Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 24
mánudagur 1. september 200824 Ættfræði 30 ára í dag 30 ára n Istribris Karalasingkam Vallarási 1, Reykjavík n Krzysztof Ksepko Miðtúni 4, Tálknafjörður n Fabrizio Frascaroli Klapparstíg 17, Reykjavík n Lina Mazurovic Skólabraut 21, Akranes n Auður Gréta Óskarsdóttir Akurgerði 48, Reykjavík n Evert Ingjaldsson Skálateigi 1, Akureyri n Gísli Þór Þórarinsson Heiðarholti 10, Reykjanes- bær n Borgþór Geirsson Einbúablá 38, Egilsstaðir n Hilmar Geir Óskarsson Lækjarfit 10, Garðabær n Kristín McQueen Rafnsdóttir Kambsvegi 18, Reykjavík n Helga Guðrún Henrysdóttir Lækjarvegi 7, Þórshöfn n Arna Guðný Jónasdóttir Skálateigi 1, Akureyri n Alfreð Erling Þórðarson Skorrastað 4, Neskaup- staður n Sylvía Latham Heiðardal 9, Vogar n Pétur Hinrik Herbertsson Leynisbrún 7, Grindavík n Hildur Halla Gylfadóttir Skólagerði 61, Kópavogur n Sigurbjörn Orri Úlfarsson Dalseli 33, Reykjavík n Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir Laugavegi 60, Reykjavík 40 ára n Eggert Freyr Guðjónsson Kleifum 2, Búðardalur n Birna Jóna Björnsdóttir Þinghólsbraut 16, Kópavogur n Guðbjörg Þóra Snorradóttir Kirkjuvogi 2, Reykjanesbær n Elín Hauksdóttir Hvannarima 4, Reykjavík n Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir Suðurmýri 42a, Seltjarnarnes n Ragnheiður Ragnarsdóttir Kleifargerði 5, Akureyri n Guðmundur I Bergþórsson Öldugranda 1, Reykjavík n Sigurbjörn Eiríksson Sogavegi 92, Reykjavík n Pétur Berg Eggertsson Höfðabrekku 25, Húsavík 50 ára n Guðrún Ólafsdóttir Dísarási 9, Reykjavík n Margrét Kristín Hreinsdóttir Seljalandsvegi 73, Ísafjörður n Guðrún B Vilhjálmsdóttir Barðaströnd 39, Seltjarnarnes n Erna Ragúels Jóhannsdóttir Hjarðarslóð 2e, Dalvík n Guðrún Bergmann Magnúsdóttir Víðihvammi 7, Kópavogur n Jón Halldór Guðmundsson Ærlæk, Kópasker n Helga Konráðsdóttir Álfaskeiði 57, Hafnar- fjörður. 60 ára n Stefán V Jónsson Lindasmára 44, Kópavogur n Vilberg Ágústsson Hrafnhólum 8, Reykjavík n Guðmundur Jónsson Búhamri 1, Vestmannaeyjar n Aðalbjörg K Valberg Grænlandsleið 28, Reykjavík n Ómar Ellertsson Suðurhólum 20, Reykjavík n Gunnar Ingvarsson Kolgröfum, Grundarfjörður n Ósk Bergþórsdóttir Reynigrund 44, Akranes n Sigurlína Ásta Antonsdóttir Kjarrhólum 20, Selfoss 70 ára n Stefán Guðmundsson Njarðarvöllum 6, Njarðvík n Lilja Jónasdóttir Þórólfsgötu 19a, Borgarnes n Bergþór G Úlfarsson Bjarkarbraut 11 Rh, Selfoss n Jón Gunnþórsson Austurvegi 14, Þórshöfn n Erla Guðmundsdóttir Nýbýlavegi 50, Kópavogur n Auður Brynjólfsdóttir Blikahólum 4, Reykjavík n Guðjón Jóhannes Jónsson Kjarrmóa 9, Selfoss 75 ára n Ragnheiður Gunnarsdóttir Vatnsstíg 21, Reykjavík n Geirlaug Sigurðardóttir Austurbrún 6, Reykjavík 80 ára n Tómas Kristjánsson Boðahlein 23, Garðabær n Elsa Magnúsdóttir Einarsnesi 40, Reykjavík n Soffía Pétursdóttir Skálagerði 9, Reykjavík n Magnús Ágústsson Suðurbyggð 7, Akureyri n Högni Guðjónsson Hjallabraut 33, Hafnarfjörður n Sverrir Lúthersson Hellisgötu 16, Hafnarfjörður n Bryndís Steinþórsdóttir Dalbraut 14, Reykjavík 85 ára n Sigríður Sveinsdóttir Mýrarvegi 111, Akureyri n Sigurður Gíslason Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík n Dagbjört Jónsdóttir Mýrarkoti, Húsavík Sara Marti GuðMundSdóttir leikkona og söngkona Sara fæddist í Barcelona á Spáni en ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún var í Melaskóla en flutti níu ára í Hafnarfjörðinn þar sem hún var í Öldutúnsskóla og Flensborg. Hún útskrifaðist frá leiklistardeild Lista- háskóla Íslands vorið 2007. Sara hefur verið söngkona með hljómsveitinni Lhooq, sem gaf út disk árið 1999 og var Sara tilefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta söngkonan 1999. Sara hóf sinn leiklistarferil sem starfsmaður í miðasölu í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Fyrsta leikhús- hlutverk Söru eftir útskrift var Gréta í Skilaboðaskjóðunni. Þá lék hún Júlíu í norway.today sem sýnt var í nokkrum menntaskólum á lands- byggðinni, og Sara lék Stínu í söng- leiknum Ástin er diskó, lífið er pönk. Hún leikur nú Söru í Fólkinu í blokk- inni, eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem frumsýnt verður í Borgarleik- húsinu í október. Þá mun hún leika í Frida, Viva la Vida, í Þjóðleikhúsinu eftir áramót. Sara lék í kvikmyndunum Villi- ljós og Astrópíu. Sara stofnaði fyrirtækið Reykjavík Casting, ásamt vinkonu sinni, Alex- íu, leikkonu sem starfrækir það nú. Fjölskylda Maður Söru er Tobias Munthe, f. 18.11. 1978, kvikmyndaleikstjóri. Systkin Söru eru Ívan Guð- mundsson, f. 25.6. 1982, námsmað- ur í Hafnarfirði; Mýrían Steinunn, f. 16.1. 1984, starfsmaður hjá Eskimó. Foreldrar Söru eru Guðmundur Steinn Guðmundsson, f. 17.3. 1948, rafmagnstæknifræðingur í Hafnar- firði, og Mayte Marti Guðmunds- son, f. 17.4. 1950, þroskaþjálfi. Til hamingju með afmælið! Sverrir fæddist í Reykjavík en ólst upp að Ytri-Skeljabrekku í Andakíl. Hann starfaði við Anda- kílsvirkjun en stundaði síðan nám við Héraðs- skólann að Laugarvatni. Sverrir var vinnumaður við búið að Laugarvatni að námi loknu en síðan sjómaður í Vestmannaeyj- um í rúm þrjú ár. Hann starfaði við Steypustöðina í Reykjavík og hjá Ís- félagi Vestmannaeyja í Reykjavík en var síðan sendibílstjóri hjá Sendi- bílastöðinni hf. Sverrir hóf störf hjá Vélsmiðju Péturs Auðunssonar í Hafnarfirði 1975 og starfaði þar til 1992. Fjölskylda Sverrir kvæntist 16.1. 1971, Auði Samúelsdóttur, f. 20.12. 1941, d. 15.1. 1993, húsmóður. Hún var dóttir Samúels Kristjánssonar, sjó- manns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Margrétar Hannesdóttur húsmóður. Börn Sverris og Auðar eru Grét- ar, f. 15.7. 1969, vélstjóri i Grindavík; Reynir, f. 9.8. 1970, búsettur í Mos- fellsbæ; Sigurður Rúnar, f. 5.12. 1973, búsettur í Kópavogi. Uppeldissonur Sverr- is er Guðmundur Bragi Jóhannsson, f. 21.8. 1964, d. 30.11. 2007, bílaviðger- armaður í Keflavík. Sverrir á fjögur hálf- systkin. Þau eru Sigríð- ur Lúthersdóttir, búsett í Kópavogi en auk þess í Bandaríkj- unum; Jóhann Lúthersson, fyrrv. verkamaður í Reykjavík; Hilmar Lúthersson, pípulagn- ingameistari Selfossi; Reynir Lúthersson, pípulagningameistari í Kópavogi. Foreldar Sverris: Lúther Salómonsson, pípulagningameistari í Kópavogi, og Gróa Sess- elja Jónsdóttir. Fósturforeldrar Sverris: Sigurður Sigurðsson, bóndi á Ytri-Skeljabrekku, og k.h., Guðrún Salómonsdóttir húsfreyja. Sverrir Lúthersson fyrrv. verkamaður í Hafnarfirði „Það leggst bara mjög vel í mig enda er ég bara tuttugu og fimm í anda,“ segir Arna Guðný Jónasdóttir en hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. „Ég ætla að halda kökukaffi fyrir fjöl- skylduna eða smá fjölskylduboð. Ekkert partý það er ekkert gaman að verða þrítug á mánudegi.“ Þegar Arna Guðný er spurð um eftirminnilegasta afmælisdaginn svarar hún að það hafi verið tuttugu og fimm ára afmælisdagurinn. „Þeg- ar ég varð tuttugu og fimm ára var ég í heimsókn hjá vinkonu minni í Danmörku. Við vinkonurnar fórum í dýragarðinn í Kaupmannahöfn og ætli það sé ekki eftirminnilegasti af- mælisdagurinn minn.“ „Ég býst ekki við því að halda ein- hverja stórveislu. Þegar einhver á af- mæli innan fjölskyldunnar förum við oftast öll saman út að borða, systkin mín og fjölskyldur. Annað hvort er eldað, grillað eða farið út að borða. Við erum ekki voða partývæn fjöl- skylda,“ segir Arna Guðný ánægð með hefðina sem hefur skapast inn- an fjölskyldunnar. Arna Guðný er í námi og þegar hún er spurð hvort hún ætli að fara með köku í skólann svarar hún hlæj- andi. „Ég held maður mæti ekki með köku þegar maður er ekki í bekkja- kerfi, því ætla ég ekki að mæta með köku í skólann.“ berglindb@dv.is 80 ára í dag Arna Guðný Jónasdóttir fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í dag: Hefð að fara út að borða Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1933, cand. mag.-prófi í stærðfræði, með eðlis-, efna- og stjörnufræði sem aukagrein- ar, frá Kaupmannahafnarháskóla 1942 og prófi í kennslutækni sama ár. Guðmundur kenndi við MA 1936-39 og 1945-46, við Sankt Knuds Gymnasium í Danmörku 1942-45, við MR 1945-65 og við VÍ 1946-47. Hann var stundakennari við HÍ 1947-62, dósent þar 1962-67, og stundakenn- ari við KHÍ. Guðmundur varð rektor Mennta- skólans í Hamrahlíð við stofnun hans, 1965, og gegndi því starfi til 1980. Hann átti því stóran þátt í því að gera MH að einum besta framhalds- skóla landsins, strax frá upphafi. Það var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að skólinn byggði á áfangakerfi sem þá var nýjung í framhaldsskólamenntun hér á landi. Menntaskólinn í Hamrahlíð vakti snemma athygli fyrir frábær- an kór og fjörugt tónlistarlíf. En skól- inn varð ekki síður frægur fyrir feiki- lega gróskumikla skákstarfsemi. Á skömmum tíma komu að minnsta kosti fjórir firnasterkir skákmenn úr skólanum sem allir urðu stórmeistar- ar á nokkrum árum. Það eru þeir Jó- hann Hjartarson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason. Nemendur MH þurftu ekki langt að sækja skákáhugann því rektor- inn þeirra var í hópi þekktustu skák- manna þjóðarinnar. Guðmundur var lengi landsliðsmaður í skák, Ól- ympíumótsfari 1939, Íslandsmeistari 1949, og varð alþjóðlegur skákdómari 1972, fyrstur Íslendinga. Hann samdi fjölda greina og bóka um skák og var með skákþætti í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þá þýddi hann og samdi fjölda kennslu- bóka, einkum í stærðfræði og eðlis- fræði. Guðmundur var heiðursfélagi Skáksambands Bandaríkjanna frá 1972 og Skáksambands Íslands frá 1975, var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1979 og var heiður- doktor við HÍ frá 1995. Hann var án efa í hópi merkustu skólamanna Íslendinga á síðustu öld. Guðmundur arnlaugsson f. 1. september 1913, d. 9. nóvember 1996 merKir íSlendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.