Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 15
m á n u d a g u r 1 . s e p t e m b e r 2 0 0 8 umsjón: ásgeir jónsson, asgeir@dv.is Fornbílaklúbbur Íslands stækkar ört með hverju árinu en Sævar Pétursson formaður klúbbsins segir mikinn áhuga vera að vakna fyr- ir gömlum bílum. „Þetta er mjög upprennandi klúbbur og ég finn áhugann á þessum gömlu bílum sífellt vera að aukast. Í dag eru meðlimir klúbbsins um áttahundruð talsins. Það er alltaf verið að biðja okkur um bíla á hinar ýmsu uppák- omur og þar á meðal tískusýningar,“ segir Sæv- ar sem hefur verið meðlimur klúbbsins frá árinu 1990. „Við erum með starfsemi allt árið um kring en keyrum ekkert á veturna, ekki nema svona alveg í sérstökum tilfellum. Yfir sumartímann keyrum við hins vegar alltaf fimmtán fastar ferðir. Við hitt- umst svo á hverjum miðvikudegi uppi í húsnæð- inu okkar í Árbæ og ræðum um allt milli himins og jarðar. Núna erum við reyndar að byggja nýtt húsnæði uppi í Elliðaárdal,“ segir Sævar og bæt- ir því jafnframt við að aðstaðan í Elliðaárdalnum verði allt önnur en í Árbænum. „Þetta verður bæði félagsheimili og safnhús sem kemur til með að hýsa fornbílasafnið. Nú er verið að vinna í þaki og gluggum og verið að klæða húsið með flísum svo það er vonandi stutt í að við getum flutt okkur þangað yfir.“ krista@dv.is Fornbílaklúbbur Íslands flytur sig brátt í spánnýtt húsnæði í Elliðaár- dalnum. Meðlimir klúbbsins eru um áttahundruð talsins. Klúbbur sem st KKar ört mynd róbert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.