Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 8
mánudagur 1. september 20088 Fréttir Svikin um heimilið Hjón í Mosfellsbæ, Unnur Valdemarsdóttir og Ragn- ar Kr. Árnason, hafa kært Viggó Sigurðsson, stjórn- arformann Ásvíkur og fyrr- verandi landsliðsþjálfara í handbolta, fyrir þjófnað á 40 feta gámi af lóð þeirra. Kær- an kemur í kjölfar mikillar þrautagöngu hjónanna. Þau keyptu einingahús af Viggó og fyrirtæki hans í maí í fyrra. Var þeim tjáð að þau gætu flutt inn í nóvember sama ár. Húsið, sem aleiga þeirra fór í, stendur enn óklárað. „Við getum ekki borið ábyrgð á því hvernig Viggó gerir sína samninga. Og við getum ekki borið ábyrgð á því að hann hugsi ekki málið til enda,“ segir Unnur Valdemarsdóttir í Mosfellsbæ um samskipti sín um Viggó Sigurðsson, stjórnarformann Ásvíkur og fyrrverandi landsliðs- mann og landsliðsþjálfara í hand- bolta. Viggó seldi Unni og eiginmanni hennar, Ragnari Kr. Árnassyni ein- ingahús í maí 2007 fyrir tuttugu og þrjár milljónir króna. Húsið átti að vera tilbúið í nóvember. Enn stend- ur húsið hins vegar óklárað og hafa þau hjónin rift samningi við Viggó og Ásvík. Þau eru búin að greiða nítján og hálfa milljón króna fyr- ir húsnæði sem þau hafa enn ekki fengið í hendurnar. Viggó hefur ekki svarað blaða- manni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vantaði leyfi Þau Unnur og Ragnar skrifuðu undir 24. maí 2007 og greiddu 9,2 milljónir króna inn á samning- inn. Þau segjast hafa fengið loforð frá Viggó um að teikningar af hús- inu myndu koma til landsins áður en langt um liði. Arkitekt á vegum Viggós ætlaði að klára þær teikn- ingar fyrir maílok. Hins vegar komu teikningarnar ekki fyrr en um miðj- an ágúst. Þá átti Viggó enn eftir að fá byggingarleyfi. Höfðu þau Unnur og Ragnar rekið á eftir leyfinu síð- an um júní og á endanum sóttu þau sjálf um það. Til að fá byggingarleyfi þurfti Viggó að leggja fram teikningarn- ar. 21. nóvember voru teikningarn- ar svo loks lagðar fram. Níu atriðum þurfti að breyta og formlegt bygg- ingarleyfi fékkst því ekki ekki fyrr en 16. janúar. „Hann virtist ekki gera sér grein fyrir að ekki er hægt að reisa hús án þess að hafa teikningar fullkláraðar og leyfi frá byggingaryf- irvöldum,“ segir Unnur. Tími, þjark og vesen 22. febrúar greiddu þau hjón- in fyrirtæki Viggós fokheldisgjald upp á rúmar fjórar milljónir. Rúm- um þrettán mánuðum eftir að skrif- að var undir kauptilboð var ekki enn komið fokheldisvottorð vegna þess að enn voru ekki fullnægjandi teikningar komnar til byggingar- fulltrúa. Var þeim Unni og Ragnari þá nóg boðið, höfðu samband við vin sinn sem er verkfræðingur og hann sótti teikningarnar til byggingar- fulltrúa og fullkláraði. Fokheldisút- tekt fékkst tuttugasta og fyrsta júlí. „Mikil tími, þjark og vesen hefur farið í að fá flest allar þær teikning- ar sem fylgja áttu húsinu vegna þess að þær hafa aldrei verið tilbúnar á réttum tíma.“ Vildi fá fimm milljónir Þegar botnplatan var loks tilbú- in og hægt að fara að reisa húsið setti Viggó fram þá kröfu að hjón- in greiddu gámagjald upp á tæpar tvær milljónir krónur. Hann vildi einnig fá þrjár milljónir fyrirfram, annars myndi hann ekki byrja á húsinu, að sögn hjónanna. Til að liðka fyrir sættust hjónin á að borga fimm milljónir upp í lokagreiðsl- una. Byrjað var að reisa húsið 14. apr- íl. Hjónin dvöldu á þessum tíma í sumarbústað. Fengu þau sím- tal í maí frá nágranna sínum eftir að Viggó og hans menn höfðu sett fimm 40 feta gáma í götuna án þess að ræða við íbúa þess. „Það er ekk- ert skipulag, engin vinnuáætlun og engin samvinna um verkið og Viggó hefur ítrekað tekið fram fyrir hend- urnar á byggingarstjóra sem er lög- um samkvæmt framkvæmdastjóri verksins,“ segir Ragnar. Ekki vandað til verka Vinur hjónanna, verkfræðing- urinn sem hafði teiknað sökkl- ana á kostnað hjónanna, kom til að kíkja við og leit á húsið um leið og flota átti golfið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði ver- ið vandað til verksins, mikið af því sem búið væri að gera væri algjört klúður, rakavörn rofin um allt hús og venjulegt gifs í þvottahúsi og baði. Verkfræðingurinn kallaði til tvo húsasmíðameistara og var ann- ar sérfræðingur í timburhúsum. „Ef við hefðum ekki skoðað málin og látið kanna fráganginn hefðum við lent í rakaskemmdum eftir nokkur ár,“ segir Unnur. Aleigan fer fyrir lítið Þeir verkkaupar sem komið hafa að húsinu hafa flestir ekkert fengið borgað frá Ásvík, fyrirtæk- inu þar sem Viggó er stjórnarfor- maður. Byggingarstjóri vildi ekki halda áfram á einum tímapunkti BEnEdiKT BóAS hinRiKSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Kauptilboð 9,2 milljónir SnjóbræðSla 400 þúsund FoKheldiSgjald 4,145 milljónir upp í loKagreiðSlu 5,0 milljónir gámaFærSlur 600 þúsund Förgunargjald 150 þúsund kostnaður Samanlagt 19.475.000 krónur óklárað miklar tafir hafa orðið við framkvæmdir á húsinu. Það átti að vera tilbúið í nóvember 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.