Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 25
mánudagur 1. september 2008 25Flugan GítarGæðinGar og kampakátir karlmenn Osushi í Iðuhúsinu á Lækjargötu orkar eins og segull á fræga fólkið en á meðal fastagesta þar eru tónlistar- og stjórnmálamaðurinn Ey- þór Arnalds, Sveppi leikari og ýmsir fleiri en Býfluga er nú í haust-heilsu-átakinu og nærir sig nær eingöngu á sushi. Á föstudagskvöldið snæddi þar líka stórstjarnan Björk Guðmunds- dóttir sem var með fríðu föruneyti og Sveppi kom einmitt líka. Þegar hann var nýfarinn kom söngfuglinn Birgitta Haukdal og hélt uppi merkjum fræga fólksins. Svo get ég sagt ykkur að meira að segja Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra kom þar við í snæðing skömmu fyrir helgi. Enda er færibandið með litríku og ljúffengu sushi bitunum ómótstæði- legt, hér sameinast hollustan og smartheit, ég meina sushi og kalt hvítvín - það verður varla flottara. Býfluga frétti að Osushi er að færa út kvíarnar og opnar bráðlega í Borgartúninu, sem gárungar kalla Wall Street Reykjavíkur, og verður það örugglega vel þegin viðbót í veit- ingaflóruna fyrir jakkafötin í því hverfinu. Segull á fræga fólkið Skrautfjaðr- irnar Björk og StórSveitin Stórsveit Reykjavíkur gerði stormandi lukku í Háskólabíói seinnipart laugar- dags enda er hljómsveitin sannkölluð skrautfjöður íslenska djassins. Á tón- leikunum leiddi Travis Sullivan sveit- ina gegnum útsetningar sínar á tónlist Bjarkar og fékk þrjá söngvara til liðs við sig: Sigurð Guðmundsson, Maríu Magn- úsdóttur og Sigríði Thorlacius. Wonder- brass, blásarastúlkurn- ar hennar Bjarkar, stigu einnig á svið og léku eitt lag. Rosa- lega sætar. Björn Thorddsen gítar- gutti var á með- al áhorfenda sem kunnu vel að meta músíkina. xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxx. Flugan Fór víða um helgina: Býfluga er djassgeggjari undir hamnum og mætti því ásamt félögum í fíling á gít- arhátíð Björns Thoroddsen á fimmtu- dagskvöldið en hún er fastur liður á Jass- hátíð Reykjavíkur. BT töfraði fram á sviðið vopnabræður sína erlendis frá; þá Kazumi Watanabe frá Japan, sem var valinn djass- leikari Evrópu 2007, og Philip Catherine frá Belgíu. Fleiri hundruð djassáhuga- og at- vinnumenn mættu í stóra sal Háskólabíós og nutu gítarveislunnar. Heiðursmenn- irnir Magnús Eiriksson og Þórður Árna- son toguðu líka í strengi. Meirihluti gesta var karlmenn sem lifðu sig svo sannarlega inn í tónleikana. Við stelpurnar vorum hins vegar orðnar svolítið lúnar í eyrunum eftir 90 mínútna stanslaust spil og laum- uðumst niður, fengum okkur bjór á krana og sátum í mjúku, leðursófasettunum og mældum út gítargæðingana sem skruppu reglulega á klósettið. Því næst var brunað á Café Rósenberg sem hefur nú til allrar hamingju verið end- urskapað á Klapparstígnum og þrátt fyrir beljandi rigningu og ofsarok var staðurinn fullur af hressu fólki og mátti meðal ann- ars sjá djassdívuna Andreu Gylfa. South River Band var að spila síðasta lagið þegar við komum inn úr storminum en það þótti okkur súrt í broti, þeir hefðu gjarnan mátt spila til miðnættis. Ekkert að vanbúnaði Félagarnir Þórður árnason og björn thorddsen tilbúnir í slaginn á gítarveislu þess síðarnefnda í Hákólabíói. Glaðbeitt á gítarhátíð Ingimundur sigfússon og frú kunnu að meta gítargæðingana glæsilegu. Býfluga hafði beðið með mikilli eftir- væntingu eftir Jemen-markaðinum sem haldinn var í Perlunni um helgina og strax við opnunina á laugardags- morguninn var komin biðröð! Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og krafta- verkakona, átti veg og vanda af þess- um viðburði og fékk afburða liðsstyrk frá ýmsu góðu fólki eins og Bjarna Ár- mannssyni sem var í hlutverki upp- boðshaldara undir lok dagsins og fórst það sérlega vel úr hendi. Býfluga gerði reyfarakaup en var með efasemdir um hversu góð kaup konugreyið gerði sem keypti lampa hannaðan af Ólafi Elías- syni á 1,2 milljónir ... Og sveitta treyjan hans Óla Stef, fyrirliða íslenska hand- boltalandsliðsins, fór á eina millu. verði ljóS ... lampi á 1,2 milljónir Býflugan Latabæjarsjónauki bjarni „bíssness“ ármanns býður upp sjónaukann úr Latabæ. Dulúð Hera björk fyllti domo með dulúð sinni. Kraftaverkakona Kraftaverkakonan Jóhanna Kristjónsdóttir og kjarnakvendið guðrún Ögmunds á Jemen- markaðinum í perlunni. Björk gæddi sér á hráum fiski á Osushi á föstudagskvöldið. Stuð og flug stuðmannaballið um helgina var mjög vel sótt enda voru skemmtikraftar á borð við birgittu Haukdal og Flugfreyjukórinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.