Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 10
mánudagur 1. september 200810 Neytendur Lof&Last n Lofið fær starfsmaður á Hróa Hetti á Hringbraut fyrir að leysa vel úr vandamáli. Viðskipta- vinir komu og fengu sér að borða þegar mikið var að gera. Þegar maturinn kom voru franskar og kjöt kalt. starfs- stúlkan baðst afsökunar og sagði mikið að gera en það besta sem hún gæti gert væri að gefa honum matinn frían. Vel leyst. n Lastið fær starfsmaður tollstjóraembættis- ins. Kona fór til að leysa mál varðandi skattinn líkt og margir aðrir og þótti henni framkoma starfs- manns- ins mjög slæm. starfskonan var köld og leiðinleg og mátti líkja við vélmenni. Þessi ferð konunnar til tollsins var hrein martröð vegna framkomu starfsmannsins. Símareikningurinn frá útlöndum er yfirleitt himinhár: Sparaðu í útlöndum Eftir gott ferðalag í útlöndum ger- ir maður sér oft ekki grein fyrir því að símareikningurinn á eftir að koma. Það er sama hvað maður reynir að tala lítið reikningurinn verður alltaf hár. Það eru til nokkur ráð sem gott er að hafa í huga og geta skipt sköp- um. Á vef Vodafone eru nokkuð góð ráð gefin til að lækka símareikning- inn í útlöndum. Í fyrsta lagi þá er alltaf ódýrara að móttaka símtal erlendis heldur en að hringja heim. Það er líka stað- reynd að það er ódýrara að hringja heldur en að senda fleiri en þrjú sms. Það er því gott ráð að annaðhvort hringja eða sleppa smáskilaboðunum. Það sem hægt er að gera í staðinn er að senda sms af netinu kom- ist viðkomandi í tölvu. Að móttaka sms er líka ókeyp- is. Fólk reynir oft að sleppa því að svara síman- um þegar ein- hver hringir til að spara pening en það áttar sig ekki á því að maður þarf að borga þegar talhólfið svarar. Það eina sem hægt er að gera er að gera talhólfið óvirkt áður en mað- ur fer og það gerir maður hjá símafyrirtækinu. Það er um að gera að reyna að nýta sér sem best þau ráð sem eru gefin því margir hafa lent í því að sitja uppi með gríðarlega háa símareikn- inga. Það er ekki þess virði. Álfabakka 164,20 180,10 Bensín dísel Öskjuhlíð 164,10 179,90 Bensín dísel Hraunbæ 165,70 181,60 Bensín dísel Miklabraut 162 177,80 Bensín dísel Blönduósi 164,10 179,90 Bensín dísel Fellsmúla 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarseli 164,20 180,10 Bensín díselel d sn ey t i Fólk flykkist nú inn á líkamsræktarstöðvarnar til að brenna af sér kílóin sem söfnuð- ust upp í sumarfríinu. Líkamsræktarstöðvarnar bjóða allar upp á mismunandi tilboð og ætti hver að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Líkamsræktarstöðin GYM 80 býður upp á ódýrasta líkamsræktarkortið. Tugþúsunda munur á líkamsrækTinni Partanudd Hægt er að panta sér alls kyns nudd og er partanudd eitt af því. Þá er bara nuddað eitt svæði í einu. nuddið eru mislangt og verðið eftir því. dV kannaði verð á nokkrum stöðum í reykjavík og einum á akureyri. Allt að 140 þúsund krónum get- ur munað á verði á líkamsræktar- kortum. Nú þegar haustar að fer fólk að huga að hvar á að kaupa sitt kort og getur mikill verðmunur sett strik í reikninginn. Lögmálið gildir þó að því meira sem kortið kostar því fegurri umgjörð fær maður utan um sig. Dýrasta kortið er hjá Nord- ica Spa en þeir leggja mikla áherslu á lúxus og höfða til þeirra sem jafn- vel eiga meiri pening en aðrir. Ódýrast hjá Gym 80 Ódýrustu líkamsræktarkortin fær maður hjá Gym 80, í Vaxtar- ræktinni á Akureyri, Árbæjarþreki og í Heilsuakademíunni í Egilshöll. Árskort hjá þeim kosta í öllum til- fellum undir 40 þúsund krónum. Kort hjá Gym 80 kostar 29.900 krón- ur, í Vaxtarræktinni 35.900 krónur með 12 mánaða bindingu. 37.200 krónur kostar kortið í Árbæjarþreki og 39.900 krónur hjá Heilsuaka- demíunni. Næst ódýrustu staðirnir eru Veggsport, Hress og Baðhúsið en árskort er hægt að fá hjá þeim á undir 50 þúsund krónum. Á mörg- um þessum stöðum er þar að auki mikið af spennandi námskeiðum í boði sem vert er að skoða en þau kosta yfirleitt aukalega. Skólafólk fær betra verð Þegar maður er að velta fyrir sér hvar maður á að æfa borgar sig að athuga hvort maður geti notfært sér stöðu sína. Námsmenn fá sums staðar betra tilboð og sum fyrirtæki borga niður kortin fyrir starfsmenn sína. Baðhúsið býður skólafólki 10 mánaða kort á 21.900 krónur og þarf að staðfesta skólavistina. Hjá Veggsport kostar 12 mánaða skóla- tilboð 35.900 krónur og Hreyfing selur skólaaðild á 4.500 krónur á mánuði eða 54 þúsund á ári. Þar að auki bjóða margir staðir upp á betri fríðindi fyrir hjón og pör. Dýrara er flottara Hreyfing, World Class og Nordica spa eru með kort í dýrari kantinum. Árskort í World Class kostar 60.400 krónur. Hjá Nordica Spa kostar það 169.860 krónur og er jafnframt dýr- asta kortið og hjá Hreyfingu er ein- ungis hægt að skuldbinda sig í rað- greiðslur sem eru 5.865 krónur á mánuði eða 70.380 á ári. Kortin eru vissulega misdýr og fer það eftir því hvað hver vill. Nýju dýru stöðvarn- ar bjóða í flestum tilfellum upp á betri aðstöðu og flottari umgjörð og sumum fylgir frítt í sund. Partanudd dong Fang 25 mín. 3.700 kr abaco akureyri 25 mín. 4.200 kr Snyrtistofa Ágústu 30 mín. 5.100 kr laugar spa 30 mín. 5.250 kr Comfort 30 mín. 3.900 kr Fegurð 40 mín. 5.700 kr LækkanDi íbúðaverð greiningadeild glitnis spáði því fyrir helgi að íbúðaverð muni koma til með að lækka um 4 prósent yfir árið, fyrir utan áhrif verðbólgunn- ar. Þar kemur fram að draga muni verulega úr eftirspurn á næstu mánuðum vegna efnahags- ástandsins. einnig spáir greiningadeildin versn- andi stöðu á vinnumarkaði og að kaupmáttur vaxi hægt. árið 2010 á hins vegar að horfa til betri vegar með hækkandi íbúðaverði.neytendur@dv.is umsjón: ásdís björg jóHannesdóttir, asdis@dv.is Neyte ur neytandinn Símareikningurinn Hægt er að lækka símareikninginn frá útlöndum með nokkrum einföldum leiðum. „Námsmenn fá sums staðar betra tilboð og sum fyrirtæki borga niður kortin fyrir starfs- menn sína“ verð á Líkamsræktarkortum 3 mán Árskort/ Árskort/ eingreiðsla raðgreiðslur pr mán Gym 80 9.900 29.900 Vaxtarræktin Akureyri 13.900 35.900* Árbæjarþrek 14.900* 37.200** Heilsuakademían 16.990 39.900*** Veggsport 19.900 43.900 3.990 Hress 21.990 49.900 Baðhúsið 21.900 45.500 3.990 Sporthúsið 21.900 51.900**** 4.200***** Nordica Spa 23.000 169.860 14.900 Hreyfing 24.900 Ekki gefið upp 5.865****** World Class 25.500 60.400 5.600 Mecca Spa 41.000 90.000 *12 mánaða binditími **3 mánuðir á 18.500 með sundkorti og 12 mán á 53.000 eða sundkorti ***89.990 með námskeiði ****Skólakort 10 mánuðir á 29.900 ***** í sportklúbbi og án kaupauka ****** miðað við 12 mánaða samning í Grunnaðild Tími til að hreyfa sig nú fara líkamsræktar- stöðvarnar að fyllast á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.