Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 2
mánudagur 1. september 20082 Fréttir Talið er að fellibylurinn Gústaf muni skella á 4,5 milljónum manna og eyði- leggja 60 þúsund byggingar. Sum- ir vísindamenn telja að Gústaf geti orðið öflugri en fellibylurinn Katrín sem reið yfir sama svæði fyrir þremur árum. George Bush Bandaríkjaforseti tók undir orð Ray Nagin, borgarstjóra New Orleans, sem sagði að fólk ætti að vera hrætt og að það ætti að „dratt- ast út úr New Orleans. „Þessi storm- ur er hættulegur,“ sagði Bush. Tveir Íslendingar sem eru búsettir á svæð- inu undirbúa sig nú fyrir komu felli- bylsins. Langur stormur „Ég segi bara allt ágætt, við reikn- um nú ekki með því að þetta verði svo mikið hérna,“ segir Gestur Ólafs- son prófessor við Ríkisháskólann í Louisiana en hann býr í bænum Bat- on Rouge sem er skammt frá New Or- leans. Hann segir að þar sem hann er búsettur sé búist við miklum vindi og rigningu, en að stormurinn verði ekki eins sterkur þar eins og í New Orleans vegna þess að Baton Rouge sé lengra inni í landi. Gestur segir að Gústaf fari hægt yfir og því megi búast við því að óveðrið standi lengur yfir en þegar Katrín fór yfir svæðið á ógnarhraða. Rafmagnsleysi „Verst er að maður getur búist við því að vera hérna nokkra daga án raf- magns, en ég er með svona rafmagns- vél sem framleiðir rafmagn og þá get- ur maður haldið matvörum og öðru slíku köldu,“ segir Gestur hinn róleg- asti. Hann segist ekki reikna með því að varnargarðar við Missisippi fljót- ið bresti og óttast þessvegna ekki að mikil flóð verði þar sem hann býr nema þá einungis vegna rigning- arinnar. Gestur upplifði fellibylinn Katrínu sem reið yfir sama svæði fyr- ir þremur árum og gerði mikinn usla. Hann segir að þá hafi það helst verið tré sem fuku niður og lenntu á bílum og húsum sem ollu mestu tjóni. Fellibylspartý „Það er búið að loka háskólan- um hérna fram á miðvikudag, þetta tekur svolítið á taugarnar náttúru- lega,“ segir Gestur og bætir því við að nú bíði fólk eftir storminum sem komi fyrr en síðar. Hann segir um- ferðina út úr New Orleans aðfara- nótt sunnudags hafa verið gríðar- lega en nú sé hún að róast. Gestur og kona hans hafa gert allt klárt heima hjá sér fyrir það sem þau kalla „felli- byls partý.“ Þau hafa byrgt sig upp af batteríum, gasi og kertum því ekki sé ljóst hversu lengi rafmagnsleysið muni standa yfir eftir að rafmagnið fer af. Hann segir fólk almennt bet- ur undirbúið núna en fyrir Katrínu; „við höfum hreinsað til í garðinum og tekið allt inn sem getur fokið og það hafa allir verið að gera það hér í kringum okkur. Allir út úr New Orleans „Við erum búin að ganga frá öllu sem er laust úti og búin að fylla bílana af bensíni, þannig að þegar við þurf- um að fara þá getum við farið,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir sem er einnig búsett í Baton Rouge. Ragn- heiður var í Baton Rouge þegar felli- bylurinn Andrew reið yfir en hann var sá alstærsti sem hefur orðið þar. Hún segir enga leið að fara til New Orleans, lögregla og her hefur lokað leiðinni inn og allar leiðir inn í borg- ina séu lokaðar og þessvegna séu all- ar mögulegar akreinar notaðar svo að fólk geti keyrt út. Hún segist hafa orð- ið vör við það að brauð og vatn hafi tæmst úr hillum verslana enda marg- ir sem byrgja sig upp fyrir storminn, en hún segist þó vera bjartsýn á að verslanir muni vera duglegar við að koma vörum til neytenda. ÍSLENDINGAR BÍÐA FELLIBYLS „Verst er að maður getur búist við því að vera hérna nokkra daga án rafmagns, en ég er með svona rafmagnsvél sem framleiðir rafmagn og þá getur maður haldið matvörum og öðru slíku köldu.“ JóN bJARki mAgNússON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is New Orleans Íslendingarnir eru sammála um það að betur sé staðið að málum nú en áður en að Katrína fór yfir fyrir þremur árum. mánuðum seinna gestur heimsótti new Orleans í desember 2005 og sá þá eiðileggingu fellibylsins. gestur ólafsson prófessor við Ríkisháskólann í Louisiana segist vera búinn að gera allt klárt fyrir fellibylinn Gústaf sem mun ríða yfir Louisiana í dag. Fjölskylda Ragnheiðar Guðmundsdóttur hefur fyllt bensíntankinn á bílnum svo að þau geti keyrt í burtu um leið og þörf krefur. Íslendingarnir eru sammála um að rafmagnsleysið á svæðinu gæti varað lengur en í viku. Lokað er fyrir umferð inn í New Orleans, en bílar streyma út úr borginni á öllum akreinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.