Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 27
mánudagur 1. september 2008 27Sviðsljós
Leikkonan Eva Mendes ætl-
aði að verða nunna þegar hún
var lítil stelpa. Eva er kaþólsk og
segir að enn blundi sennilega
lítil kaþólsk stúlka í sér. „Þegar
ég var mjög ung vildi ég verða
nunna. Það er að segja alveg
þangað til systir mín sagði mér
að nunnur fengju ekkert borgað
fyrir störf sín.“
Eva hefur setið mikið fyrir í
djörfum myndatökum og verið
óhrædd við að sýna líkama sinn.
Nýlega var bönnuð auglýsing
með leikkonunni frá Calvin Klein
þar sem sést í geirvörtu hennar
en Eva segir fólk alltof viðkvæmt
fyrir nekt. „Ég er stolt af þessari
auglýsingu,“ segir Eva en henni
finnst Bandaríkjamenn alltof
stífir gagnvart nekt, á sama tíma
og
þeir
leyfi mik-
ið ofbeldi
í kvikmynd-
um og sjón-
varpsþáttum.
Eva Mendes segir fáránlegt að tekið sé harðar á nekt en ofbeldi:
Vildi
Verða
nun a
Auglýsingin Hefur verið bönnuð í
bandaríkjunum.
Eva Mendes
stórglæsileg leikkona.
Leikarinn Eddie Murphy fyllti
tvær flugvélar til að koma vinum sín-
um til Grikklands. Í annarri flugvél-
inni voru fullorðnir og í hinni voru
börn. Eddie hefur greinilega ekkert
verið að spá í mengunina sem kem-
ur af flugferðunum, laus sæti voru
í báðum flugvélunum. Í flugvélinni
voru tólf sæti en aðeins sex fullorðn-
ir vermdu sætin. Eddie mun ferðast í
kringum grísku eyjarnar með vinum
sínum í lúxusskútu. Hann hefur líka
skipulagt ferð til Aþenu í einkaþot-
unum.
Í tveimur
flugvélum
arthúr: Fall
www.fjandinn.com/arthur
Kate Moss hefur nú verið útnefnd
kynþokkafyllsta nærfatafyrirsæta
allra tíma í könnun sem gerð var
af lúxusnærfataframleiðandanum
Agent Provocateur. Í könnuninni
var Kate valin úr hópi tíu flottustu
kvennanna sem setið hafa fyrir hjá
fyrirtækinu. Söngkonan Kylie Min-
ougue lenti í öðru sæti á meðan
„burlesque“-dansskvísan Dita von
Teese negldi þriðja sætið.
flottasta
fyrirsætan
Skýtur
hart til baka