Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 4
mánudagur 1. september 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Það sem af er þessu ári hafa 1.336 manns misst vinnuna í hópuppsögn- um, samkvæmt tölum frá Vinnu- málastofnun. Þar af fékk stofnunin tilkynningu í síðustu viku um að allt að 450 manns yrði sagt upp hjá Ístaki og Pósthúsinu. Uppsagnirnar hjá Ís- taki eru komnar til vegna versnandi verkefnastöðu. Hjá Pósthúsinu eru uppsagnirnar komnar til vegna sam- dráttar hjá Fréttablaðinu, sem mun hætta að dreifa blaðinu í hvert hús víða á landsbyggðinni. Í júlí gripu þrjú fyrirtæki til hóp- uppsagna, en þá sögðu Ræsir, Just 4 Kids og Byggingafélagið Kamb- ur upp samtals 109 starfsmönnum. Uppsagnirnar í lok síðasta mánað- ar eru stærstu hópuppsagnir hér á landi um árabil. Í viðtali við helgarútgáfu Við- skiptablaðsins sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, utanríkisráðherra, að kreppa væri ekki skollin á hér á landi „Þótt það sé samdráttur og erfiðleik- ar sem við þurfum að vinna okkur í gegnum er engin ástæða til að blása það út úr öllu samhengi,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri grænna, er ekki á sama máli og bendir á að verðbólgan hér mælist nú 14,5 prósent. „Hún veit kannski ekki af því að við búum við hæstu vexti vestrænna ríkja. Og hún hefur kannski ekki heldur heyrt af því að á fimmta hundrað manns fengu uppsagnarbréf fyrir helgi.“ Í júní tilkynntu tvö fyrirtæki um hópuppsagnir, en það voru Ice- landair og Byggt ehf. Það fyrrnefnda sagði þá upp 27 starfsmönnum sín- um, en Icelandair sagði upp 207 starfsmönnum vegna rekstarerfið- leika. Atvinnuleysi í júlí mældist sem fyrr 1,1 prósent. valgeir@dv.is Hundruðum sagt upp í hópuppsögnum fyrir mánaðarmót: 1.336 fórnarlömb hópuppsagna Hópuppsagnir Verulega hefur dregist saman hjá mörgum fyrirtækjum að undan- förnu. Vöruskipti óhagstæð Vöruskipti Íslands við út- lönd voru óhagstæð um 17,5 milljarða í júlí eins og kem- ur fram á vef Hagstofunnar. Þrátt fyrir þetta er vöruskipta- jöfnuður við útlönd 23 millj- örðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um úflutta iðnaðar- vöru eins og álið en verðmæti hennar er 45 prósentum hærra en í fyrra. Innflutning- ur erlendrar vöru til Íslands er svipaður og verið hefur síðustu ár. Tryllingsleg hegðun Lögreglan kom í fyrrinótt að hópi manna sem gengu í skrokk á tveimur öðrum í miðborginni. Einn hafði sig mest í frammi og sáu lögreglumennirnir hann sparka þrisvar í höfuðið á manni sem lá í götunni. Kunningi þess sem lá reyndi að halda aftur af þeim sem verst lét og uppskar högg í andlitið fyrir vikið, að því er lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu segir. Lögreglan yfirbugaði manninn sem brást hinn versti við og reyndi að hrifsa af þeim kylfu. Hegðun mannsins þótti tryllingsleg og fékk hann að gista fangageymslur fyrir vikið. Sumar í september Gera má ráð fyrir 12 til 15 stiga hita í sólríkjunni í dag á Suður- og Vesturlandi, miðað við spá Veðurstofu Íslands. Best verður veðrið í Borgarfirðinum, og þar verður jafnvel enn betra veður á þriðjudag en í dag. Spáð er 16 gráða hita á Hvanneyri á þriðjudag. Íbúar á norðaust- anverðu landinu fá hins vegar smjörþefinn af vetrinum. Þannig er spáð fjögurra stiga hita á miðnætti aðfaranótt fimmtu- dags á Húsavík. Þriggja stiga hita er spáð á miðnætti aðfaranótt föstudags á Raufarhöfn. Meistaranám á Ísafirði Menntamálaráðherra setti í gær formlega nýja námsleið á meistarastigi við Háskólaset- ur Vestfjarða. Þetta er í fyrsta sinn sem staðbundið háskóla- nám er alfarið kennt á Vest- fjörðum. Meistaranámið er í haf- og strandsvæðastjórnun og er þverfaglegt, alþjóðlegt nám á sviði umhverfis- og auðlinda- stjórnunar með áherslu á haf- og strandsvæði. Námið er sett á fót í samvinnu við Háskólann á Akureyri sem hefur umsjón með innritun og útskrift nemenda. „Hann er lokaður með öðrum fanga inni í átta fermetra klefa í allt að 23 tíma á sólarhring. Hon- um er gefin sú ástæða að hann hafi sent inn umsókn fyrir græna kort- ið tveimur dögum of seint,“ segir Gunnlaugur Hafsteinsson smiður sem býr í Reno í Nevada í Banda- ríkjunum. Sonur hans, Fannar Gunn- laugsson, hefur nú beðið í mánuð eftir því að vera sendur heim. Bið- in fer fram í átta fermetra fanga- klefa í Reno í Nevada fylki, nálægt vesturströnd Brandaríkjanna. Þar eru 140 fangar vistaðir en margir þeirra bíða þar afplánunar vegna alvarlegra brota að sögn Gunn- laugs. Í klefanum 23 tíma á dag Að sögn Gunnlaugs er syni hans haldið inni í klefa, sem er 2 sinnum 4 metrar á stærð, allt að 23 tíma á sólarhring. „Samkvæmt lög- um í Neveda þarf ekki að hleypa þeim út nema einn tíma á sólar- hring. Þá er þeim hleypt inn í nær gluggalausan 140 manna sal þar sem þeir geta horft á sjónvarpið í klukkutíma. Einn og hálfan í besta falli. Að öðru leyti eru þeir tveir saman í átta fermetra rými allan sólarhringinn. Hann fær morgun- mat og svo eina máltíð klukkan fjögur, sem hann borðar sitjandi á gólfinu í klefanum sínum. Ég tal- aði við hann í gærkvöldi og hann er orðinn afskaplega þunglynd- ur á því að vera þarna inni,“ seg- ir Gunnalugur en Útlendingaeft- irlitið hefur þetta fangelsi á sinni könnu. Að hans sögn er maturinn ekki boðlegur. „Hann getur varla komið þessu niður og hefur misst um 20 kíló á þessum eina mánuði,“ segir hann. Kona og barn Gunnlaugur segir að Fannar hafi flutt til Bandaríkjanna í nóvember 2006 og stundað með sér bygging- arvinnu. „Hann hafði verið í sam- bandi við bandaríska stelpu áður en hann kom hingað. Þau giftu sig svo í janúar 2007, áður en svokall- að 90 daga Visa Waiver rann út, en það er tímabundið landvistarleyfi. Þau eignuðust svo saman barn í febrúar á þessu ári. Hann sótti svo seinna um græna kortið og veitti allar þær upplýsingar sem óskað var eftir,“ segir Gunnlaugur. Fyrir fjórum vikum var Fannar boðaður á fund. „Þar var hann handtekinn á þeim forsendum að hann hefði sent inn umsókn um græna kortið tveimur dögum of seint. Hann hef- ur mátt dúsa í fangelsinu síðan,“ segir hann og bætir við að Fannar hafi aldrei komist í kast við lögin í landinu. Fluginu frestað þrisvar Í vor fór eiginkona Fannars frá honum, með nýfætt barn þeirra. Gunnlaugur segir að þau hafi fyrst um sinn sent henni pening til að sjá fyrir barninu en að hún hafi leiðst út í óreglu. Þá hafi hún hótað þeim því að hringja og tilkynna um að Fannar væri í landinu á fölskum forsendum. „Hún hefur örugglega staðið við þær hótanir því við höf- um ekkert heyrt í henni síðan,“ segir hann. Gunnlaugur hefur ítrekað haft samband við sendiráð Íslands í Washington. Þar hefur hon- um verið sagt að ekki eigi að taka langan tíma að afgreiða mál sem þessi. Hann segist hafa fengið það staðfest að Fannar hafi átt bókað flug til Íslands þrjá fimmtudaga í röð. Því hafi hins vegar alltaf ver- ið frestað. „Þetta virðist stranda á fjárveitingu til að senda Fannar til Minneapolis þaðan sem Flugleiðir fljúga til Íslands,“ segir Gunnlaug- ur en þegar til Íslands verður kom- ið verður Fannar frjáls maður og er meira að segja heimilt að fara aftur til Bandaríkjanna. Gunnlaugur segir þetta mál óskiljanlegt því sonur hans hafi fyrir helgi fengið sent bréf heim þar sem honum var boðið að halda áfram með umsóknina um græna kortið. „Ég hef alls staðar rekið mig á vegg og fæ ekkert að gert til BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Fannar Gunnlaugsson er 24 ára og hefur ekki séð sólina í mánuð. Ástæðan er sú að hann var fangelsaður fyrir að skila inn umsókn um græna kortið tveimur dögum of seint. Gunnlaugur Hafsteinsson, faðir Fannars, kallar á aðstoð fyrir son sinn, sem sjálfur er nýbakaður faðir. hefur ekki Séð Sólina Í Mánuð Með frumburðinn Fannar situr nú í fangelsi fyrir að hafa skilað umsókn um græna kortið tveimur dögum of seint. Meðan allt lék í lyndi Þau skildu í vor og hótaði hún að vísa Útlendingaeftirlitinu á hann. Gunnlaugur Hafsteinsson smiður segist ekkert geta gert nema bíða eftir að Fannar verði sendur heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.