Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Side 10
Miðvikudagur 27. Ágúst 200810 Fréttir
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir ekkert standa í vegi fyrir að íslenskir fjárfestar stofni álfyrirtæki.
Álverð hefur hækkað um 80 prósent á síðustu þremur árum og Össur telur rík tækifæri í íslensku orkuútrásinni.
„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðun-
ar að við hefðum átt að eiga álfyrir-
tæki fyrst við vorum að reisa þau á
annað borð,“ segir Össur Skarphéð-
insson. Alcoa og Alcan eiga álverin
hér á landi en Íslendingar eiga lít-
inn hlut í Norðuráli. „Ef ég væri fjár-
festir í dag myndi ég verja peningun-
um í íslenska útrás á sviði orkumála.
Reynsla okkar í gegnum árin skilar
þekkingu sem er einstök. Áliðnaður-
inn hér er vistvænni en annars stað-
ar í heiminum og við höfum mikla
þekkingu að miðla til landa sem hafa
möguleika á vistvænni orku en nýta
sér þá ekki,“ segir hann.
Sóknarfæri fyrir íslenska
fjárfesta
Alcoa hefur gefið sér 15 mánuði
til að ákveða hvort fyrirtækið ætli að
ráðast í álver á Bakka við Húsavík
og þangað til standa samningarnir
lausir. „Ef íslenskir fjárfestar hefðu
áhuga á að hasla sér völl í þessum
iðnaði hefðu þeir í sjálfu sér tæki-
færi á að bjóða í orkuna og stofna sitt
eigið álfyrirtæki. Á endanum er það
markaðurinn sem ræður og þeir sem
greiða mest fyrir orkuna fá hana,“
segir Össur.
Álverin bjarga atvinnulífinu
Álverð hefur hækkað um 80
prósent frá árinu 2005 svo það er
upppgangur í iðnaðinum. Ef Íslend-
ingar færu út í áliðnað gæti það skil-
að þjóðarbúinu mjög miklu þó við
vitum í sjálfu sér ekki hversu mik-
ið álfyrirtækin græða hér á landi.
„Við eigum þessa orku og ef lífeyris-
sjóðirnir eða aðrir fjárfestar myndu
stofna fyrirtæki og verksmiðju á
Bakka ættum við að sjálfsögðu að
ganga fyrir erlendum stórfyrirtækj-
um. Að sumu leyti skil ég ekki af
hverju menn leggja stein í götu þess-
arar starfsemi vegna þess að þetta er
gott atvinnutækifæri. Það er alls stað-
ar bullandi samdráttur í fiskvinnslu
og ég veit ekki hvernig ástandið væri
hjá okkur ef við hefðum ekki álverið
hér á Grundartanga,“ segir Vilhjálm-
ur Birgisson, formaður Verkalýðsfé-
lags Akraness.
Nýta þekkinguna erlendis
Þó að möguleikar á íslensku ál-
fyrirtæki séu fyrir hendi vill Össur
meina að orkuútrás okkar Íslend-
inga myndi fyrst og fremst felast í
að kynna okkar þekkingu erlendis.
Víða um heim er mikill jarðhiti sem
er ekki notaður til orkuframleiðslu.
„Í Kamtsjatka í Rússlandi eru til að
mynda mörg öflug háhitasvæði og
þar væri kjörið að nýta orkuna og
reisa álver. Það myndi létta á um-
hverfi annars staðar, því sá málmur
yrði þá ekki framleiddur í krafti olíu
og kola eins og víðast hvar í heim-
inum. Hérlendis höfum við fleiri
möguleika en álverin og má þar
nefna kísilflöguiðnað sem mundi
nýtast til að búa til málm sem er
notaður í sólariðnaði erlendis. Það
eru miklir möguleikar á þessu sviði
og um að gera að fara að nýta okkur
þá,“ segir hann.
lilja guðmuNdSdóttir
blaðamaður skrifar lilja@dv.is
Íslenskt álver á
Bakka möguleiki
„Ef ég væri fjárfestir í dag myndi ég
verja peningunum í íslenska útrás
á sviði orkumála.“
iðnaðarráðherra Össur skarphéðins-
son segir Íslendinga geta kennt öðrum
þjóðum að framleiða vistvæna orku.