Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 6
mánudagur 1. september 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Það var ljóst frá upphafi að þeir hefðu ekki komið nálægt neinu sem er refisvert,“ segir Erlendur Þór Gunn- arsson, lögmaður veitingahúsaeig- endanna Arnars Þórs Gíslasonar, Loga Helgasonar, Níelsar Hafstein- sonar, Hafsteins Egilssonar og Þórð- ar Ágústssonar. Fyrrum veitingahúsa- eigandinn Ragnar Magnússon kærði þá fyrir beita fyrir sig handrukkurum til þess að neyða hann til að skrifa undir afsal af skemmtistöðunum Ol- iver, Lídó, Barnum, Q bar og Iðusöl- um. Sjálfur vildi Ragnar meina að hann hefði glatað að minnsta kosti hundrað milljónum vegna framferðis þeirra. Nú hefur ásökunum Ragnars verið vísað á bug og lögreglan hætt rannsókn. Milljónatap Það var um miðjan mars sem Ragn- ar kærði veitingahúsaeigendurna fyrir að beita fyrir sig Hilmari Leifssyni og Benjamín Þór Þorgrímssyni. Þá sak- aði Ragnar þá um að hafa handrukk- að sig og neytt til þess að skrifa undir afsal af skemmtistöðunum sem hann hafði keypt af veitingahúsaeigendun- um. Ragnar kvittaði undir og fengu þeir þá skemmtistaðina aftur í sín- ar hendur. Ragnar sagðist hafa tapað að minnsta kosti hundrað milljónum króna vegna málsins. Lögreglan hóf í kjölfarið rannsókn en auk þessa máls hefur Ragnar kært Benjamín Þór fyrir líkamsárás sem á að hafa átt sér stað í lok júlí. En Kompás náði því atviki á myndband. Kæra hugsanlega rógburð Sjálfur sagði Arnar Þór í viðtali við visir.is í mars að ásakanir Ragnars væru með ólíkindum. Þær væru róg- burður sem ekki væru svara verðar. Núna hefur komið í ljós að lögreglan sér ekki grundvöll til þess að sækja málið og hefur þar með hreinsað veit- ingahúsaeigendurna af allri sök. „Við hittumst í vikunni og það var rætt hvað væri hægt að gera varðandi rógburð sem þennan,“ segir Erlend- ur Þór, lögfræðingur þeirra, en það er enn í skoðun hvort þeir kæri Ragnar fyrir að bera út rógburðinn. Sjálfir hafi þeir skaðast vegna málsins. Brunabílar í Vogunum Upphaf þess að veitingahúsaeig- endurnir fengu staðina aftur var ein- faldlega vegna þess að Ragnar borg- aði ekki uppsett verð fyrir staðina. Þeir vildu meina að Ragnar hefði ekki staðið við efndir sínar í málinu en það mátti rekja til þess að lúxusbílar sem voru í eigu Ragnars og í vörslu Ann- þórs Karlssonar í Vogunum, brunnu á bílaplani. Lögreglan rannsakaði málið sem íkveikju. Enn hefur eng- inn verið kærður vegna málsins. Bíla- bruninn var áfall fyrir Ragnar en talið var að andvirði bílanna hafi hlaupið á tugum milljóna króna. Aðeins þrem- ur mánuðum eftir brunann skrifaði hann undir afsal af stöðunum og eru þeir því í eigu upphaflegra eigenda. Lögbannsmál þingfest Málið allt hefur hinsvegar haft þær afleiðingar að Benjamín Þór hefur sak- að Ragnar um hefndaraðgerðir þeg- ar hann á að hafa kveikt í lúxusjeppa sem var í hans eigu. Sú rimma náði hámarki í lok júlí þar sem Benjamín Þór á að hafa lamið Ragnar við hafn- arvogina í Hafnarfirði. Í ljós kom að sá fundur var tekinn upp af fréttamönn- um Kompáss og náðu þeir myndskeiði af Benjamín að ganga í skrokk á Ragn- ari. Benjamín vissi ekki af myndavél- unum og vildi lögbann á birtingu mynd- skeiðs- ins. Hann kærði til sýslumanns Reykjavíkur sem synjaði beiðninni. Í kjöl- farið kærði Benjamín ákvörðun sýslumanns og verður það mál þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt rannsókn vegna ásakana Ragnars Magn- ússonar á hendur fimm veitingahúsaeigendum um að þeir hafi beitt fyrir sig handrukk- urum. Þá kærði Ragnar einnig líkamsræktarþjálfarann Benjamín Þór Þorgímsson fyr- ir að hafa ásamt Hilmari Leifssyni neytt sig til þess að skrifa undir afsal af skemmtistöðum sem voru í hans eigu. bareigendur saklausir af handrukkun „Við hittumst í vikunni og það var rætt hvað væri hægt að gera varð- andi rógburð sem þennan.“ VaLuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ragnar Magnússon Lögreglan hefur vísað frá kærum sem ragnar lagði fram á hendur fimm veitingahúsaeigendum. St rí ð ið u m S k em m ti St a ð in a q bar oliver iðusalirlídó barinn skotið á heimili Um tvöleytið aðfaranótt laugardags barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að skotið hefði verið úr loftbyssu í rúðu íbúðarhúss við Faxabraut í Keflavík. Íbúar sáu þann aðila er mundaði skotvopnið og gáfu nokkuð greinagóða lýsingu á því ökutæki sem hann var í ásamt tveimur öðrum. Ekki náði þó lögreglan að hafa uppi á þeim sem stóðu að árásinni og hvetur hún þá sem voru að verki til að gefa sig fram við lögreglu. samstarf við litháen Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ritaði á föstudag undir samstarfsáætlun með Petras Baguska, dómsmála- ráðherra Litháens í Viliníus. Samkvæmt áætluninni munu dómsmálaráðuneyti landanna efla samstarf sitt, þar á meðal á sviði fangelsismála. Fyrr á árinu komust ráðherr- arnir að samkomulagi um að fangar frá Litháen í íslenskum fangelsum skyldu taka út refs- ingu í heimalandi sínu, enda væru þeir dæmdir til nokkurra ára refsivistar. Á fundi ráðherr- anna í gær var staðfest, að þrír fyrstu fangarnir væru á förum til Litháens. kannabis á busaballi Á föstudagskvöldið var lög- reglan á Akureyri með eftirlit með fíkniefnum vegna árlegs busaballs VMA. Lögreglan hafði afskipti af fjórum einstaklingum og fundust meint kannabisefni á einum þeirra ásamt tækjum og tólum til neyslu fíkniefna. Umbúðir utan af fíkniefnum fundust á öðrum. Það var fíkni- efnahundur lögreglunnar sem notaður var við eftirlitið og stóð hann sig með stakri prýði. Sama dag náði hundurinn að koma upp um mann á Akureyrarflug- velli, sem hafði komið fyrir 10 grömmum af ætluðu kókaíni í endaþarmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.