Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2008, Page 22
Svarthöfði er, þrátt fyrir þunga lund í kreppunni, eindreg-inn aðdáandi íslenska hand-boltalandsliðsins, og stefnir að því að vera í fremstu röð á Arnarhvoli þegar hetjur okkar verða heiðraðar. Við tilhugsunina um væntanlegan þjóðfund hríslast gleðistraumur niður bakið. Silfurmenn Íslands á stalli og þjóðin við fótskör þeirra. Það er þó eitt sem veldur Svarthöfða undrun og jafnvel hugarangri. Hermt er að helstu ræðumenn verði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sitjandi forsætisráð- herra, og jafnvel Hanna Birna Kristj- ánsdóttir borgarstjóri í Reykjavík. Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, er væntanlega ekki á meðal þeirra sem ávarpa silfurhetjurnar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að Sjálfstæð- isflokkurinn leyfi honum ekki beinan aðgang að þjóðinni. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og forráðamaður ríkisstjórnarinnar, lagði þá línu að forsetinn ætti ekki að vera að þvælast fyrir æðstu ráðamönnum Sjálfstæð- isflokksins á tyllidögum. Þannig var það líka við hina ýmsu atburði heimastjórnarafmælisins. Forsetinn var fjarri góðu gamni en Davíð æv- inlega veislustjórinn. Þetta hlutverk hefur hann haft með höndum síðan hann tók á móti heimsmeisturunum í bridds og drafaði svo eftirminni- lega: Skál, Bermúdaskál. Þessi orð eru fyrir löngu orðin sígild í sögunni. Þá er þjóðinni minnisstætt hve erfitt Davíð átti með það við þingsetningu að hvetja til og hrópa ferfalt húrra fyrir forsetanum. Í samræmi við stefnu Davíðs verður Ólafi Ragnari ekki hleypt að á Arnar- hóli í dag. Þorgerður Katrín mun af al- þekktum þokka sínu mæra hetjur vorar og koma fram sem sameining- artákn þjóðar í sigurvímu. Þá mun stíga á stokk Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Svart- höfði áttar sig að vísu ekki á því af hverju borgarstjórinn ætti að koma þarna inn í dagskránna. Var bæjar- stjórinn í Kópavogi, ekki á lausu eða sveitar-stjórinn í Bláfjallabyggð? Lík- lega ekki. Auðvitað heldur Sjálfstæð-isflokkurinn forsetanum frá hátíðinni í miðbænum. Þannig er hann trúr þeirri stefnu sinni að gera forsetaemb- ættið óþarft. Þess utan er auðvitað óeðlilegt að forsetinn sé mikið á almannafæri. Hann á að halda sig á Bessastöðum fjarri þjóðinni og hengja orður á hetjurnar í sem mestum kyrrþey. Stærsta spurningin er þó af hverju Davíð Odds-son fær ekki sinn sess á Arnarhvoli. Hefði ekki verið eðlilegt að hann héldi eina af sínum frá- bæru ræðum. Skál, Kína- skál. Miðvikudagur 27. Ágúst 200822 Umræða Skál, kínaSkál svarthöfði jón trauSti reyniSSon ritStjóri Skrifar Það gagnast Íslandi mun betur að styrkja ímynd sína sem hlutlausrar og friðsamrar þjóðar. Íslendingar í stríði Leiðari Sú nýlunda hefur orðið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðin hefur verið dregin inn í stríðsátök í fjar-lægum heimshlutum, án þess að nokk- ur ástæða sé til. Rannsókn Vals Ingimundarsonar sagnfræð- ings bendir til þess að Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson hafi selt friðsemi þjóðarinnar undir borðið og á útsölu, í von um að Banda- ríkjamenn héldu hernaðarumsvifum sínum á Íslandi. Þeir tóku þá ákvörðun fyrir hvern einn og einasta borgara á Íslandi að gera okkur sam- ábyrg fyrir afleiðingum Íraksstríðsins. Komið er á daginn að ekki voru kjarnorkuvopn í Írak og því var ráðist þangað inn á fölskum forsendum. Innrásin átti að vera lið- ur í stríðinu gegn hryðjuverkum, en nú stöndum við frammi fyr- ir því að innrásin hefur beinlínis fjölgað hryðjuverkum. Þótt það sé engin réttlæting til fyrir fjöldamorðum á almennum borg- urum verðum við að gangast við þeim raunveruleika að órétt- mætt hernaðarbrölt Bandaríkjamanna í erlendum ríkjum knýr hryðjuverkamenn áfram. Því fleiri múslimar sem deyja fyr- ir hendi bandaríska hersins og bandamanna, þess auðveldara verður fyrir hryðjuverkahópa að innlima unga múslima í sam- tök sín og ýta þeim út í sjálfsmorðsárásir. Í gær fékk utanríkisráðuneyti Davíðs Oddsson- ar falleinkunn fyrir viðbrögð sín við sprengju- árás á íslenska friðargæsluliða í Afganistan. Viðbrögð ráðuneytisins gagnvart fórnarlömb- um árásarinnar fólust fyrst og fremst í tilraun- um til þess að hafa áhrif á hvað þau segðu við fjölmiðla, fremur en að veita þeim hjálp. Það eru í sjálfu sér viðbúin viðbrögð manna, sem með leynd og án samráðs ýttu okkur út í stuðn- ing við árásarstríð. Íslendingar hafa uppskorið hlátur og reiði um- heimsins við hernaðarbrölti sínu. Bandalags- þjóðir okkar hlógu þegar íslenski friðargæsluliðinn yfirgaf Írak. Það var líka hlegið þegar Íslendingar töldu sig hafa fundið sinn- epsgas í Írak. Á móti er múslimaheimurinn reiður þeim sem þátt tóku í innrásinni. Við höfum hvorki burði né tilefni til að standa í hernaðarumsvif- um erlendis. Það gagnast Íslandi mun betur að styrkja ímynd sína sem hlutlausrar og friðsamrar þjóðar, eins og áður var. Eftir stendur að Halldór og Davíð kunna að hafa gert okkur að skotmörkum snargeggjaðra hryðjuverkamanna á fölskum for- sendum og án samþykkis okkar. spurningin „Það er bara huglægt hjá hverjum og einum. Það hefur aðeins kólnað og orðið vindasam- ara. Hins vegar er enn von og veðrið oft álíka gott í septemberbyrjun og í júlí,“ segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. veðrið hefur held- ur farið versnandi undanfarna daga og margir farnir að örvænta. er Sumarið búið? sandkorn n Talsverð ólga hefur verið vegna laxveiðiferða Björns Inga Hrafns- sonar, Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar borgarfulltrúa og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráð- herra í Miðfjarðará í boði Hauks Leóssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Orkuveit- unnar. Allir eiga þeir sameigin- legt að vera höfuðpaurar REI-klúðursins en raunar er það heilbrigðisráðherrann sem er guðfaðirinn. Þegar á daginn kom að Baugur átti stangveiðileyfin sóru ráðherra og borgarfulltrúar að hafa ekki haft hugmynd um það en töldu að sögn að Haukur væri einn að baki. n Laxveiðiferð stjórnmálamann- anna er síður en svo einsdæmi. Hermt er að Orkuveitan hafi haldið úti hópferðum í Elliðaárn- ar þar sem stjórnmála- menn á sult- arlaunum hafa getað iðkað hið dýra sport. Jafnvel hafa hrotið molar af gnægtar- borðum þeirra til aðstoðarmanna og vina. Meðal þeirra sem veiddu í Elliðaánum í sumar var Guð- mundur Steingrímsson, fyrr- verandi aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borg- arstjóra. Hermt er að hann hafi hlaupið í skarðið fyrir Dag. n Það vekur athygli að í blogg- heimum virðist vera í gangi skipulögð rógsherferð gegn Jónasi Kristjánssyni, bloggara og fyrrverandi ritstjóra. Nokkrir illyrtir bloggarar hafa risið upp og lýst Jónasi sem hinum versta orðníðingi. Þar hefur riðið á vaðið Björn Bjarnason dóms- málaráðherra með dylgjur um Jónas. Lengst gengur markaðs- stjóri Morgunblaðsins, Jón Axel Ólafsson, sem lýsir Jónasi sem „veikum“ og telur hann þjáðan af þunglyndi. Jón Axel hefur sjálf- ur gengið um dimma dali eftir að hann fékk fangelsisdóm fyrir fjármálamisferli en slapp með að afplána í samfélagsþjónustu. n Sveitarstjórinn knái Grímur Atlason hefur nú að eigin sögn snúið baki við tónleikahaldi og ætlar að einbeita sér að rekstri Dalabyggðar. Líklegt er að Grímur hverfi frá tónleika- haldinu með miklum stæl en tónleikar Erics Clapton skiluðu húsfylli í Egilshöll og örugglega myljandi hagnaði. Þetta þyk- ir gott hjá Grími enda eru margir brenndir eftir tónleikahald sumarsins. Gamlar poppstjörnur trekkja misvel eins og þeir þekkja sem fluttu hingað Bob Dylan og Paul Simon. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv Á netinu: dv.is aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, ÁskriftarsíMi: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Komast á pall á Ólympíuleikum, skoða Kínamúr- inn og feta í fótspor Hallsteins afa og fá fálkaorðuna.“ n Logi Geirsson handboltahetja um þau persónulegu markmið sem hafa ræst hjá honum á skömmum tíma. Hann segist ný og betri persóna eftir Ólympíuleikana. - logigeirsson.de „Við erum með ákveðin mark- mið með hljómsveitinni sem kallar á mikla viðveru erlendis.“ n Valli sport, umboðsmaður Merzedes Club, um brotthvarf söngkonunnar Rebekku Kolbeinsdótt- ur. - Fréttablaðið „Sophia hafði mig fyrir rangri sök.“ n Sigurður Pétur Harðarson um það að sænsk rithandarrann- sókn bendir eindregið til þess að Sophia Hansen hafi sjálf skrifað undirskriftir sem hún kærði Sigurð fyrir að falsa. - DV „Það er nú íslenski hestur- inn. Hestur guðanna.“ n Guðni Ágústsson spurður um fallegasta dýr sem hann hafi séð. - DV „Ég held frekar að ég helli mér út í fasteigna- braskið.“ n Ásdís Rán ætlar ekki að standa fyrir Hawaiian Tropic-keppni í Búlgaríu í bráð. Frekar ætlar hún að græða á fasteignabraski - DV bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.