Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1953, Blaðsíða 9
Formáli
Preface.
Með lögum nr. 64/1934 voru öll iðnaðarfyrirtæki, sem eru tryggingarskyld
samkv. lögum um slysatryggingar, skylduð til þess að láta Hagstofunni árlega í té
skýrslu um starfsemi sína. Hagstofan hefur, síðan lög þessi gengu í gildi, safnað
skýrslum frá iðnaðarfyrirtækjum, þannig að þeim hafa á ári hverju verið send
eyðublöð til útfyllingar um þau atriði, sem óskað hefur verið upplýsinga um.
Skýrslusöfnun þessi hefur verið mjög miklum erfiðleikum bundin, aðallega vegna
tregðu skýrslugefenda, og hefur ekki verið unnt að birta neinar niðurstöður úr
henni fyrr en nú, að Hagstofan lætur frá sér fara fyrstu iðnaðarskýrslurnar, fyrir
árið 1950. Við samningu þeirra hefur að verulegu leyti verið stuðzt við skrár skatt-
yfirvalda um slysatryggðar vinnuvikur, enda hefur verið unnið úr þeim og niður-
stöðurnar eru birtar hér, ekki aðeins fyrir árið 1950, heldur einnig fyrir árin 1947—49.
Þessum fyrstu iðnaðarskýrslum er að ýmsu leyti mjög ábótavant. í fyrsta
lagi reyndist ekki kleift að afla skýrslna um byggingarstarfsemi og mannvirkja-
gerð, og um þær mikilvægu greinar eru því aðeins upplýsingar um tölu vinnu-
vikna. 1 öðru lagi eru skýrslurnar um þær iðnaðargreinar, sem skýrslusöfnunin
1950 náði til, hvergi nærri eins ýtarlegar og æskilegt væri. T. d. er hér ekkert um
rekstrarafkomu iðnaðarins og um skattabyrðina, sem á honum hvílir, og ekkert
heldur um efnahag hans, nema upplýsingar um verðmæti fasteigna, véla og vöru-
birgða. Hér er ekki heldur neitt um skuldir iðnaðarins, um eigið fé hans og um það,
hvernig háttað er eignarrétti til fyrirtækjanna. Þá hefur og reynzt ókleift að láta
í té upplýsingar um framleiðslumagn annarra vara en innlendrar tollvöru. Fyrir-
tækin áttu að vísu að gefa upplýsingar um magn framleiðslunnar, þar sem það
ætti við, en þær voru svo brotalcenndar og ófullkomnar, að ekki borgaði sig að
vinna úr þeim. Er látið nægja að gefa upp heildarverðmæti framleiðslunnar, en
því miður vantar það líka frá allmörgum fyrirtækjum. — í niðurlagi inngangsins
er minnzt á ýmislegt fleira, sem æskilegt hefði verið að hafa með í þessum skýrsl-
um. í þriðja lagi skal á það bent, að mikið skortir á, að eyðublöðin hafi ávallt
verið fyllt út með nauðsynlegri alúð og nákvæmni, og sum fyrirtæki virðast hafa
kastað liöndum að útfyllingu þeirra. Hagstofan hefur leitazt við að lagfæra slíkt
eins og tök eru á, og í sumum tilfellum hefur tortryggilegum skýrslum verið sleppt
í úrvinnslunni til þess að forðast villur í niðurstöðutölum viðkomandi greinar. Þó
er hætt við því, að ýmsar villur í frumskýrslunum hafi slæðzt inn á iðnaðarskýrsl-
urnar, en það ætti ekki að skipta rniklu máli í lieildarniðurstöðunum.
Tilhögim sú, sem höfð hefur verið á öflun skýrslna frá iðnaðarfyrirtækjum,
hefur gefið mjög slæma raun, og þó að tekizt hafi að gefa út iðnaðarskýrslur fyrir
1950, verður það ekki reynt aftur með sama fyrirkomulagi á skýrslusöfnuninni. Það
hefur verið geysilega tímafrekt og tafsamt að ná skýrslunum saman, og þó hafa