Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 3
mánudagur 1. september 2008 3Fréttir „Við höfum fengið nokkrar ósæmi- legar myndir sem við getum ekki sett á strætókortin,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónusviðs hjá Strætó bs. Í fyrra gátu nemar sótt frí strætókort hjá nemenda- félögum framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu en nú þurfa þeir að sækja um kortin á straeto. is. „Í fyrra voru margir að misnota kortin með því að gefa öðrum þau auk þess sem sum nemendafélög- in létu kassa með kortunum í mat- sali og létu krakkana sjá sjálf um að finna sitt kort. Þetta gerði það að verkum að sumir tóku kort fyrir vini og fjölskyldu,“ segir hann. Ber brjóst og ælur Í ár þarf að sækja um kortin á straeto.is og senda mynd með. „Sumar myndirnar fá ekki sam- þykki frá okkur vegna þess að þær sýna ekki rétta mynd af einstaklingnum, mynd- ir af strák að æla og ber- brjósta stelpur er ekki eitthvað sem við vilj- um hafa á kortunum okkar,“ segir Einar, og efast um að stúlk- an vilji bera sig í hvert skipti sem hún fer í strætó. Þeir sem ætl- uðu að vera sniðugir með þessum hætti fá að gjalda þess og fá ekki frí strætókort í vetur. Þeir sem senda sómasamlega mynd ættu að fá kortin af- greidd innan tveggja vikna á þann stað sem nemand- inn óskar eftir. „Það tefur hins vegar afgreiðslu kortanna að sumir skólanna sendu listana of seint sem kostaði taf- ir hjá okkur. Auk þess hafa margir sent myndir á wordskjölum eða slóðir á heima- síður en það dug- ar ekki til. Þær myndir sem eru ekki á jpg- formi komast ekki í gegn,“ segir hann. Sveitarfélögin greiddu 350 milljónir Þegar hafa átta þúsund nem- ar sótt um lykilorð til að sækja um kortin en fjögurþúsund og sex hundruð hafa sent myndir svo hægt sé að framleiða kortin. Þó að þetta kallist fríkort í strætó þá eru þau alls ekki frí fyrir sveitarfé- lögin. Á síðasta ári borguðu sveit- arfélögin 350 milljónir til strætó svo hægt væri að halda úti þess- um kortum. „Námsmenn eru því jafnmikilvægir kúnnar og aðrir og þess vegna gerum við okkar besta til að skila strætókortunum af okk- ur sem fyrst,“ segir Einar. Fyrir- tækinu berast tvö til þrjúhundruð tölvupóstar á dag frá nemum sem bíða óþreyjufullir eftir kortunum sínum. Þeir sem gerðu mistök með því að senda myndir á röngu formi ganga fyrir og ættu því að fá svör á næstu dögum. liljag@dv.is Í ár þurfa framhalds- og háskólanemar að sækja um ókeypis strætókort á stra- eto.is og senda af sér mynd. Einar Kristj- ánsson segir nokkuð um að nemendur hafi sent fyrirtækinu ósæmilegar mynd- ir og fái því ekki strætókort í vetur. lilja guðmundSdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is BerBrjósta í strætó Frítt í strætó Í fyrra greiddu sveitarfélögin 350 milljónir til strætó vegna ókeypis nemakorta. mynd HEiða HElgadóttir Einar Kristjánsson segir nema hafa sent myndir af berum brjóstum og sjálfum sér ælandi til að setja á strætókortin. mynd úr EinKaSaFni ísLeNDINGar BíÐa FeLLIBYLs allt klárt ragnheiður guðmundsdóttir og maður hennar hafa fyllt tankinn á bílnum þannig að þau geti flúið ef þörf krefur. aron pálmi ágústsson lenti í fellibylnum ritu árið 2005, en hann var þá búsettur í borginni beaumont í suðaustur-hluta texas, nærri landamærunum að Louisiana. Hann lýsir hroðalegu ástandi sem myndast við slíkar aðstæður, ekki vegna óveðursins sjálfs, heldur vegna óreiðunnar sem myndast við að tugþúsundir manna reyna að bjarga lífi sínu. „Fellibylur í suðaustur texas er ein versta reynsla sem hægt er að lenda í. maður er á ábyrgð fólks sem kærir sig kollóttann um mann,“ segir hann. gestrisni íbúa í austur-texas er afar takmörkuð, og þeir eru allt eins líklegir til að ráðast gegn fólki í nauðum. Það upplifði aron ásamt fjölda annarra þegar um tíu rútur keyrðu stanslaust í 48 tíma frá beaumont við ströndina og inn í land. „Við keyrðum í 48 tíma og við máttum ekki koma inn í borgirnar til að fá mat og drykki. Fólkið í austur- texas stóð með haglabyssur og skvetti sjóðandi vatni á okkur til að halda okkur í burtu. á sama tíma stóðum við í rútunum og sumir urðu að hafa hægðir í buxurnar. eitt sinn stoppaði rútan og sykursjúk kona, sem var skjálfandi og í losti, reyndi að fara yfir götuna til að ná sér í mat. Hún gat ekki gengið hratt og þegar hún fór fram fyrir rútuna keyrði sportbíll á ógnarhraða og skall á henni, þannig að hún þeyttist upp í loft. síðar þegar við komum í skýli dóu nokkrir. gömul hjón voru dáin úti í horni og ungabarn hafði dáið, líklega úr vannæringu. Við vorum látin syngja lög á meðan líkin voru fjarlægð úr skýlinu svo lítið bæri á.“ Vinir arons pálma í beaumont eru nú að gera sig tilbúna til að flýja borgina, ef fellibylurinn gústaf tekur stefnuna þangað. „Vinir mínir eru að gera sig tilbúna til að yfirgefa borgina. Þeir eru búnir að hlaða matarbirgðum í bílinn og eru á leiðinni til Houston. Fólk vill ekki lenda í rafmagnsleysi og matarskorti eins og þegar rita skall á 2005. Fólk þurfti að beita öllum brögðum til að ná í mat fyrir fjölskyldu sína.“ aron Pálmi Ágústsson lenti í fellibyl 2005: Ein versta reynsla sem hægt er að lenda í aron Pálmi Ágústsson Horfði upp á fólk deyja í hamaganginum sem myndast við flótta frá fellibyl. dV-mynd róbert r mississippi við new Orleans búist er við gríðarlegum flóðum á vesturbakka mississippi-fljótsins í new Orleans. myndin var tekin í gær þegar óveðurskýin hrönnuðust upp fyrir komu gústafs. gestur ólafsson Fjölskylda gests hefur gert allt klárt fyrir fellibylinn gústaf sem mun fara yfir Louisiana á næstu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.