Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 9
mánudagur 1. september 2008 9Fréttir Palentínskir flóttamenn til Akraness: Úr sandfoki í snjóinn „Þau eru vön kulda á veturna en rokið, snjórinn og myrkrið hér koma þeim örugglega í opna skjöldu,“ segir Linda Björk Guð- rúnardóttir, verkefnisstjóri mót- töku palestínskra flóttamanna. Flóttamennirnir eru væntanlegir til Akraness fyrir miðjan septemb- er. Fjölskyldurnar koma úr flótta- mannabúðum og hafa búið í stríðshrjáðu landi í fimm ár. Búð- irnar eru byggðar á sandi og eru því mjög óheilsusamlegar vegna sandfoks og hita sem eru aðstæð- ur sem við þekkjum ekki. Rauði krossinn á Akranesi er búinn að standsetja þrjár íbúðir og búið er að afhenda hinar. Um er að ræða sex ekkjukonur og 15 börn þeirra. Fjögur eru á leikskólaaldri, 8 fara í grunnskólann á staðnum og þrjú fara í framhaldsskóla. „Ég er rosa- lega ánægð með hvað skólarn- ir hérna eru vel undirbúnir til að takast á við þetta verkefni. Fjöl- brautarskólinn er með hugmyndir um hvernig hægt er að aðlaga þau með því að opna fyrir þeim félags- lífið og styðja þau í náminu,“ segir Linda. Þegar eru komnar nokkrar stuðningsfjölskyldur á Akranesi sem aðstoða fjórar af þessum sex fjölskyldum að komast inn í sam- félagið. Linda segist vonast til að Akurnesingar taki við sér og skrái sig hjá Rauða krossinum. „Það koma alltaf upp einhver ófyrirsjá- anleg vandamál við komu flótta- manna og þá er gott að hafa marg- ar íslenskar stuðningsfjölskyldur sem geta hlaupið undir bagga. Þetta er mikil og gefandi vinna en verður auðveldari þegar hún er unnin af mörgum höndum,“ segir Linda. liljag@dv.is Svikin um heimilið nema fá borgað og tjáði bygging- armeistaranum það. Smiðir hafa heldur ekki fengið borgað og ekki rafvirkjar. Hjónin eru að leggja al- eigu sína í húsið og segir Unnur að erfitt hafi verið að heyra þau tíðindi að ekki yrði haldið áfram með smíð- ina nema Viggó myndi borga sínar skuldir. Frá 20. júní hefur ekkert verið unnið í húsinu. Þau Unnur og Ragn- ar hafa nú leitað til lögfræðings til að kanna hvort að þau geti tekið yfir og klárað húsið sjálf. Viggó neitar að semja. Hann neitar að halda verkinu áfram og neitar að gefa það eftir. Stal 40 feta gám af lóðinni Fyrir um viku síðan kallaði Viggó til sín kranamann og gámabíl og lét fjarlægja gám af lóð hjónanna. Gámurinn geymdi allt það sem var pantað með húsinu, eldhús og bað- tæki, gluggakistur og gluggaáfellur, innihurðir, parket, arinn, innrétt- ingar og skápa sem og bílskúrshurð. Hafa Unnur og Ragnar kært Viggó fyrir þjófnað, enda segjast þau hafa verið búin að greiða Viggó og hans mönnum allt samkvæmt samningi. Unnur og Ragnar eru orðin lang- þreytt og búa núna hjá for- eldrum hennar. „Hann er búinn að svíkja samn- inga, ljúga og vera með dónaskap. Hóta okkur símleiðis, hvort sem er í símtölum eða með sms-i. Og með tölvupósti og nú síðast stal hann af okkur,“ fullyrðir Unnur. Á miðvikudaginn var samn- ingi við Ásvík rift og var Viggó boðaður á fund til að staðfesta riftunina. Hann sá enga ástæðu til að mæta, hvað þá svara síman- um. Hvorki frá hjónunum, blaða- manni, byggingarstjóra eða verka- mönnum sem eiga inni laun hjá honum. „Hann er búinn að svíkja samninga, ljúga og vera með dónaskap. Hóta okkur sím- leiðis, hvort sem er í símtölum eða með sms-i.“ Viggó Sigurðsson Viggó hefur ekki staðið við þá samninga sem hann gerði við unni og ragnar sem keyptu af honum hús. Hann er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik. Glæsilegt hús og umhverfi Þar sem hjónin eru að reyna að byggja er óneitanlega glæsilegt um að litast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.