annar bróðir Sig- urðar var Böðvar, pr. í Holta- þingum, faðir Þorvalds, pr. í Holti, föður Þuríðar, lang- ömmu Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrv. forseta. Sigurður var sonur Högna, prestaföð- ur á Breiðabólsstað Sigurðs- sonar. Móðir séra Sveinbjörns var Ragnhildur Sigurðardóttir, b. í Pétursey Eyjólfssonar. Þórhildur var dóttir Þor- steins, útgerðarmanns Jóns- sonar og Elínborgar Gísla- dóttur. Þau bjuggu í Laufási í Vestmannaeyjum. 30 ára á föstudag upplýsingar um afmælisbörn senda má upplýsingar um aFmælisbörn á kgk@dv.is 80 ára á laugardag 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.