Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Side 8
Miðvikudagur 27. Ágúst 20088 Fréttir Ber harm sinn í hljóði fyrir Börnin Þriggja barna móðir á þrítugsaldri, sem hefur kært mann á sjötugsaldri fyrir nauðgun á Skagaströnd, seg- ist reyna að bera harm sinn í hljóði vegna barna sinna. Maðurinn á að hafa lokkað hana heim til sín og nauðgað henni þar. Hann var handtekinn í kjölfarið og hnepptur í gæsluvarðhald. Núna er hann frjáls á meðan lögreglan rannsakar málið. „Til að byrja með var ég dofin en núna er ég orðin rosalega reið.“ Fórnarlamb Þriggja barna móðir á þrítugsaldri segist reyna að halda andliti fyrir börnin. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. „Þetta er búið að vera rosalega erf- itt,“ segir kona á þrítugsaldri sem hefur kært mann á sjötugsaldri fyrir nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað á heimili manns- ins á Skagaströnd um miðjan ág- úst en maðurinn tengist konunni í gegnum hlutastarf sem hún vinnur ásamt aðalvinnu sinni. Maðurinn á að hafa lokkað konuna heim til sín gegn loforði um vinnu, en svik- ið það. Sjálf segist hún hafa treyst honum. Hingað til hafi hann reynst henni vel. Hún segir hann hafa brugðist því trausti gróflega þeg- ar hann nauðgaði henni á heimili hans. Konan, sem er móðir þriggja barna, segist reyna að bera harm sinn í hljóði fyrir börn sín. Verst ekki eigin hugsunum „Þetta hefur legið þungt á sál- inni. Til að byrja með var ég dofin en núna er ég orðin rosalega reið,“ segir konan. Hún reynir að halda heimili á sama tíma og hún tekst á við eftirköst nauðgunar. Konan segir atvikið hafa haft djúpstæð áhrif á hegðan hennar og líðan. Aðspurð hvernig það lýsir sér segir hún reiðina bitna á unnustan- um og börnum. Þráðurinn sé stutt- ur og tilfinningar sveiflast á milli geðshræringar og dofa. Hún reynir að hugsa sem minnst um atvikið. „En þegar ég er ein, þá get ég stund- um ekki varist hugsunum mínum,“ segir konan með brostinni röddu. Lokkaði hana heim til sín Atvikið átti sér stað á Skaga- strönd fyrir tveimur vikum. Mað- urinn hringdi í konuna og sagði henni að vinnu væri að hafa. Þegar konan kom sagði maðurinn henni að frestun hafði orðið á verkinu en hún gæti beðið með sér heima hjá honum. Konan treysti honum. Hún lýsir honum sem ágætismanni sem hún grunaði ekki um græsku. Þeg- ar heim til hans var komið á hann að hafa farið að drekka nokkuð stíft. Að lokum á hann að hafa neytt kon- una til kynferðismaka. Hún streitt- ist ekki gegn manninum heldur lamaðist hún af hræðslu. Að lokum náði hún hins vegar að rífa sig lausa og komast út úr húsinu. Þá hélt hún strax til unnusta síns og skýrði honum frá hvað hafði gerst. Þaðan fóru þau til lögreglunnar og kærðu nauðgun. Maðurinn var handtek- inn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þremur dögum síðar var hann lát- inn laus. Hálfgerður afi „Ég leit á þennan mann sem al- mennilegan náunga, hann var eins og hálfgerður afi sem klappar manni á öxlina,“ segir konan um upplifun sína af nauðgaranum. Hún segist rosalega reið yfir því að maðurinn hafi verið látinn laus úr gæsluvarð- haldi. Samfélagið á Skagaströnd er lítið og nándin við nágranna mik- il. Sjálf segir konan sárast að sjá að maðurinn gangi nú frjáls um göt- urnar eins og ekkert hafi gerst. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er bara fáránlegt,“ bætir hún við og brestur í grát. Reynir að vera sterk Konan segist reyna að vera sterk á erfiðum tímum. Unnusti henn- ar hafi veitt henni gríðarlega mik- ilvægan stuðning en það breyti þó ekki því að henni líði ömurlega eins og hún orðar það sjálf. „Maður reynir að halda andliti út af börnunum. Þau hafa séð mig gráta en ég reyni að gera það ekki,“ segir hún og bætir við að hún átti sig ekki á því hversu mikið börnin skynja af hennar sársauka. Hún seg- ist ekki hafa sagt þeim frá nauðgun- inni. Hún vill ekki að þau viti um hana. Sviðsett atvik Þegar maðurinn var spurður út í hans hlið á málinu sagði hann einfaldlega: „Þetta var sviðsetn- ing.“ Hann vildi ekki svara því hvað hann ætti við með því að atvikið hefði verið sviðsett, sagði aðeins að hann neitaði sakargiftum. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald eftir að konan kærði málið en síðar krafð- ist hann fyrir Hæstarétti að fá að sjá framburðarskýrslu konunnar. Hon- um var synjað um aðgang að skýrsl- unni en fær engu að síður að sjá hana á fimmtudaginn. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið. VaLuR gRettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Skagaströnd Lögreglan rannsakar meinta nauðgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.