Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 13
mánudagur 1. september 2008 13Fréttir
Lögregluyfirvöld í Shanghaí hafa
ákveðið að grípa til fremur óvenju-
legra ráðstafana til að takast á við
fólk sem gengur yfir á rauðu ljósi,
eða þar sem ekki er gangbraut. Lög-
reglan mun nefnilega birta mynd-
ir af lögbrjótunum í dagblöðum og
sjónvarpi til að niðurlægja fólk svo
það hugsi sig tvisvar um næst. Hug-
myndin hefur vakið mikla athygli og
sitt sýnist hverjum um ágæti þessar-
ar áætlunar.
Lögfræðingar benda á að opin-
ber niðurlæging sem þessi sé allt of
ströng refsing fyrir smábrot af þessu
tagi. Vara lögfræðingar við því að nú
geti kærum vegna ærumeiðinga rignt
yfir lögregluna í borginni. „Refsing-
in á að miðast við alvarleika brots-
ins,“ segir Liu Chung lögfræðing-
ur í Shanghaí. Lögbrjótarnir mega
því nú búast við því að vera gripnir
glóðvolgir á myndavélar sem komið
verður fyrir á völdum gatnamótum.
Myndirnar verða birtar í sérstökum
lögregludálk í dagblöðum og í sjón-
varpsþáttum sem lögreglan mun
standa fyrir.
Að ganga yfir götur þegar tækifæri
gefst hvort heldur sem það er leyfi-
legt eða ekki er lífsstíll í stórborgum
Kína, þar sem ökumenn virða ekki
rétt gangandi vegfarenda. Á fyrstu
átta mánuðum þessa árs voru skráð
brot gangandi vegfarenda í Shanghaí
nærri 8 milljónir. mikael@dv.is
vill komast í víglínuna
Stóð sig vel
Þrátt fyrir að heimildir hermi
að Harry muni sætta sig við niður-
stöðu hernaðarmálayfirvalda, þá
hefur hann komið þeim skilaboð-
um áleiðis að hann vilji fyrir alla
muni komast aftur út til að sinna
þeim störfum sem hann hefur ver-
ið þjálfaður til. Í Afganistan starfaði
hann við flugstjórn á vettvangi og
þótti standa sig með mikilli prýði
að sögn heimildarmanns í breska
hernum. „Herdeildin hans mun
halda aftur til Afganistan um þetta
leyti á næsta ári, og Harry vill ekki
vera skilinn eftir,“ hefur The Sun
eftir heimildarmanni sínum. Þann
5. maí var Harry svo sæmdur orðu
fyrir herþjónustu sína í Afganist-
an við hátíðlega athöfn í Windsor.
Anne prinsessa sæmdi frænda sinn
orðunni ásamt þeim 170 hermönn-
um sem lokið höfðu skyldustörfum
sínum í landinu.
Lætur gott af sér leiða
Frá því að Harry var kallaður
heim hefur hann látið gott af sér
leiða, en hann hefur oft og tíð-
um þótt umdeildur vegna hinna
ýmsu uppátækja sem þykja ekki
konungbornum sæmandi. Hann
varði tveimur mánuðum í að að-
stoða við að byggja skóla í Lesotho
í suðurhluta Afríku, en í landinu
hefur geisað mikill AIDS-farald-
ur. Síðasti mánuður hjá prinsin-
um fór síðan í hefðbundnari kon-
ungsfjölskylduathafnir á borð við
sumarfrí í Cape Town og Botsv-
ana ásamt kærustu sinni, Chelsy
Davy.
Lögreglan í Shanghaí grípur til óhefðbundinna aðferða:
niðurlægja gang-
andi vegfarendur
Ekki yfir á rauðu Lögbrjótar enda
í fréttunum gangi þeir yfir á rauðu.
Lætur gott af sér leiða Harry að
störfum í Lesotho í afríku þar sem
hann sinnti góðgerðamálum í sumar.
Orða fyrir ómakið Harry var sæmdur orðu
við heimkomuna frá afganistan. anna
prinsessa og frænka hans skreytti prinsinn.
Mynd: Getty
SLÁR
Nýjar haustvörur frá
Stærðir
42-56