Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 12
mánudagur 1. september 200812 Fréttir Harry Bretaprins hefur látið stjórnendur breska hersins vita að hann vilji komast í fremstu víglínu í Afg-anistan á nýjan leik. Prins- inn var kallaður heim úr herþjón- ustu sinni í Afganistan í skyndi í lok febrúar eftir að fjölmiðlar greindu frá veru hans í landinu. Hinn 23 ára Harry hafði þá gegnt herþjónustu í landinu í tíu vikur en breska varnarmálaráðuneytið ákvað að stytta dvöl hans og kalla hann heim. Var það metið svo að öryggi hans væri ógnað eftir að upp komst að hann væri að sinna herþjónustu á átakasvæðum, og talið að hann yrði stórt skotmark fyrir herskáa talíbana. Naut sín í hættunni Harry lét hafa eftir sér áður en hann var kallaður heim að hann nyti sín ágætlega á hættuslóðum í Afgan- istan og að það væri ferskur andblær í tilveru hans fjarri breskum fjöl- miðlum. Aldrei þessu vant voru það ekki bresk götublöð sem spilltu fyr- ir herþjónustu Harry, heldur var það bandaríska vefsíðan The Drudge Report sem komst á snoðir um dvöl prinsins í Afganistan og greindi frá í óþökk allra sem málið snerti. Sam- komulag hafði verið á milli breskra yfirvalda og fjölmiðla að greina ekki frá herþjónustu krúnuerfingjans, og þar sem verkefninu var nú stefnt í voða var hann kallaður heim. Aftur í þjálfun Harry og herdeild hans munu halda aftur til æfinga í Combermere hermannaskálanum í Windsor í næstu viku. Þjálfun Harrys mun þó ekki miðast við að hann snúi aftur í fremstu víglínu, heldur verður um almenna grunnþjálfun að ræða fyrir prinsinn. Á meðan munu æðstu yf- irmenn hermála fara yfir stöðuna og kanna hvort, og þá hvernig, prins- inn getur snúið aftur til Afganistan. Breska dagblaðið The Sun hefur eft- ir heimildarmanni innan herdeild- arinnar sem Harry tilheyrir að það sé ekkert launungarmál að prinsinn vilji snúa aftur í víglínuna á næstu tólf mánuðum. „Hann hefur reynsluna frá fyrri tíð og vonast til að geta end- urtekið leikinn. Sú reynsla sem hann hefur safnað gerir hann að verðmæt- um einstakling í hernum,“ segir heim- ildarmaður The Sun úr herdeildinni Blues and Royals. Prinsinn er skotmark Þrátt fyrir að prinsinn hafi kom- ist óséður til Afganistan í desember vegna samkomulags breskra yfir- valda við þarlenda fjölmiðla, er ekki gert ráð fyrir að slíkur samningur endurtaki sig. Talið er að sá samn- ingur hafi verið einstakt tilfelli og munu ráðamenn nú taka ákvörð- unina í kyrrþey. Það er að ýmsu að huga þegar kemur að því að ákveða hvort skynsamlegt sé að senda Breta- prins aftur í víglínu hins stríðshrjáða lands. Áhyggjur manna snúast einna helst að því að sem konungborinn einstaklingur málar hann flennistórt skotmark, ekki bara á sjálfan sig, heldur herdeildina sína eins og hún leggur sig. Eins og er mun prinsinn því aðeins æfa sig af krafti, og hver svo sem niðurstaðan verður með áframhaldandi vettvangsstörf hans þá verður hann í það minnsta klár í slaginn ef til kemur. vill komast í víglínuna Harry Bretaprins er orðinn langþreytt- ur á bið við að komast aftur í fremstu víglínu sem hermaður í Afganistan. Hann hefur látið þá skoðun sína í ljósi að hann vilji snúa aftur til hins stríðs- hrjáða lands og sinna þeim skyldustörf- um sem hann hefur verið þjálfaður til. Yfirvöld skoða málið, en hafa áhyggjur af því að Harry verði eftirsóknarvert skotmark herskárra talíbana. Áhyggjur manna snúast einna helst að því að sem konungborinn einstaklingur málar hann flennistórt skotmark, ekki bara á sjálfan sig, heldur herdeildina sína eins og hún leggur sig. Sigurður MikAel jóNSSoN blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Harry hermaður bretaprinsinum líkaði vel að vera í fremstu víglínu og segir það ferskan andblæ frá konunglegum skyldu- störfum. Hann ætlar sér aftur í stríðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.