Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Page 50
föstudagur 25. júlí 200850 Helgarblað DV Haldið til Ítalíu Sagan af Frankenstein var ekki fyrr komin í hillur bók- salanna vorið 1818 en þre- menningarnir héldu til Ítalíu. William, sonur Mary og Percy, var með í för og nýfædd dóttir þeirra, Clara. Claire, stjúpsystir Mary, hafði eignast dóttur með Byron lávarði og fór hún líka með. Þeim leið ekki vel heima á Englandi og að auki þarfnaðist Percy betra loftslags af heilsu- farsástæðum. Börnin voru hálflasin en Percy, Mary og Claire litu ekki við ítölsku sólhöttunum. Þau voru stöðugt á höttunum eftir nýrri lífsreynslu og nýju um- hverfi. Mary hafði á tilfinning- unni að í óefni stefndi en fékk ekki hamið ferðafélaga sína. Í sumarlok höfðu bæði börn hennar látist. En ferðinni var haldið áfram og næst numið staðar í fiskibænum Lerici, skammt frá La Spezia á vest- urströndinni. Þaðan hélt Percy í siglingu á seglbát og drukkn- aði. Mary var þá rétt að ná sér eftir fósturlát sem hafði næst- um kostað hana lífið. Eftir dauða Percys sneri Mary heim til Englands og reyndi að skrifa frá sér erfitt lífið. En ekkert verka hennar hlaut álíka viðtökur og sagan um Frankenstein. Hún giftist aldrei þótt ekki stæði á bónorð- unum. Mary lést árið 1851, næstum þremur áratugum eftir að Per- cy lést. Frelsið hafði hún keypt dýru verði og komst eiginlega aldrei yfir reynslu sína. Vel má velta fyrir sér hvers vegna hún valdi sér svo stórbrotið lífs- mynstur. Sennilega gat hún ekki annað. Lífsþyrst og skap- andi konan gat ekki hugsað sér innilokaða tilveruna á fyrri hluta 19. aldar. Úr fyrstu útgáfu Frankenstein Mynd úr fyrstu útgáfunni af sögunni um frankenstein frá 1818. Ófreskjan til vinstri og frankenstein vísindamaður til hægri. Vissir þú að ... Boris Karloff, sem lék ófreskju frankensteins í þremur myndum, hét í raun William Pratt og var sonur háttsetts stjórnarerindreka og konu hans. Boris Karloff í hlutverki ófreskjunnar í skáldsögu shelley er ófreskjan greind og tilfinninga- næm vera en í túlkun Borisar Karloff er hún ill og full ofbeldis. 9 HOLU GOLFVÖLLUR Opnunartími sumarið 2008 30. maí - 24. ágúst Opið alla daga nema föstudaga og sunnudaga fra kl. 10.00 - 20.00 Föstudaga frá kl. 10.00 - 12.00 og 17.00 - 21.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 17.00 AUK ÞESS ER Á SVÆÐINU FJÖLSKYLDUVÆNT HJÓLHÝSA OG TJALDSTÆÐI Byrjum að ráðstafa í ágúst nýjum leigulóðum, við Bakkavík og Hofsvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.