Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 19
mánudagur 1. september 2008 19Umræða
Þrjátíu þúsund Íslendingar fögnuðu
handboltalandsliðinu á Arnarhóli.
Þrjú hundruð þúsund fögnuðu fram-
an við skjáinn. Afrekið enda glæsi-
legt og vart endurtekið að minnsta
kosti næstu fjögur árin. Á komandi
þjóðhátíðum íþróttaafreka mætti þó
gæta að einu: Hógværð. Ekki þó hóg-
værð íþróttamannanna sem voru til
fyrirmyndar, heldur ekki þjóðar-
innar sem fagnaði fallega og meira
að segja forsetinn vissi hvað til sín
heyrði. Staða ráðamanna á sviðinu
vekur hins vegar spurningar. Þeir,
sem oftast eru úti á túni, voru það
ekki að þessu sinni heldur stóð sjálf
fylkingin eins og óþarfa propps á
sviðinu. Hvers vegna voru þau ekki
á meðal fólksins og sungu þar?
Efalaust hefur öllum gengið gott
eitt til en ámælisverður sá dóm-
greindarskortur að sjá ekki sæng
sína útbreidda annarsstaðar. Íþrótt-
ir eru og eiga að vera ópólitískar en
viðvera ríkisstjórnar breytir þeirri
ásýnd hverra flokka sem hún er.
Þessi klaufalega íkoma ber vott um
ranga kortlagningu og/eða vonda
ráðgjöf.
Ferðir menntamálaráðherra til
Peking hafa einnig verið umdeildar,
sérlega sú seinni. Fylgispakir segja
ráðherra íþróttamála sinna skyldu
sinni og ómetanlegur stuðningur
fyrir íþróttamennina að vita af yf-
irmanninum á áhorfendabekkjun-
um. Slörið sé svo samkvæmt venju.
Hvort þetta skipti sköpum í hita
leiks er strákanna sögn og auðvitað
hugsanlegt að tapið á móti Frökk-
um hefði orðið enn stærra í fjar-
veru Þorgerðar Katrínar. Eitt tel ég
þó borðliggjandi: Að heimaseta ráð-
herra væri öllum hugnanleg og bæri
vott um hógværð, hlýjan hug og
skynsemi. Þetta gildir almennt og
sérstaklega í ótryggu árferði þar sem
sparnaður er brýndur fyrir almenn-
ingi og hvatningin ráðamanna sem
vitaskuld eiga að ganga á undan
með góðu fordæmi. Alltaf er hægt
að tína rök til réttlætingar, benda á
aðra og vísa í venjur en alvöru höfð-
ingjar ganga ávallt síðastir til hvílu.
Glíman við alvöruna er ærin. Þar
eiga fangbrögð stjórnmálamanna
að eiga sér stað en ekki á hliðar-
línu þykjustunnar. Pólitík snýst um
kaup og kjör, ekki arkitektúr, glam-
úr eða handbolta. Flestir Íslending-
ar hefðu ugglaust vel getað hugsað
sér viðveru á áhorfendapöllunum
í Peking en létu sér annað nægja. Í
þetta skipti fór þessi galdur framhjá
ráðherra en ekki ætla ég henni sama
ferðalagið tvisvar. Áfram Ísland.
Hver er maðurinn?
„Ég er dalvíkingur en búsettur í
Hafnarfirði.“
Hvað drífur þig áfram?
„metnaður til að gera betur í dag en
í gær, í vinnu, íþróttum og
einkalífinu.“
Hver er þinn helsti hæfileiki?
„Það verður einhver annar að dæma
um það.“
Fallegasti staður á Íslandi?
„dalvík án nokkurs vafa.“
Erfiðasti mótherjinn sem þú
hefur mætt?
„Þeir voru ansi erfiðir varnarmenn-
irnir hjá aston Villa.“
Er þetta merkilegasta markið
sem þú hefur skorað?
„Þetta er alla vega það mark sem
flestir hafa séð, bæði í sjónvarpi og á
vellinum. Því má sjálfsagt segja
það.“
Hvernig var tilfinningin að
skora á Villa Park í Birmingham?
„mjög góð. Það er alltaf gaman að
skora en það var mjög gaman að
skora fyrir framan allt þetta fólk og
fyrir utan það var fullt af fólki að
horfa heima á Íslandi.“
Hvernig var að eiga við
fótboltamenn Aston Villa?
„Það var mjög erfitt. Þeir eru góðir í
fótbolta, vel þjálfaðir og sterkir. Þeir
höfðu margt framyfir okkur og þetta
voru mikl hlaup og erfitt hjá okkur.“
Hefði FH unnið ef þú hefðir
verið með í báðum leikjunum?
„nei ég held ekki. Held það hefði
ekki breytt neinu.“
Hvað er framundan?
„að komast í aðeins í betra form, er
búinn að vera meiddur síðustu þrjár
vikur. svo eru fimm mjög mikilvægir
leikir á hálfum mánuði í september.
eftir fótboltann ætla ég í frí með
konunni til útlanda og lifa lífinu og
byrja svo að æfa aftur upp á nýtt til
að undirbúa næsta sumar.“
Óþarfa pólitískt propps
TryllTusT AF Fögnuði áhangendur Fjölnis trylltust af fögnuði þegar nýliðarnir skoruðu á lokamínútu undanúrslitaleiksins gegn Fylki í bikarnum. MynD róBErT
Er sumarið alvEg búið?
„Já, en það koma kannski einhverjir
dagar í viðbót.“
Jón Þór Jónsson
21 árs nemi
„sumarið er alltaf búið eftir menning-
arnótt.“
MAgnús T. MAgnússon
24 ára nemi Í KViKmyndasKóla Íslands
„sumarið er búið hérna á Íslandi. en ég
er að flytja til spánar og það er nóg
sumar þar.“
HAFDÍs HAFsTEinsDóTTir
18 ára sKriFstoFudama
„Já, það er alveg búið.“
MAgnús guðMunDsson
20 ára starFsmaður á n1
Dómstóll götunnar
ATli ViðAr BJörnsson
leikmaður FH skoraði jöfnunarmarkið
á móti aston Villa fyrir helgi. atli Viðar
er búinn að vera meiddur síðustu
þrjár vikur og kom því, sá og sigraði.
Merkilegasta
Markið
„Kannski ekki alveg. Ég spái þremur
góðum dögum í viðbót.“
VikTor DAði JóHAnnsson
22 ára nemi
kjallari
mynDin maður Dagsins
lÝður ÁrnAson
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Íþróttir eru og eiga
að vera ópólitísk-
ar en viðvera ríkis-
stjórnar breytir þeirri
ásýnd hverra flokka
sem hún er..“
ráðherrar á sviði
Frá vinstri: Þórunn sveinbjarnar-
dóttir, Jóhanna sigurðardóttir og
Þorgerður Katrín gunnarsdóttir.