Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Side 9

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Side 9
Formáli Preface. Með lögum nr. 64/1934 voru öll iðnaðarfyrirtæki, sem eru tryggingarskyld samkv. lögum um slysatryggingar, skylduð til þess að láta Hagstofunni árlega í té skýrslu um starfsemi sína. Hagstofan hefur, síðan lög þessi gengu í gildi, safnað skýrslum frá iðnaðarfyrirtækjum, þannig að þeim hafa á ári hverju verið send eyðublöð til útfyllingar um þau atriði, sem óskað hefur verið upplýsinga um. Skýrslusöfnun þessi hefur verið mjög miklum erfiðleikum bundin, aðallega vegna tregðu skýrslugefenda, og hefur ekki verið unnt að birta neinar niðurstöður úr henni fyrr en nú, að Hagstofan lætur frá sér fara fyrstu iðnaðarskýrslurnar, fyrir árið 1950. Við samningu þeirra hefur að verulegu leyti verið stuðzt við skrár skatt- yfirvalda um slysatryggðar vinnuvikur, enda hefur verið unnið úr þeim og niður- stöðurnar eru birtar hér, ekki aðeins fyrir árið 1950, heldur einnig fyrir árin 1947—49. Þessum fyrstu iðnaðarskýrslum er að ýmsu leyti mjög ábótavant. í fyrsta lagi reyndist ekki kleift að afla skýrslna um byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð, og um þær mikilvægu greinar eru því aðeins upplýsingar um tölu vinnu- vikna. 1 öðru lagi eru skýrslurnar um þær iðnaðargreinar, sem skýrslusöfnunin 1950 náði til, hvergi nærri eins ýtarlegar og æskilegt væri. T. d. er hér ekkert um rekstrarafkomu iðnaðarins og um skattabyrðina, sem á honum hvílir, og ekkert heldur um efnahag hans, nema upplýsingar um verðmæti fasteigna, véla og vöru- birgða. Hér er ekki heldur neitt um skuldir iðnaðarins, um eigið fé hans og um það, hvernig háttað er eignarrétti til fyrirtækjanna. Þá hefur og reynzt ókleift að láta í té upplýsingar um framleiðslumagn annarra vara en innlendrar tollvöru. Fyrir- tækin áttu að vísu að gefa upplýsingar um magn framleiðslunnar, þar sem það ætti við, en þær voru svo brotalcenndar og ófullkomnar, að ekki borgaði sig að vinna úr þeim. Er látið nægja að gefa upp heildarverðmæti framleiðslunnar, en því miður vantar það líka frá allmörgum fyrirtækjum. — í niðurlagi inngangsins er minnzt á ýmislegt fleira, sem æskilegt hefði verið að hafa með í þessum skýrsl- um. í þriðja lagi skal á það bent, að mikið skortir á, að eyðublöðin hafi ávallt verið fyllt út með nauðsynlegri alúð og nákvæmni, og sum fyrirtæki virðast hafa kastað liöndum að útfyllingu þeirra. Hagstofan hefur leitazt við að lagfæra slíkt eins og tök eru á, og í sumum tilfellum hefur tortryggilegum skýrslum verið sleppt í úrvinnslunni til þess að forðast villur í niðurstöðutölum viðkomandi greinar. Þó er hætt við því, að ýmsar villur í frumskýrslunum hafi slæðzt inn á iðnaðarskýrsl- urnar, en það ætti ekki að skipta rniklu máli í lieildarniðurstöðunum. Tilhögim sú, sem höfð hefur verið á öflun skýrslna frá iðnaðarfyrirtækjum, hefur gefið mjög slæma raun, og þó að tekizt hafi að gefa út iðnaðarskýrslur fyrir 1950, verður það ekki reynt aftur með sama fyrirkomulagi á skýrslusöfnuninni. Það hefur verið geysilega tímafrekt og tafsamt að ná skýrslunum saman, og þó hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Hagskýrslur um iðnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.