Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 30
mánudagur 1. september 200830 Fólkið Um helgina fóru fram tökur á kvikmynd um Mýrarboltann í Tungudal á Vestfjörðum og flyktust Vestfirðingar á fótboltavöllinn til að mynda sem besta hátíðarstemningu á tökusvæðinu. Mýrarboltinn var sviðsettur en myndin, sem með- al annars verður sýnd á BBC World og National Geographic, fjallar um áhugaljósmyndara sem vinnur sam- keppni á vegum Canon myndavéla- framleiðandans. Honum er sett fyrir það verkefni að mynda Evrópu- meistaramótið í Mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði þar sem alþjóðlegt lið slökkviliðsmanna er meðal þátt- takenda. Víkingur Kristjánsson leikari er á leiðinni til Kanada ásamt þeim Nínu Dögg Filippusdóttur, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Ólafi Darra Ólafs- syni. Fjórmenningarnir eru að fara að leika saman í myndinni Sveita- brúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur en myndin verður sýnd á Alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Hátíðin hefst fimmtudaginn 4. sept- ember næst komandi og stendur til 13. Víkingur, Nína og Nanna voru öll í hópi þeirra sem hluti Edduna 2007 fyrir besta handrit en það var fyrir myndina Foreldra sem kom sá og sigraði það árið. Skreppur til kanada GaGnrýnir kerfi aðdáanda nr 1 Óhætt er að fullyrða að Ólafur Stefánsson, fyr- irliði íslenska landsliðsins í handbolta, sé einn dáðasti maður þjóðarinnar nú um stundir. Ekki furða þar sem hann spilaði eitt stærsta hlutverkið í því að landa ólympíusilfrinu sem landsliðið kom með heim frá Peking. Aðdáun landsmanna á Ól- afi birtist bæði í fjölmiðlum og á bloggsíðum, en auðvitað fyrst og fremst í fagnaðarlátunum þegar fyrirliðinn og félagar hans í landsliðinu komu til landsins miðvikudaginn. Enn eina birtingarmynd aðdáunarinnar má finna á bloggsíðu Ólafs sjálfs á slóðinni melan- kolinn.blog.is. Á föstudaginn voru heimsókn- ir inn á síðuna vikuna þar á undan tæplega sjö hundruð og fimmtíu talsins og flettingar tæplega fimmtán hundruð. Það þykir ekki beint mikið samanborið við vinsælustu bloggsíðurnar. Málið horfir hins vegar nokkuð öðruvísi við þegar haft er í huga að tæp tvö ár eru síðan Ólafur skrifaði síðast færslu á síðunni. Á meðal þess sem kemur fram í skrifum Ólafs er óánægja hans með íslenska skólakerfið, og þá helst grunnskólastigið. Það er nokkuð kaldhæð- ið í ljósi þess að sú manneskja sem kysst hef- ur og kjassað Ólaf einna mest síðustu daga eft- ir velgengnina í Peking er menntamálaráðherra og stuðningsmaður landsliðsins númer eitt, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir. Ólafur setur hug- myndir sínar reyndar fram í formi samtals á milli tveggja persóna sem hann kallar Ask og Emblu, en líklegt má telja að þetta séu skoðanir fyrirlið- ans sjálfs. Ólafur (eða Askur) segir meðal annars á síð- unni að próf séu óþörf í grunnskóla. Eina frammi- stöðumatið ætti að vera hve vel verkefni eru leyst af hendi. „Allt úr prófum gleymist af því þau eru bara orðin tóm,“ segir Ólafur. Þá talar hann um „menntakerfiseyðimörkina“ og að mörgum fög- um sem kennd eru strax í grunnskóla sé ofaukið. Í draumaskóla Ólafs/Asks yrðu landafræði, heim- ilisfræði, saga, erlendar tungur, eðlis- og efna- fræði „sett á ís og biðu síns rétta vitjunartíma. Listir, heimspeki, bókmenntir sem lýsa tilverunni og sannleiksviðleitni, sálfræði og hugleiðsla yrði það upphafsáreiti sem barnið, for-unglingurinn og unglingurinn fengju í nestisbox sitt.“ Þess má geta að Ólafur talar einnig um ýmsa andlega þjálfun sem hljómar kunnuglega í eyrum þeirra sem séð hafa og lesið viðtöl við kappann síðustu vikurnar. Þar á meðal fjallar Ólafur um „létta sjálfsdá- leiðslu“ þar sem einstaklingurinn sett upp senur í huganum sem hann er lík- legur til að upplifa í veruleikanum sjálf- um og er þannig betur undirbúinn þegar á hólminn kemur. Það blandast engum hugur með að Ólafur og félagar voru betur undir- búnir þegar á Ólympíuhólminn í Peking var komið en á nokkru öðru móti sem landslið- ið hefur tekið þátt í. Bloggsíða Ólafs var ekki beint langlíf ef svo má segja þar sem fyrsta færslan var skrif- uð 17. nóvember 2006 og sú sjötta og síðasta þrettán dögum síðar. Lengi er þó von um að fleiri færslur birtist þar. Í það minnsta er augljóst að íslenskir aðdáendur Ól- afs Morfeusar vona það með tíðum heimsóknum. Spurning hvort menntamálaráðherra sé á með- al þeirra sem kíkja reglulega inn á síðuna með von um fleiri ábendingar um hverju megi breyta og bæta í íslenskum skólamálum. kristjanh@dv.is Ólafur Stefánsson, fyrirliði handboltalandsliðsins, setur á bloggsíðu sinni fram gagnrýni á upp- byggingu grunnskólakerfisins. Helsti aðdáandi hans um þessar mundir er einmitt mennta- málaráðherra. „Við erum alltaf með það sem við köllum „hitt“ fyrsta þriðjudag í mán- uði og höfum oft verið með einhverja fræðslu eða þemu. Núna ákváð- um við að hafa þetta eitthvað létt og ferskt,“ segir Auður Alfífa Ketilsdótt- ir hjá Femínistafélagi Íslands sem stendur fyrir pöbbaspurningakeppni annað kvöld. Í tilkynningu frá félaginu segir að oft hafi heyrst gagnrýnisraddir vegna skorts á stúlkum og konum í spurn- ingakeppnum hérlendis sökum þess hversu karlmiðaðar spurningarnar eru. Því verður áhersla lögð á kven- legar spurningar í þetta skiptið. Þá jafnvel tengdar blöðrubólgu, hann- yrðum, fimleikum og getnaðarvörn- um. „Það er alltaf gaman fyr- ir bessevissara að bessivissa. Við myndum sennilega kalla þetta venju- lega spurningakeppni en ætli venju- legir stráka-pub-quiz-karlar myndu ekki kalla þetta kerlingaspurningar. Þannig að þegar við erum að spyrja um fótbolta erum við að sjálfsögðu ekki að tala um strákaboltann,“ seg- ir Auður. Aðspurð um það hvort spurninga- keppni þessi sé komin til að vera svar- ar hún: „Það er náttúrulega aldrei að vita, við erum sífellt opin fyrir nýjum leiðum í skemmtunum.“ Pub-Quiz Femínistafélagsins fer fram á Sólon annað kvöld og hefst klukkan átta. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir hlutskarpasta liðið og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. krista@dv.is SpurninGar með kvenleGu ívafi FemínistaFélag íslands stendur Fyrir pub-quiz á sólon annað kvöld: Ólafur StefánSSon: veStfirðinGar á BBC World Auður Alfífa Ketilsdóttir „Þegar við erum að spyrja um fótbolta erum við að sjálfsögðu ekki að tala um strákaboltann.“ Dáður Hátt í þúsund manns heimsóttu bloggsíðu Ólafs í síðustu viku þótt tæplega tvö ár séu síðan hann skrifaði síðast færslu. Menntamálaráðherra syngur Ólafur stefánsson lofsyngur ekki beint á bloggsíðu sinni það skólakerfi sem Þorgerður Katrín stendur á bak við sem menntamálaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.