Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 16
mánudagur 1. september 200816 bílar DV Það var heldur óvanalegur kapp- akstur sem fór fram á Darling- ton-brautinni í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum á laugardag. Þar var haldinn fornbílakappakstur en brautin er vanalega notuð fyr- ir NASCAR-kappaksturinn sem er geysivinsæll þar vestra. Chris Browning framkvæmdar- stjóri brautarinnar skipulagði kapp- aksturinn en keppendur vorum um 80 talsins og voru bílarnir frá rúm- lega 20 fylkjum. Eins og gefur að skilja var kapp- aksturinn meira til sýnins fyrir bíla- aðdáendur heldur en keppni enda margir bílanna orðnir ansi gamlir. Fjöldinn allur af fyrrverandi kapp- aksturshetjum lagði leið sína á kappaksturinn og keyrður sumir þeirra meira að segja bílum sínum sem höfðu fært þeim titla og heims- frægð á árum áður. Keppnin verður árlegur við- burður á brautinni ef vel gengur en Chris Browning hafði þó áhyggjur af því. „Þetta er frábær viðburður í alla staði. Eini vandinn er að hann er að keppa við háskólafótboltann sem hefst einnig um helgina,“ sagði Browning, en bandarískur fótbolti er gríðarlega vinsæll í Suður-Karól- ínu. - vertu með í umræðunni KappaKstur af gamla sKólanum Fornbílakappaksturinn á Darlington-braut- inni í Bandaríkjunum vakti mikla lukku Á ráslínu svona litu kappakstursbíl- arnir út í gamla daga. Það er þó búið að fríska aðeins upp á þessa. Eitursvalur Það var töluvert úrval af köggum. Allar stærðir og gerðir Það voru 80 keppendur frá rúmlega 20 fylkjum. Árlegur viðburður darlington-brautin er þekktust fyrir nasCar. Charlie Mincey rifjaði upp gamla takta. Litríkur bílarnir voru margir hverjir komnir í ansi skrautlegan búning. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.