Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2008, Blaðsíða 28
mánudagur 1. september 200828 Fókus Inga og Barði eru að fara að ganga í það heilaga eftir þriggja ára sam- búð og samkvæmt eindregnum ósk- um brúðarinnar, sem hefur háróm- antískar hugmyndir um brúðkaup, stendur til að pússa parið saman í lítilli sveitakirkju. Myndin hefst þeg- ar kærustuparið og brúðkaupsgestir tínast upp í tvær rútur í dæmigerðu stressi og rugli sem einkennir brúð- kaupsstúss. Frá fyrstu mínútu er ljóst að ein- hver annarleg ógæfa vomir yfir blessuðu brúðkaupinu enda virðast allir sem að málum koma þjakað- ir af ýmist komplexum, fóbíum eða leyndarmálum og deginum ljósara að ferðalangarnir fara létt með að kjaftfylla allar farangursgeymslur af beinagrindum af ýmsum stærðum og gerðum. Rúturnar eru tvær þar sem sú regla er vitaskuld höfð í hávegum að guminn megi ekki sjá brúðina fyrr en við altarið. Þessi ferðatilhögun hent- ar frásögninni einnig býsna vel þar sem hún býður upp á alls kyns mis- skilning, leynimakk og rugl með því að skipta þessum ósamstæða hópi niður á tvær rútur sem eru tengdar með talstöðvasambandi. Ætli það sé ekki frekar regla en undantekning að þegar tveimur ís- lenskum fjölskyldum er steypt sam- an sé voðinn vís. Í rútunum tveimur bergmála því allar helstu steríótýp- ur íslenskrar þjóðarsálar ásamt ís- lenskum tilbrigðum við alþjóð- leg fyrirbæri á borð við alkóhólista, skápahomma, seníl gamalmenni og taugaveiklaðar miðaldra konur á breytingaskeiðinu. Spennan í hópnum vindur svo jafnt og þétt upp á sig og undirliggj- andi gremja blossar upp þegar kirkj- an finnst ekki og öll stórkostlegu plönin á bak við þennan fullkomna dag renna hægt og bítandi í sand- inn. Leikhópurinn sem kennir sig við Vesturport er áberandi í myndinni og eins og alþjóð veit leiðist því ágæta fólki ekkert sérstaklega að spinna og myndin öll ber þess sterk merki. Einungis var lagt upp með grunn- hugmynd Valdísar að söguþræði og persónum en sagan og persónur þróuðust síðan í samvinnu hópsins, auk þess sem hver persóna átti sér leyndarmál sem var ekki dregið fram í dagsljósið fyrr en tökur hófust. Leikararnir hafa prýðileg tök á þessu lausbeislaða formi og sagan rúllar áfram og er bæði sannfærandi og skemmtileg. Ætli Sveitabrúðkaup sé ekki bara fyndnasta íslenska bíó- myndin frá því Sódóma var og hét og afrekið er umtalsvert þar sem fátt virðist reynast Íslendingum jafn erfitt og að vera fyndnir í bíó. Eft- ir því sem sögunni vindur fram og einkenni persónanna verða skýrari verða uppákomurnar og árekstrarn- ir kostulegri og meðvirkni áhorfand- ans vex í jöfnum hlutföllum. Leikararnir standa sig upp til hópa með stakri prýði. Sigurður Sigurjónsson klikkar ekki í hlutverki taugaveiklaðs föður brúðarinnar sem hefur minni stjórn á familíunni en Geir Haarde á ríkisstjórninni. Þá er Nanna Kristín auðvitað jafn sæt og dásamleg og við var að búast og Ólafur Darri er alltaf sami trausti kletturinn. Kristbjörg Kjeld fer á sínum alkunnu kostum og Theodór Júlíusson er í toppformi, rétt eins og Þröstur Leó, Ágústa Eva og Ingvar E. Sigurðsson. Þá taka Víkingur Kristj- ánsson og Árni Pétur Guðjónsson dúndurspretti. Hér er hreinlega ekki pláss til þess að fara út í enda- lausan mannjöfnuð leikhópsins en ég minnist þess hreinlega ekki að hafa séð jafn þéttan og samstilltan hóp í íslenskri kvikmynd. Um þátt leikstjórans, Valdísar Óskarsdóttur, mætti auðvitað líka fara mörgum fögrum orðum. Hún er auðvitað klippari á heimsmæli- kvarða og getur verið hæstánægð með þessa frumraun sína á leik- stjórastóli. Heildarmyndin hefði þó getað verið sterkari og á stundum er hún með nokkuð laus tök á fljótandi forminu þannig að það er frekar að einstök, laustengd en mögnuð at- riði standi upp úr heldur en mynd- in í heild. Þetta breytir svo aftur engu um það að sagan flæðir svo áreynslu- laust og skemmtilega að maður hefði vel getað hugsað sér að sitja und- ir hremmingum þessa prúðbúna fólks í tvo klukkutíma til viðbótar. Sveitabrúðkaup er sallafín mynd og þótt titillinn sé nett fráhrindandi og einhverrar brúðkaupsþreytu gæti gætt hjá íslenskum bíógestum eft- ir frábæra brúðkaupsmynd Baltas- ars Kormáks þá ætti enginn að gera þau mistök að missa af Sveitabrúð- kaupi. Þórarinn Þórarinsson á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Hver notaði fjórar einkaþotur til að koma sér og fylgdarliði sínu til Íslands á dögunum? 2. Hversu margir leikmenn handboltalandsliðsins voru valdir í úrvalslið Ólympíuleikanna? 3. Lög hvaða íslenska tónlistarmanns voru flutt á tónleikum stórsveitar reykjavíkur í Háskólabíói um helgina? Í blÍðu og strÍðu Opinskár rithöfundur Einn helsti akkurinn í því að hafa aðgang að efni Ríkissjónvarpsins eru heimildarmyndirnar sem þar eru reglulega sýndar. Þegar ég sá auglýst að þeir í Efstaleitinu hygðust sýna breska heimildarmynd um J.K. Row- ling, höfund bókanna um Harry Pot- ter, í síðustu viku hugsaði ég mér því gott til glóðarinnar. Ég hef ekki lesið staf í Potter-bókunum en hafði samt sem áður mikinn áhuga á að kynnast lítillega höfundi þessa gríðarlega vin- sæla bókaflokks. Það er skemmst frá því að segja að myndin stóð vel undir væntingum. Helsti plús hennar var hversu nálægt spyrillinn komst að Rowling, hvað hún var opinská. Fylgst var með ári í lífi hennar, á þeim tíma sem hún setur síðasta punktinn í síðustu bókinni um Potter og fylgir útgáfu hennar eftir. Fróðlegt var að heyra að sambands- leysi Rowling við föður hennar hefur töluverð áhrif á skrif hennar, og að hana dauðlangar að skrifa meira um galdrastrákinn. Ekki var síður eftir- minnilegt að sjá tilfinningaumrótið sem fór af stað þegar kvikmyndagerð- armennirnir fóru með Rowling í litlu íbúðina sem hún bjó í í Edinborg þeg- ar hún skrifaði fyrstu bókina í flokkn- um. Þá var hún atvinnulaus, einstæð móðir auk þess að kljást við þung- lyndi. Tárin flæddu og sagðist Rowling myndu vakna upp í þessari íbúð, ef þetta væri draumur eftir allt saman. Fleiri svona heimildarmyndir takk. Kristján Hrafn Guðmundsson Lauryn býr í ljótum bæ og gengur í ljótum fötum. En hún á sér draum um að verða svaðalegur dansari rétt eins og mamma hennar. Mamma hennar sneri baki við draumnum til að sinna fjölskyldufyrirtækinu. Nú þarf Lauryn að gera upp við sig hvort hún elti drauminn eða raunveru- leika smábæjarins. Myndin fjallar um að gera sitt, sama hvað hver seg- ir, og í samræmi við það mótar Laur- yn sinn eigin dansstíl sem hún veðj- ar öllu á. Hún flytur í stórborgina og hittir MTV-krakkana sem eru svaka flippaðir. Hún dansar um á stræt- um Chicago alein, bara á leiðinni út í sjoppu, meðan rýkur úr ræsunum. Hún dansar ein í miðjum polli á ein- hverju torgi og ég skil ennþá ekki af hverju. Nema hvað, hún hittir K-Fed- legan tónlistarmann sem, rétt eins og hún, er feiminn við sitt eigið sjálf í sinni listsköpun. Þau mata hvert annað á ís, við upplifum sambanda- drama og auðvitað er vonda stelpan á sínum stað. Þetta er unglingamiðuð formúlu- mynd með dans sem grunn. Dans- myndir eru nú satt að segja sjaldnast góðar, síst af öllu ef dansinn er ekki góður. Hér er teflt fram burlesque í bland við hiphopp, klassísk og alls- kyns frístæl. En aðalleikkonan er bara alls enginn stórdansari. Klárar ekki hreyfingarnar og hálf sálarlaus í dansinum. Dansmyndir gera eðlilega út á dansinn og töluvert minni áhersla er á góðan leik, handrit og annað sem gerir kvikmynd góða. Svolítið eins og klámmynd, söguþráðurinn skipt- ir engu og mökunarsenur eru aðal- atriðið. Myndin hlýtur því að vera dæmd út frá því sem hún á að hafa fram að færa. Ekki einu sinni dansinn er það merkilegur að það taki því að hanga yfir þessu. Dans-Öskubuskan má því halda sig við eldhússtörfin mín vegna. Erpur Eyvindarson Öskubusku-heilkenni dansgeirans Svör: 1. roman abramovich 2. Þrír 3. bjarkar kvikmyndir Sveitabrúðkaup HHHHH Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir Aðalhlutverk: nanna Kristín magnúsdóttir, björn Hlynur Haraldsson, nína dögg Filippusdóttir, sigurður sigurjónsson. Áreynslulaust og skemmtilegt „sagan flæðir svo áreynslulaust og skemmtilega að maður hefði vel getað hugsað sér að sitja undir hremmingum þessa prúðbúna fólks í tvo klukkutíma til viðbótar.“ kvikmyndir Make it HappeN HHHHH Leikstjóri: darren grant Aðalhlutverk: Julissa bermudez, Leigh enns, erik Fjeldsted Miðlungs moð Það er óhætt að segja að leikur Aston Villa og Liverpool á sunnudag hafi verið bragðdaufur. Gott betur en það, hann var bara hundleiðinlegur og hið fornfræga lið Liverpool hefur ekki verið jafn ósannfærandi í mörg ár og í síðustu leikjum. Eina almennilega færi leiksins átti Aston Villa en Pepe Reina varði skotið ágætlega. Að því undanskildu var boðið upp á miðl- ungs miðjumoð þar sem nokkur hálf- færi litu dagsins ljós. Sem Púllari er erfitt að hafa ekki áhyggjur af gengi liðsins á komandi tímabili. Ég sé ekki hvernig nokk- ur stuðningsmaður liðsins geti gert raunhæfar kröfur til þess að Liverpool berjist um titilinn frekar en undanfar- in ár. Liðið er svo slakt fram á við að það er sorglegt og þegar Gerrard og Torres eru meiddir er þetta bara búið spil. Dirk Kuyt, Ryan Babbel og Yossi Benayoun eru bara ekki nægilega sterkir leikmenn til þess að bera uppi sóknarleik liðsins. Robbie Keane var sá eini með lífsmarki og lagði upp tvö góð færi en klúðraði svo aftur á móti besta færi Liverpool. Á meðan Chelsea, Manchester Un- ited, Arsenal og jafnvel Tottenham berjast um bestu bitana á markaðn- um virðist Benitez halda áfram því sem Gerard Houllier gerði svo vel. Að kaupa mikið af miðlungs leik- mönnum sem einfaldlega ná sér ekki á strik. Í staðinn fyrir að berjast um bestu bitana og borga pening eftir því. Meðalmennskan virðist vera málið í Bítlaborginni. Vona svo sannarlega að ég þurfi að éta allt þetta svartsýnisraus ofan í mig. Ásgeir Jónsson SJÓnvArP aStoN villa - liverpool HHHHH stöð 2 sport sunnudaginn 31. ágúst SJÓnvArP J.k. rowliNg: a Year iN tHe life HHHHH sjónvarpið sunnudaginn 31. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.