Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 14
Við lifum í besta mögulega heimi. Ef hlutabréf falla er það leiðrétting. Ef krónan fellur, er það líka leiðrétting
af óviðráðanlegum ytri ástæðum, líkt
og Guðs vilji sé að verki. Ef verðlag
hækkar er það líka vegna ytra valds.
Við lifum í besta mögulega heimi,
eins og Leibniz sagði á sínum tíma,
því hörmungar geta aðeins orðið til í
ríki algóðs almættis ef þær eru leið að
bestu niðurstöðunni.
Forsætisráðherrann okkar, Geir H. Haarde, situr eins og leiksoppur örlaganornanna. Allt sem hann gerir er að und-
irbúa mögulegar aðgerðir við áföllum
sem kunna að dynja á bönkunum.
Hvað sem gengur á er hann valdalaus,
því þessu var ætlað að gerast. Hann er
eins og Birtíngur í sögu Voltaires, sem
upplifir hverja hörmungina á
fætur annarri, en allt er á
réttri leið, því það er eng-
in önnur leið.
Pollýanna hét stúlka barmaði sér ekki þótt á
móti blési. Pollýanna
hafði þann einstaka
eiginleika að finna
gleðina í öllum aðstæð-
um.
Hér er engin kreppa,“ sagði Ingibjörg Sólrún
í viðtali við Við-
skiptablaðið á
föstudag. „Ein-
ungis þriðjungur
fyrirtækja hefur
lent í vandræð-
um með að
fjármagna sig.“
Glasið er því
ekki hálftómt,
því fer fjarri,
heldur rúm-
lega hálf-
fullt. Það
er ein-
staklega
gleði-
legt.
Daginn áður en viðtalið birt-ist var rúmlega 400 manns sagt upp störfum. En hins vegar var ekki öllum öðrum
sagt upp. 177 þúsund manns var ekki
sagt upp störfum. Það er einnig stór-
kostlega gleðilegt.
Meira að segja þeir sem misstu vinnuna ættu að sjá ástæðu til að kæt-ast. Hver vill ekki aukinn
frítíma? Þeir geta eytt öllum dögum
með fjölskyldunni. Jafnvel sparað
sér leikskólapláss. Þeir gætu hætt að
panta pítsur og byrjað að borða kart-
öflur, sem eru hollari. Hver veit nema
að þeir fari að hreyfa sig meira þegar
þeir hafa misst bílinn í hendur SP-
fjármögnunar? Það er hollt. Og þegar
þeir missa húsið á uppboði, geta þeir
varið dögunum í göngutúra og jafn-
vel tekið svolítinn lit. Hvað er fallegra
en börn í útiveru með rjóðar kinnar í
kuldanum?
Gleðileikur Poll-ýönnu er ein-staklega hollur
börnum. Þau
læra að sjá gleð-
ina í ömurleika
sem þau geta
ekki breytt. En það
er verra ef fullorðnir
umbreyta áföllum
í gleði, þegar þeir
sjálfir eiga að
bera
ábyrgð á því að koma í veg fyrir áföllin.
Þeir eiga ekki að vera eins og strútar
í stríði.
Svarthöfði kemst ekki hjá því að hugsa, hvort utanríkisráðherr-ann hafi verið í útlöndum sem endranær þegar viðtalið var
tekið við hana. „Hér er engin kreppa,“
segir Ingibjörg Sólrún, sem stödd er í
útlöndum.
Að mati Svarthöfða er senni-legasta skýringin sú að Ingi-björg hafi verið erlendis, frekar en að hún sé gjör-
samlega firrt allri ábyrgð á hörmu-
legri stöðu heimilanna í landinu sem
fer hratt versnandi í 14,5 prósent
verðbólgu, hrapandi fasteignaverði
og handrukkaravöxtum bankanna.
Það væri eftir öllu. Þegar krónan féll á
Íslandi og kreppa hófst á landinu var
Geir í sínu Eldorado. Þegar uppsagnir
dundu yfir fyrir mánaðarmót var Geir
í Grikklandi. Spriklandi.
Það end-ar þó með
því að Pollý-
anna áttar sig
á því að hún
er fullorðin og
Birtíngur horfir
út um gluggann
og fattar, að maður
verður að rækta
garðinn sinn.
mánudagur 1. september 200814 Umræða
Birtíngur og Pollýanna
svarthöfði
reynir traustason ritstjóri skrifar: Sóunin mun því halda áfram
Krumlur sjálftökuliðs
Leiðari
Áhrif liðins góðæris má merkja á gengd-
arlausri sjálftöku þeirra sem fara með
almannafé. Virðingarleysið í bæjar-
stjórnum og á Alþingi fyrir því að þeim
ber að gæta peninga almennings er nær
algjört. Fræg gisting samgöngunefndar
Alþingis í Kríunesi, skotspöl frá heimil-
um nefndarmanna, er lýsandi dæmi um
það að þingmennirnir sem í hlut áttu
telja sjálfsagt að sólunda peningum.
Stöðugur þvælingur dómsmálaráðherra
um heimsbyggðina er af sama toga. Og
þessi viðhorf eru víðar. Hjá Reykjavík-
urborg er það með miklum eftirgangs-
munum að Fjölskylduhjálp Íslands,
sem fæðir og klæðir fátæka, fær frítt
húsnæði. Gengið er fram af harðneskju til að stefna sjálfboðalið-
um fyrir dóm til að innheimta húsaleigu. Oflátungsháttur þeirra
sem stýra borginni er á sama tíma algjör. Borgarstjóri er með að-
stoðarmann og einkabílstjóra sem almenningur í Reykjavík þarf
að greiða fyrir. Og forseti borgarstjórnar þarf líka einkabílstjóra
og fólkið borgar. Hjá Alþingi er hið sama uppi á teningnum. Ráð-
herrar eru á annan tug og þeim fylgja jafnmargir aðstoðarmenn
að ónefndum þeim pólitísku
gæludýrum sem ráðnir eru í
tímabundin verkefni. Lands-
byggðarþingmenn fengu sam-
þykkt að hver þeirra hefði sinn
aðstoðarmann. Tugir manna
eru sem sagt ráðnir í fulla vinnu
til að vera aðstoðarmenn þing-
manna sem margir hverjir eru
óþarfir. Og þetta fyrirkomulag
var samþykkt af hinu háa Al-
þingi sem augljóslega er algjör-
lega laust við hagsýni eða með-
vitund um það hvernig fara skal
með peninga. Það er auðvitað
engin glóra í því að fólkið sem
borgar skatta og útsvar þurfi að horfa upp á allt þetta rugl. En
jafnframt er lítil von til að þetta lagist. Þjóðin mun þurfa að halda
uppi alls kyns óþurftarfólki á launum inn í framtíðina. Enginn
pólitíkus hefur vakið máls á því að leiðrétta ruglið og meðvirkn-
in er algjör. Sóunin mun því halda áfram, nema almenningur
grípi í taumana og hafni sjálftökuliðinu sem seilist ofan í vasa
almennra borgara til að spenna og eyða.
spurningin
„Bjarni er
náttúrulega besti
flugmaður Íslands
og vélin haggaðist
ekki á leiðinni frá
Keflavík til
Reykjavíkur. Ég er
ekki viss um að ég
hefði tekið þennan túr með hvaða
flugmanni sem er. Með fullri virðingu
fyrir öðrum,“ Snorri Steinn Guðjóns-
son landsliðsmaður í handbolta veit
margt skemmtilegra en að fljúga.
bjarni Frostason flaug lágflug með
landsliðið við heimkomuna.
Varstu hræddur?
sandkorn
n Dagbækur Matthíasar Jo-
hannessen á Netinu eru einhver
albesta möguleg heimild um
valdabrölt og baktjaldamakk á
þeim tíma sem hann var ritstjóri
Morgunblaðsins. Þar er meðal
annars stað-
fest að bæði
Matthías
og Styrmir
Gunnars-
son, meðrit-
stjóri hans,
voru hlynnt-
ir því að
Þorsteinn
Pálsson, núverandi ritstjóri
Fréttablaðsins, tæki við starfi
Matthíasar. Lýst er hádegisverði
þeirra með Þorsteini þar sem
hann lýsti áhuga sínum: „Eina
spurningin sem hann varpaði
fram í samtali okkar var þessi,
Hvað segja stjórnendur Árvak-
urs?“ Það kom svo á daginn að
stjórn Árvakurs var á móti ráðn-
ingunni vegna meintra svika
Þorsteins við Geir Hallgríms-
son, forvera sinn á formannsstóli
Sjálfstæðisflokksins.
n Matthías Johannessen upplýsir
einnig að Geir Hallgrímsson hafi
á sínum tíma viljað að Styrmir
Gunnarsson ritstjóri tæki við af
sér sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins. „Geir talaði einhvern
tíma þetta sumar um það við
Styrmi að hann tæki við af sér, en
Styrmir hafnaði því. Sagði að það
væri út í hött. Geir kom aftur að
því síðar, en Styrmir sat við sinn
keip og hafnaði því, enda gæti
hann það ekki af persónulegum
ástæðum.“ Úr varð að Þorsteinn
Pálsson tók við formennskunni
en brotlenti síðar illilega.
n Jónas Kristjánsson er í ham
þar sem hann fjallar á heimasíðu
sinni um stjórn Heilsustofnunar
NLFÍ í Hveragerði. Afi Jónas-
ar og alnafni var upphafsmað-
ur hælisins. Barnabarnið segir
að afi sinn hafi nú snúið sér við
í gröfinni. Jónas segir stjórnina
nú að meirihluta skipaða aflóga
framsóknarmönnum, þeirra á
meðal Hjálmari Árnasyni, fyrr-
verandi þingmanni. „Stofnunin
var notuð til að reyna að troða
flokksdreggjunum upp fyrir
Guðna Ágústsson í prófkjöri. Í
aðdraganda þingkosninga var
hún þannig notuð til átaka inn-
an flokksins í kjördæminu. Það
tókst ekki, dreggjarnar hröktust
úr pólitík...“
n Guðlaugur Þór Þórðarsson,
heilbrigðisráðherra, hefur slegið
margar keilur með óumdeildri
ráðningu sinni á Huldu Gunn-
laugsdóttur
sem forstjóra
Landspítala.
Hulda var
áður forstjóri
Aker há-
skólasjúkra-
hússins í
Osló. Félagi
Guðlaugs,
Björn Zoega, verður staðgeng-
ill Huldu og framkvæmdastjóri
lækninga. Þessi ráðning þykir
ráðherranum til mikils sóma og
væntingar eru um að fleiri ráð-
herrar muni fylgja í kjölfarið og
láta hæfi ráða fremur en vináttu
eða flokksskírteini.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriFtarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég verð á
veiðum
í miðbænum
um helgina.“
n Aron Pálmi í helgarblaði DV, en kappinn er
á leiðinni í „makeover“. Það er spurning hvernig
gekk hjá honum um helgina. -DV
„Manni leist ekkert á
blikuna til að byrja með.“
n Snorri Steinn Guðjónsson handboltahetja
um flugferðina með Bjarna Frostasyni fyrrverandi
landsliðsmarkmanni. Bjarni lék sér að því að taka
lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli þegar
silfurstrákarnir komu heim. -DV.
„Það verður að viður-
kennast að það er
sérstök tilfinn-
ing að fá ekki
verðlaunapen-
ing.“
n Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari
fékk ekki pening um hálsinn á Ólympíuleikunum
eins og venjan er. -DV
„Mér þykir alltaf
vænst um
Laxness.“
n Pálmi Gestsson
Spaugstofuleikari um
hvaða eftirherma sé
honum kærust í gegnum
tíðina. -DV
„Passa mig að
missa ekki
jákvæðnina
og vonina því
það er það
eina sem heldur
í manni lífinu.“
n Ragna Erlendsdóttir sem heldur áfram að
berjast hetjulega fyrir lífi dóttur sinnar, Ellu Dísar
-DV.
bókstafLega