Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 21
in. Hann var allt of lengi niður til að verja fyrra markið og í því seinna var hann lagstur nánast á bakið áður en Þórir skallaði boltann inn. En fjörið var ekki búið. Það voru Fjölnismenn sem leiddu í hálfleik en þeir skoruðu á 41. og 43. mínútu. Fyrra markið var sjálfsmark Vals Fan- nars Gíslasonar og það síðara skor- aði Pétur Markan eftir mistök Þór- is Hannessonar. Nánast öll mörkin í leiknum komu eftir slæma varnar- vinnu og var hún frekar blóðugri hjá Fylki. Tómas kláraði dæmið Enn ein mistökin urðu til þess að Fylkir jafnaði metin á 68. mínútu þegar varamaðurinn Heimir Snær Guðnason gaf boltann á Ian Jeffs sem þakkaði pent fyrir sig og skor- aði auðveldlega. Markið kom aðeins mínútu eftir að Fjölnir heimtaði víta- spyrnu þar sem Kristjáni Haukssyni var augljóslega hrint í teignum en Valgeir Valgeirsson ákvað að dæma ekki neitt. Það voru þó Fjölnismenn sem fögnuðu innilega eftir leik þegar Tómas Leifsson lét vaða fyrir utan teig á 92. mínútu og Fjalar Þorgeirs- son varði boltann inn. Tómas hafði verið mikið í því að spila félaga sína uppi en í þetta skiptið lét hann skot- ið ríða af og er óskabarn Grafarvogs þessa stundina. Fjölnir mætir í úr- slitum annað hvort KR eða Breiða- blik en þau eigast við í kvöld. Tapa ekki aftur „Ég nenni ekki að tapa öðrum úr- slitaleik. Það var ömurlegt að tapa fyrir FH í fyrra,“ sagði hetjan, Tóm- as Leifsson, við DV, aðspurður um hvort liðið ætlaði ekki alla leið í ár. Hann skoraði sigurmarkið með góðu skoti en hafði fram að því verið meira að spila félaga sína uppi. „Þegar eng- inn er frír lætur maður bara vaða. Pétur var nýbúinn að klúðra dauða- færi þannig það var bara komið að mér að skjóta,“ sagði Tómas léttur um sigurmarkið. „Þetta bjargar alveg sumrinu. Okkur hefur ekkert gengið í seinni umferðinni og því ákváðum við að leggja mikið í bikarinn,“ sagði Tómas að lokum. Draumasumar Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, hafði vart undan því að kyssa og knúsa stuðningsmenn liðsins eftir leikinn. „Svona á þetta að vera. Þetta var samt kaflaskiptur leikur þar sem við vorum bæði yfir í leiknum og undir. Strákarnir sýndu samt mik- inn karakter að klára þetta,“ sagði Ás- mundur brosmildur við DV. „Það hefur verið mikið mótlæti hjá okk- ur að undanförnu. Við höfum feng- ið á okkur mörk á lokamínútunum og eins og í dag finnst okkur við eiga ýmislegt inni í dómgæslunni,“ sagði Ásmundur um vítið sem Fjölnir átti að fá. Hann er ánægður með sum- arið. „Það er ekki hægt að biðja um meira á fyrsta tímabili í efstu deild. Ef við gefum okkur það að við höldum okkur í deildinni og erum komnir í úrslitaleik bikarsins er þetta drauma- sumar,“ sagði Ásmundur. Gerist ekki meira svekkjandi Sverrir Sverrisson var að stýra Fylki í sínum fyrsta leik með liðið og hann var sáttur með frammistöðu sinna stráka. „Það gerist auðvitað ekki meira svekkjandi en að fá á sig mark þegar ein mínúta er eftir. Ég er samt mjög ánægður með hugarfarið sem strákarnir sýndu en ég lagði upp með breytingu á því fyrir leikinn. Ég sé fram á að við getum haldið okkar sæti í deildinni ef við sýnum sama hugarfar og við gerðum hér í dag,“ sagði Sverrir við DV. mánudagur 1. september 2008 21Sport ÍR meisTaRi Í 2. DeilD Ír er komið upp í 1. deild, en liðið varð meistari í 2. deild um helgina. Þá gerði Ír jafntefli við tindastól á úti- velli, 1-1, en þetta var aðeins annar leikurinn sem Ír vinnur ekki. Ír hefur farið á kostum í deildinni í ár undir stjórn guðlaugs baldurs- sonar, hefur unnið 16 leiki, gert tvö jafntefli og er með 11 stiga for- ystu á aftureldingu sem er í öðru sætinu. breiðhyltingar hafa einnig skorað langflest mörkin eða 53 talsins og, ásamt aftureldingu, fengið á sig fæst mörk eða nítján. elías Ingi árnason hefur farið fyrir vaskri sveit manna hjá Ír en hann er markahæstur í deildinni með hvorki fleiri né færri en 21 mark þegar liðið á enn eftir að leika fjóra leiki. eiðuR á bekknum Í Tapi Landsliðsmaðurinn eiður smári guðjohnsen lék ekkert í óvæntu tapi barcelona í fyrstu umferð spænsku deildarinnar sem hófst um helgina. barcelona tapaði fyrir nýliðum numancia, 1-0, en sigurmarkið skoraði mario fyrir heimamenn á 12. mínútu. Þrátt fyrir öll kaup barcelona fyrir tímabilið var aðeins einn nýr leikmaður í byrjunarliðinu, dani alves. Mikil spenna er komin í topp- baráttu 1. deildar eftir leiki síðustu umferðar. Selfoss átti möguleika að ná 8 stiga forystu á Stjörnunna áður en það hélt til Ólafsvíkur síðastlið- inn fimmtudag. Óvænt tap þar í sjö marka leik gaf Stjörnunni möguleika á að minnka forskotið á Selfoss sem situr í 2. sæti í tvö stig. Þann mögu- leika nýttu Stjörnumenn sér með auðveldum sigri á Fjarðabyggð í há- deginu á laugardaginn. Þorvaldur Árnason skoraði tví- vegis áður en Zoran Stojanovic bætti við þriðja markinu fyrir Stjörnuna í auðveldum, 3-0, sigri á Fjarðabyggð. Með sigrinum eru Stjörnumenn nú aðeins tveimur stigum á eftir Sel- fossi sem situr í 2. sætinu en efstu tvö sætin gefa keppnisrétt í Lands- bankadeildinni. Tap Selfoss gegn Víkingi Ólafsvík kom mikið á óvart en þó sérstaklega lokatölurnar. Óls- arar eru ekki þekktir fyrir að skora mörg mörk á heimavelli og hvað þá fá á sig mörk. Lokatölur hinsvegar 4-3, en fyrir leikinn höfðu Ólsarar leikið 9 heimaleiki og skorað í þeim 8 mörk. Þrjár umferðir eru eftir og á Stjarnan eftir að leika við Víking úr Reykjavík á útivelli, KA heima og Hauka á útivelli. Selfoss á næst erf- iða för til Ólafsfjarðar þar sem það mætir KS/Leiftri, svo aðra langferð til Eskifjarðar þar sem það mæt- ir Fjarðabyggð og lokaleikurinn er gegn toppliði ÍBV á heimavelli. Þó Selfoss eigi eftir tvö lið úr neðri hluta deildarinnar er KS/Leiftur mjög erf- itt heim að sækja og í bullandi fall- baráttu. tomas@dv.is Óvænt tap Selfoss hleypti enn meiri spennu í toppbaráttu 1. deildar: Stjarnan við hæla Selfoss Tvöfalt stjarnan lagði Fjarða- byggð á eskifirði fyrr á tímabilinu. AFTUR GLEÐI Í GRAFARVOGI ekki lengra Kristján Hauksson með varamanninn Jóhann Þórhallsson í strangri gæslu. Hetjur stuðnings- menn Fjölnis fögnuðu með sínum mönnum. Fyrsti titill alfreðs alfreð gíslason fer vel af stað með sína nýju lærisveina í tHW Kiel í þýska handboltanum. Kiel lagði Hamburg í árlegum leik Þýskalands- og bikarmeistaranna um titilinn meistarar meistaranna. Kiel leiddi nær allan leikinn og aðeins einu sinni var jafnt á með liðunum, 20-20. Kiel vann á endanum góðan sigur, 33-28, og hampaði alfreð sínum fyrsta titli í leikslok. markvörðurin thierry Omayer sem fór illa með íslenska landsliðið átti stórleik með Kiel en hann flaug beint í leikinn og hafði ekki æft með liðinu áður en að leiknum kom. Gestirnir sigruðu Fram er reykjavíkurmeistari í handknattleik karla og Valur í kvennaflokki en bæði liðin töpuðu úrslitaleikjum Opna reykjavíkurmóts- ins fyrir gestaliðum. HK vann úrslitaleikinn í karlaflokki en Haukar hjá konunum. Hvorugt liðið er úr reykjavík og gat því ekki hampað titlinum. HK fór létt með Fram í úrslitaleik karla þar sem sveinbjörn pétursson, ungur markvörður sem kom frá akureyri, fór á kostum. Í úrslitaleik kvenna unnu Haukar Val, 33-22, og sigurinn eins auðveldur og lokatölur gefa til kynna. Fyrsti nágranna- slagurinn Haukar og FH tóku fyrsta alvöru nágrannaslaginn sín á milli í langan tíma þegar þau mættust í úrslitaleik Hafnarfjarðarmótsins í handbolta um helgina. Haukar fóru á kostum á mótinu og var engin breyting á í úrslitaleiknum þar sem rauðliðarnir unnu, 36-22. Valur og danska liðið nordsjælland tóku einnig þátt í mótinu. birkir Ívar guðmundsson lék með Haukum sína fyrstu mótsleiki eftir endurkomu sína í Hauka og fór á kostum á mótinu. Hann var valinn leikmaður mótsins. ekkert hindrar Val Valur er svo gott sem orðið meistari í landsbankadeild kvenna í fótbolta. Fyrir síðustu umferðina hefur Valur þriggja stiga forystu á Kr og 23 mörkum betur í markatölu. Ætli Kr- stúlkur sér að stela sigrinum í síðustu umferðinni þurfa þær að treysta til dæmis á að stjarnan leggi Val, 1-0, og sjálfar þurfa Kr-stúlkur þá að vinna aftureldingu á útivelli, 23-0. titilinn verður því örugglega Vals í síðustu umferðinni en þessi tvö lið eiga eftir draumaúrslitaleik í VIsa-bikar kvenna. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.